Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.12.1985, Side 36

Skólablaðið - 01.12.1985, Side 36
Eftir ýmis vandamál og undarlegar uppgötvanir brosti lífið við þeim hjónum. Mikil var eymd þeirra hjóna. Þau kynntust hérna um árið ’81. Seinna sagði hún, að hann hefði verið svo bjánalegur, að hún hefði fallið gersamlega kylliflöt. Á þessum tímum var mikið um að vera, eins og venjan var. Hún átti sér draum, draum um frægð og frama, peninga og silkiklúta. Hún átti reyndar tvo silki- klúta. Þá notaði hún aðeins við sérstök tilefni. Hún var nokkuð falleg, þó dáldið sveitó. í slíkum tilfellum brýst tilgerðin fram. Hún elskaði nammi, enda sagði hún: „Ég er svo feit“. Það fannst honum fásinna, en uppgötvaði það á árshátíð bridsklúbbsins „play Sam“, að hún hafði haft rétt fyrir sér. Hann lét þó ógert að segja henni frá því. Eitt má þó segja um þessa merkilegu uppgötvun, að áhug nn byrjaði að dvína. Þó að hann hugsaði um alla kossana og keleríið, ísinn í bænum, umtalið, Scarface, rómantikina i snjónum, — þá byrjaði þetta að dvína. Hann velti þessu lengi fyrir sér. Ein- hvern veginn gat hann ekki hugsað sér að hætta að lifa „hressu" líferni. Og meira kom til. Hann var ástfanginn. „Eða hvað? Er ég ástfanginn? Hvað er það?“ Hún, þessi útspekúleraða heimskona úr íslensku countrylife var farin að finna fyrir undarlegum athugsemdum og bjánalegum tilsvörum. Dæmi: „Hvað eigum við að gera í kvöld? Hvernig fór leikurinn í gær?“ Hún velti lengi vöngum yfir þessu undar- lega hátterni, og meðal annars skipti hún um ilmvatnstegund og hellti sér út í High Society Super Laurent. En allt kom fyrir ekki. Loks, er hún var að klippa fréttir úr blöðunum (upp á seinni tíma), rakst hún á frétt á baksíðu Morgunblaðsins, sem átti eftir að breyta lífi hennar: „30 mynd- bönd tekin í Fossfoss“ Vídeó, ó, vídeó. Eftir ýmsum krókaleiðum og prettum, þar sem hún ræddi við grunsamlega sölumenn ýmissa fyrirtækja, tókst henni að snara út fyrir vídeói. Eftir viðhöfn, þar sem hún las m.a. upp úr pésa eftir forstjóra Sharp Industry um vídeóvæð- ingu, var tækið sett í gang. Horfðu þau aðallega á Dænastí og fleiri uppörvandi þætti. Það var draumurinn, — lífið, sem er ekki þannig, en er þó þannig. Eða voru það fullkomlega sammála um, þegar heimspeki bar á góma. Johnie boy. Saga úr bænum JL/esið af meginþorra þjóóarinnar daglega! Auglýsingasíminn er 2 24 80 Áskriftarsíminn er 830 33

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.