Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.12.1985, Qupperneq 39

Skólablaðið - 01.12.1985, Qupperneq 39
19. september, bjartur og fagur. Hugleiðing um tolleringu í Menntaskólanum í Reykjavík Fimmtudagurinn 19. september rann upp bjartur og fagur. Það fór ekki fram hjá neinum, að gleði blandin spenna lá í loftinu með nemendum Menntaskóls, því að þennan dag skyldu nýnemar skólans teknir í tölu nemenda hans. Tollering er gömui hefð hér í skóla. Áður fyrr voru busar reknir úr skólanum af 6. bekk og síðan tolleraðir (hent upp í loftið og gripnir), en 2., 3., 4. og 5. bekkur horfðu á. Eins og flestum er kunnugt, hefur þessi siður breyst. 4. og 5. bekkur taka nú þátt í athöfninni ásamt 6. bekk, og er það ágætt. Á síðustu árum hafa aðrir skólar apað þennan sið eftir okkur nema þar er sóðaskapur meiri og aðferðir harkalegri. M.R.-ingar öpuðu síðan sóðaskapinn upp eftir þessum skólum. Nú í haust reyndu skólayfirvöld að stemma stigu við sóðaskapnum sem kunnugt er. Kennarar áminntu nemend- ur um að morgni busadags, að allt færi vel fram og tómatsósu og þess háttar yrði sleppt. Svoleiðis sóðaskapur hefur alltaf verið bannaður, en aldrei verið framfylgt af hörku. Helst hefur borið við, að teknir hafa verið tveir eða þrír drukknir nem- endur og þeir verið reknir úr skóla í viku. Nú hugðust skólayfirvöld hins vegar framfylgja banninu af hörku. Og laglega byrjaði það. 40 lítrar af súrmjólk voru gerðir upptækir í Fjósinu. Þar sem engar kýr eru þar lengur, þótt langsennilegast, að þessar mjólkurafurðir ætti að nota við tolleringuna. Reyndist þar rétt til getið, og játuðu nokkrir bolar á sig sökina. Þrátt fyrir þessa viðvörun komu margir ,,böðlar“ til leiks með ýmsar vörur, síst skárri en súrmjólk, enda ekki vanir öðru. Fyrst var allt tíðindalítið, aðeins einn kennari gekk um og reyndi að gæta velsæmis. En eftir að busi hafði fengið eitthvert ógeð upp í augað, svo að hann sá ekki, ruddist rektor sjálfur fram á vígvöllinn, æstur mjög, og gerði tómat- sósu, sinnep, matarlit, litbrúsa og fleira huggulegt upptækt í stórum stíl. Gekk hann svo rösklega fram, að hann leitaði í vösum og fann þannig a.m.k. einn vasa- hníf. Á sömu stundu var tilkynnt, að tolleringu hefði verið aflýst. Kom þessi aflýsingi þá ekki að gagni því að þá höfðu þegar flestir losað sig við bannvöruna í hár eða aldlit busanna. Ljóst er, að margt fór úrskeiðis hjá ýmsum aðilum. Skólayfirvöldum mis- tókst að að koma í veg fyrir sóðaskap. Og nemendur skemmtu sér ekki sem skyldi. Tel ég, að reikna þurfi allt dæmið upp á nýtt. Ljóst er, að einhvers staðar verður að setja mörkin milli saklauss gamans og sóðaskapar. Kannski mætti leyfa blávatn, en banna matarlit og þess háttar sóðaskap. Hins vegar finnst mér, að viðhalda eigi réttinni, sem 4. og 5. bekkur mynda enda er mesta fjörið tví- mælalaust þar. En aðalatriðið er, að full- trúi nemenda og rektor komi sér saman um, hvað leyfist og hvað ekki. Menn standi svo vörð um settar reglur. Það eitt ætti að geta komið í veg fyrir þau leið- indaatvik, sem urðu 19. september síðastliðinn. Kjartan Magnússon. 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.