Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 43

Skólablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 43
ferðalagi U2 um Ameríku voru nokkur lög numin af tónleikum þeirra á hljóm- band og þrykkt síðan á plastskífu, er nefndist Under a blood red sky. (Er hún býsna vinsæl á drykkjusamkomum, að okkur virðist.) Á þessu ferðalagi voru tónleikar á Red Rocks teknir upp á myndband, sem var kosið besta tónlist- arvídeó síðasta árs af lesendum Sounds, bresks tónlistarrits. Tímabilið milli War og The Unforgett- able Fire var strembið mjög vegna mikils tónleikahalds, og gekk annríkið nærri þeim kumpánum. Svo, áður en þeir hófu upptökur á fimmtu breiðskífu sinni, fóru þeir í afslöppunarferð til Karíba- hafs. Voru þeir þar í umhverfi, sem þeir voru algerlega óþekktir, en frægðin var þeim orðin, eins og áður sagði, til nokk- urs baga. í þær tíu vikur, sem þeir dvöld- ust þarna, kynntust þeir menningu og tónlist eyjarskeggja. Og áður en þeir héldu heim aftur, tóku þeir upp á tveim dögum „litla“ breiðskífu með fjórum karíbskum þjóðlögum. Var hún gefin út i litlu upplagi og hlaut litla athygli, þótt hún þyki merkileg blanda karíbskra þjóðlaga og evrópskrar nútímatónlistar. Er þetta hið undarlegasta hliðarspor hljómsveitarinnar hingað til. Er heim kom, fluttust þeir félagar með upptökugræjurnar í Slane Castle (aflóga kastali uppi í sveit), og í september 1984 kom úl smáskífan Pride (in the name of love). Varð lagið gífurlega vinsælt um allar jarðir. Pride var einnig fyrsti „smellur“ þeirra hér á landi. Stuttu seinna kom út platan The Unforgettable Fire. Þótti hún vægast sagt alveg ágæt. Var stíll hennar nokkuð frábrugðinn hinum fyrri, enda var nýr maður við stjórnvölinn, Brian Eno. Hafði hann Eno Daniel Lanois sér til aðstoðar. The Unforgettable Fire hefur fágaðra yfir- bragð líkt og á mörgum Roxy-music plötunum, en Brian Eno var einmitt í Roxy-músik. Hlaut platan miklar vin- sældir um heim allan, og m.a. komst lag- ið The Unforgettable Fire í 8. sæti vin- sældalista rásar tvö (VÁ!) Við vonum, að eftir þessi skrif okkar sért þú, háttvirti lesandi, einhverju nær um hljómsveitina U2. Lifið heil? Árni J. Magnús. Pétur Magnússon. Hvernig finnst þér hljómsveitin U 2 ? 1) Hvað er nú það? 2) Adrei heyrt hennar getið. 3) Ég veit ekki, hvað þú ert að tala um, góði. 4) Ja, ég er nú bara frá Húsavík, ég er ekkert inni í svoleiðis. 5) Hundskastu burt, eða ég kalla á lögregluna! Elns og þið sjáið greinilega á þessari mynd, eru þetta allt snoppufríðir piltar, 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.