Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 42

Skólablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 42
THE HYPE Árið 1960 fór fyrst að bera á mönnum, sem áttu eftir að gleðja margt tónlistar- mannseyrað. Á þessu ári fæddust sem sé tvö sveinbörn, sem seinna hlýddu nöfn- unum Paul Hewson og Adam Clayton. Tveimur árum seinna litu aðrir tveir sveinar dagsins ljós. Þeir voru „merklegt nokk“, Larry Mullen og Dave Evans. Fjórtán árum eftir þann atburð, árið 1976, mynduðu þessir sömu menn hljómsveitina THE HYPE (dópistinn). Reyndar skipti hljómsveitin um nafn síð- ar, og var ástæðan sögð til að forðast for- dóma og ranghugmyndir. Tóku þeir sér svo nafn, sem þeir töldu vonlaust að mynda sér skoðun um eða fá ranghug- myndir um. Skyldi hljómsveitin sem sé heita U2. Þeim drengjum í U2 tókst fyrst að vekja á sér einhverja athygli, er þeir unnu tónlistarsamkeppni, sem bjórfyrirtækið Guinnes efndi til. I framhaldi þessa sig- urs var þeim boðinn samningur við ír- landsdeild CBS. Fyrsta grammófónskíf- an, sem kom frá þeim, var þriggja laga 12-tomma, sem nefndist U2—3. Hún var einungis gefin út á írlandi og fór beint á toppinn þar í landi. Sömu sögu er að segja um næstu smáskífu þeirra, An- other day. Brátt fóru að berast fregnir til Lundúna um geysivinsældir hljómsveit- arinnar á eyjunni grænu. Skipti þá eng- um togum, að tilboðum tók að snjóa yfir hana. Fór svo að lokum, að þeir félagar gleyptu við tilboði Islands records í apríl 1980. Næstu fjóra mánuði komu út í Bretlandi tvær smáskífur, og kom þá loks að fyrstu breiðskífunni. Platan fékk það frjálslega, víðáttumikla, en jafn- framt beinskeytta og hagyrta nafn Boy. Almenningur og gagnrýnendur tóku henni mjög vel, og mátti sjá hana á list- um margra tónlistarblaða um bestu plöt- ur þessa árs. Því næst brugðu þeir sér yfir álana og tróðu upp í Bandaríkjunum. Fer engum sögum af reisu þessari. Platan October kom út í október og hét October vegna þess, að Bono (auka- nefni á Paul Hewson) datt nafnið í hug kvöld eitt, er hann var að lesa 1981-daga- talið. Hún var af mörgum talin slakasta plata þeirra, en á henni er samt hinn stór- góða dægurfluga Gloria og einnig Re- joice, sem okkur þykir eigi síðri. Þrátt fyrir það að platan fengi slæma dóma gagnrýnenda, tók almenningur henni vel, enda komst hún í 11. sæti breska breiðskífulistans. í nokkrum textum plötunnar ber nokkuð á kristnum boð- skap, en þeir kumpánar ku vera kristnir menn með afbrigðum. Var þá meðalaldur hljómsveitar- manna orðinn 21 ár. War kom út 28. febrúar 1983 kl. 11. Á War breyttist stíll U2 nokkuð. Platan er greinilega hrárri en hinar fyrri, og minna ber á gítarsnillingnum The Edge. Aftur á móti fær Larry Mullen yngri verulega að njóta sín, og þykir trumbusláttur hans hinn magnaðasti á plötunni. Á War er mikið um ádeilu á stríð og kúgun í alls konar myndum. Fór skífan atarna beint í fyrsta sæti breska breiðskífulistans í fyrstu viku, og er það til marks um, hve gífurlegar vinsældir sveitarinnar voru orðnar á Bretlandi. En atvinnugagnrýn- endur voru fljótir að taka sér penna í hönd og tæta plötuna í sig, kölluðu hana það versta sem hljómsveitin hefði gefið út, í algerri þversögn við viðtökur al- mennings. En þeir um það. Eins og áður sagði, voru vinsældir U2 miklar á Bretlandi, en orðstír þeirra hafði farið víðar. Hljómsveitin var mjög eftirsótt tónleikasveit í Bandaríkjunum. Þar hafði tónlistarmaður, Bruce nokkur Springesteen, uppgötvað U2, áður en hún naut almennrar hylli. Vakti hann at- hygli Ameríkana á henni, og urðu margir frá sér numdir af hrifningu. Á tónleika-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.