Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1985, Síða 41

Skólablaðið - 01.12.1985, Síða 41
bara svo óstjórnlega þörf fyrir að láta mig hverfa í skamman tíma og lifa villt. Það gæti ég aftur á mót ekki, ætlaði ég að halda hempunni og njóta náðar þorpsbúa. Ekki veit ég hvort mér muni nokkurn tíma takast að finna ævistarf sem veitt geti mér tilætlaða hamingju, sem samt hef ég gert áæltun, áætlun sem riðið get- ur mér að fullu eða breytt druamnum í veruleika, kannski öllu heldur veruleik- anum í draum. Hugmyndina fékk ég við lestur greinar um látna kvikmynda- stjörnu frá Hollywood í einu dagblað- anna. Þar var stiklað á stóru í lífi hennar, allt frá stormasamri æsku, þar til hún lagði heiminn að fótum sér, og að lokum átakanlegum dauða í New York, er hún var skotin fimm skotum í bakið fyrir utan heimili sitt af geðsjúkum aðdá- anda. Er ég svo loks leit upp af blaðinu hugsandi hversu grimmur og óréttlátur heimurinn væri fann ég tárin renna niður kinnarnar. Næstu daga hélt ég áfram að velta vöngum yfir sögunni. Hún gerði mér sí- fellt betur grein fyrir vonsku mannanna og um leið stórfengleika kvikmynda- stjörnunnar sálugu. Um víða veröld hafði fólkið orðið svo gagntekið af taumlausri sorg að það gat ekki komið til vinnu. Stöðvuðust t.d. allar almennings- samgöngur í heila viku í Houston í Texas, fæðingarborg leikarans. Einnig kepptust þjóðarleiðtogar við að senda ekkju hans samúðarkveðjur. Enda þótt greinin hafi haft feikileg áhrif á mig var það ekki sorg sem ég fann fyrst og fremst fyrir. Heldur var það tak- markalaus aðdáun á þeim manni sem gat með snilli sinni rist svo djúpt í taugar fólks sem raun bar vitni. í þeirri miklu geðshræringu, sem ég komst í, ákvað ég að halda til landsins fyrirheitna og leika sama leikinn og maðurinn frá Houston hafði leikið. Vona ég þrátt fyrir það að samgöngur leggist ekki niður í Reykjavík á næstunni. Fylgdin nálgast föl sviplaus. Orð skrýdd blómuin berast með regninu. Minnist horfinnar ástar. Stend við garð dauðans. Hún líður hjá eins og ský á himni. Reyni að gráta. Slokknaður eldur skilur eftir tóm. Orð segja ekkert. Hreyfing sýnir ekkert. Horfi á trén og laufin þar sem þau falla. Raniets 41

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.