Skólablaðið - 01.12.1985, Side 46
LUNDUNA-
FERÐ
Seinni part ágústmánaðar lögðu
nokkrir menntskælingar land undir fót,
og var förinni heitið til hinnar frægu
skemmtiborgar (menningarborgar)
Lundúna.
Hefur stór hluti M.Rringa eflaust frétt
eitthvað af þessari ferð, en enginn skyldi
taka mark á þvílíkum rógburði. Áttum
við ferðalangarnir von á, að þessum
kjaftasögum myndi linna með haustinu,
en þær hafa frekar ágerst en hitt. Satt er,
að margt gerðist í þessari ferð, sem best
er að hafa ekki hátt um og varla í frásög-
ur færandi, en að lokum ákváðum við
ferðalangarnir að segja satt og rétt frá
öllu, sem raunverulega bar við, ef það
yrði til þess, að fólk hætti að smjatta á
ógæfu okkar. Varð að samkomulagi
milli mín, að ég segði frá.
Magnús Kjartansson.
Það var um klukkan fimm föstudag-
inn 16. ágúst 1985, að við stigum upp í
Langfara, þotu Flugleiða, á Keflavíkur-
flugvelli. Flugtak gekk vel og flugið til
Lundúna að óskum að öðru leyti en því
að til orðahnippinga kom á milli Skara
og Þrasa annars vegar og flugfreyja og
seinna flugstjórans hins vegar um rétt
farþega til að koma með og drekka eigið
vín um borð í vélinni. Skari og Þrasi létu
að Iokum I minni pokann eftir að hafa
hlustað á sannfærandi rök flugstjórans,
en hefndu sín aftur á móti eftir matinn
með því að stífla öll salerni vélarinnar.
En það er önnur saga.
Toll- og vegabréfsskoðun gekk vel,
nema bresku öryggisvörðunum þótti það
grunsamlegt, að 70% farþega heimtuðu
að fá að fara á salernið fyrst.
Er í gegnum hreinsunareldinn var
komið, skiptum við okkur í tvo hópa.
Við strákarnir fórum á hið ódýra gisti-
heimili, SICILY Catholic Center, af því
að okkur hafði gengið illa að spara um
sumarið (okkur helst illa á fé), en stelp-
urnar fóru á The White House Hotel, 5
stjörnu. Var langt á milli þessara tveggja
ólíku gististaða, og vil ég ráðleggja þeim
hópum, er hyggja á stórborgarferð, að
hafa helst ekki lengra en hálftímaakstur
á milli sín.
Komumst við strákarnir fljótt að því,
að þau pund, sem við spöruðum með því
að gista á ódýrum stað í East End, voru
fljót að fara í leigubílaakstur á milli gisti-
heimilis okkar og miðborgarinnar. En
ekki er þar með öll sagan sögð. Okkur fé-
lögum var hrúgað inn í herbergi með
allra þjóða kvikindum. Hafði beiðni
okkar um að vera saman í herbergjum
ekki borist, þótt herbergispantanirnar
hefðu komist prýðilega til skila. Skari
lenti með sikileyskum „garðyrkju-
manni“ í herbergi. Sá var í fríi í Lundún-
um. Hann sagðist eiga heima á tveimur
stöðum starfs síns vegna, Pakistan og
Afganistan. En vegna stríðsins í Afgan-
istan gengi ræktunin erfiðlega og þar
með viðskiptin („business going down“).
Sagðist Sikileyingurinn nú vera að reyna
að færa afgönsku deildina yfir til Tai-
lands. Skari var sammála honum um, að
stríð væru hræðileg (sérstaklega fyrir
verslunina), bauð upp á glas og kom svo
með okkur strákunum út á lífið.
Við hittum stelpurnar á Hippodrome,
eins og um var talað, að vísu eftir við-
komu á nokkrum pöbbum. Vildu stelp-
urnar ekki tala við okkur og voru sestar
að borði með lýbískum olíukóngum. Við
létum að sjálfsögðu ekki bjóða okkur
þetta, urðum okkur úti um eintak af
Kóraninum, helltum ísraelskum vodka
yfir hann og bárum eld að. Þá risu allir
Arabadjöflarnir sem einn upp, og voru
þeir heldur fleiri en við gerðum ráð fyrir.
Sáum við okkur þann kost vænstan að
hefja óskipulegt undanhald. Komumst
við undan við illan leik. Vil ég sérstak-
lega þakka dyravörðum skemmtistaðar-
ins fyrir hve fljótir þeir eru að kalla á
leigubíla. í leigubílnum ræddum við um
stelpurnar, og var þungt í okkur hljóðið.
Þetta fékk maður að launum fyrir að
taka þær með. Við ákváðum að láta þær
lönd og leið og báðum um, að ekið yrði
ti) Soho Recreation Center, (félagsmið-
stöð Soho), en þangað hafði Arnar Sig-
urðsson oft komið áður, og bar hann
staðnum vel söguna. Reyndist þessi fé-
lagsmiðstöð vera í alla staði mjög
skemmtileg, og dunduðum við félagar
Skari skemmti sér vel í „félagsmiðstöðinni".
Frá Sicily Catholic Center.
46