Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.12.1985, Qupperneq 40

Skólablaðið - 01.12.1985, Qupperneq 40
SAFN ÓDÆÐISVERKA Tíminn leið hugsunarlaust. Svefninn var langur og draumlaus. Röddin svæfði jafnvœgið, sambandið við þátíð. Þú spurðir, því spurningin var svarið. Svarið dó, eins og kæfður eldur eins og frosið bros. Er degi tekur að halla og erfiði dagsins segir til sín í líkama og sál, fæ ég mér gjarnan sæti í eina stólnum í herbergi mínu, stari út um gluggann á skugga hús- anna eða biksvartan himininn. Spyr ég þá sjálfan mig aftur og aftur: Hvað er það í raun og veru sem gert hefur þennan dag þess virði að farið var fram úr rúm- inu í morgun, hverju hef ég áorkað? Svarið vefst jafnan lengi fyrir mér, þar til ég kemst ávallt að þeirri niðurstöðu að þó brosin hafi verið mörg þá muni ekkert þeirra breyta viðhorfum mínum til lífs- ins. Alltaf hefst dagurinn eins, með þessu sársaukafulla átaki að rífa sig burt frá yndislegu draumalandinu til nýs dags. Eina trúlega ástæðan, sem ég get gefið fyrir því að vakna, er tvíþætt. Hin fyrri er þessi meðfædda sjálfspyndingarfíkn mín og hin síðari er framtíðin, þessi eilífa framtíð með sumar og blóm í haga. Vissulega ætti framtíðin að vera björt fyrir hæfileikamann eins og mig, með yfirburði í flestu því er hann tekur sér fyrir hendur, en samt. Það er sennilega hugsunin um að heimurinn sé einfald- lega ekki nógu stór til að hæfileikarnir njóti sín eða sú hræðilega niðurstaða að fólkið kunni ekki að meta þá, sem gerir mig svo hlédrægan og efins um tilgang tilverunnar og mannlífsins yfir höfuð. Að ofangreindu gætir þú, lesandi góð- ur, talið mig þjást af þunglyndi og lífs- leiða á háu stigi. Ef svo er vil ég leiðrétta þann misskilning, nú þegar, því það er alls ekki tilfellið. Að vísu er ég pínulítið alvörugefinn en með mjög gamansömu ívafi. Framtíðina tel ég síður en svo von- lausa. Innst inni hef ég alltaf álitið hana blasa við. mér, fulla af tækifærum og möguleikum. Óttinn við kjarnorkustríð er mér t.d. víðsfjarri þrátt fyrir litla trú á mannkyninu í heild. Vel á minnst, það er þessi litla trú á manninum, náunganum, sem gerir þessa bjartsýni, sem gætt hefur í síðustu lín- um, svolítið þversagnakennda. Svo er nefnilega mál með vexti að ég á ákaflega auðvelt með að láta fólk fara í taugarnar á mér. Tel ég mig einnig eiga auðvelt með að sjá í gegnum það yfirborð eða þá ímynd sem það reynir að skapa sér. Býð- ur mér við öllu er heitir hópvinna, því ár- angur hópsins deilist gjarnan jafnt á alla þá er í honum eru. Gefst þá ónytjungum innan hans tækifæri til að stæra sig af hlutum sem þeir hafa alls ekki gert. Hæfileikar einstaklingsins koma fram í þvi sem hann gerir einn. Hann á að vera fær um að standa uppréttur, óstuddur af vinum eða kunningjum, og bjóða óhræddur öllum þeim byrginn er honum eru á móti skapi með orðum eða fram- komu. Fylgdu mér. Ég mun sýna þér hvað var og mun verða. Þetta er leiðin. Gakktu inn. Til að geta öðlast fullkomna hamingju í framtíðinni verð ég að geta unnið sjálf- stætt eða í það minnsta geta haft mikinn tíma fyrir sjálfan mig. Störf með þann eiginleika eru vandfundin. Prestur í litlu þorpi úti á landi kæmi til greina, ætti það við „hegðunarmynstur“ mitt. Ég hef 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.