Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.12.1985, Side 37

Skólablaðið - 01.12.1985, Side 37
IALLRIMINNIDYRÐ Með einhverjum einkennilegum hætti hefur mér tekist það sem svo fáum hefur tekist, að fara út í hinn stóra heim og leggja hann að fótum mér, verða stjarna sem dýrkuð er af ungum sem öldnum fyrir snilli sína. En frægðin tekur sinn toll og ég get ekki sagt að hún hafi veitt mér þá hamingju er ég hafði gert mér vonir um. Eftir langan tíma í framandi löndum þurfti ég loks að snúa heim. Tilefnið var sviplegt fráfall Erlings bróður míns. Að vísu gat ég ekki verið við jarðarförina, eins og ég hafði ætlað, en betra er seint en aldrei. Nú var ég staddur í húsi móður minnar og blaðaði í gamalli dagbók föð- ur míns. Minningarnar hrönnuðust upp í hugann, minningar um atburði sem gerst höfðu í þessu húsi, þessari stofu og þessum stól er ég sat í nú. Föður mínum hafði í raun aldrei verið vel við Ella, sem var sonur mömmu úr fyrra hjónabandi, hann minnti hann sí- fellt á fyrra ástarsamband hennar. Gerði hann ýmislegt til að lífið yrði Erlingi sem óbærilegast. Samband mitt við bróður minn var aftur á mótið mjög náið. Hann var tíu árum eldri en ég og hafði allt sem mig dreymdi um að hafa, svart hár, brún augu og mikla vöðva. Þau voru ófá vetr- arkvöldin sem ég fékk að skríða undir sængina hans og hjúfra mig upp að hon- um. Faðir minn, sem notaði hvert tæki- færi til að láta Ella finna að hann væri óvelkominn innan veggja heimilisins, var þeim mun vingjarnlegri við mig. Þegar hann kom heim úr vinnu á kvöldin kall- aði hann gjarnan á mig niður í stofu og sagði mér frá atburðum dagsins í smá- atriðum en á meðan mátti Elli dúsa í her- bergi sínu. Brátt tók hann að einangra sig, fór að drekka óhóflega og að lokum flutti hann til Katrínar frænku sem var sú eina sem ávallt hafði hjálpað honum. Ég hætti að sjá hann og reyndi að gleyma honum en einhvers staðar djúpt inni saknaði ég þess tíma er ég hafði átt vin sem hægt var að trúa fyrir öllu, vin sem skildi mig. Katrín frænka dó svo eitt sumar að áliðnum slætti og húsið hennar var selt á uppboði. í stað þess að leita húsaskjóls hjá okkur tók Erlingur að sofa í hentug- um húsasundum. Deginum eyddi hann svo einn ráfandi upp og niður Laugaveg- inn. Stundum hitti hann vini sem gáfu honum vín eða í pípu. Nokkrum sinnum hirti lögreglan hann fyrir búðahnupl eða veskjaþjófnaði. Það var svo er líða tók að jólum að hann var sendur í geðrannsókn. Hann var farinn að starfa í þágu guðs. Boðaði hann fagnaðarerindið og tilkynnti hverj- um sem heyra vildi að hann væri frelsari mannkynsins. Að lokum var hann lokað- ur inni á geðveikrahæli og þar mátti hann dúsa í 10 ár eða þar til hann hengdi sig í klefa sínum. Það greip ekki um sig mikil sorg, og það voru fáir sem felldu tár. Nú sit ég einn í húsi móður minnar og hugsa til allrar þeirrar visku um Bítl- ana sem hann tók með sér í gröfina. Ranieís. Sgils Appelsín þetta eina sanna 37

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.