Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.12.1985, Qupperneq 47

Skólablaðið - 01.12.1985, Qupperneq 47
Ronald Biggs junior og félagi lesa dagblöðin. okkur við ýmislegt alla þessa nótt og næstu (sjá 2. mynd). En þegar við hurf- um af vettvangi klukkan 10 sunnudags- morguninn átjánda, kom í ljós, að fé- lagsmiðstöð þessi var líklega of dýr fyrir okkur (hefur líklega ekki notið styrkja úr borgarsjóði), og máttum við punga út með nær allan gjaldeyri okkar til þess að geta staðið skil á þjónustunni, kampa- víninu, vínberjunum og kavíarnum. Dröttuðumst við nú heim á Sicily Catolic Center og fórum á andlegan og líkamlegan „bömrner", — andlegan, vegna mjög óhagstæðrar helgar fjár- hagslega og líkamlegan vegna timbur- mannanna eða járniðnaðarmanna eins og Steinn nefndi þá. Sumir, m.a. Arnar og Skari, vildu þó meina, að þetta hefði vel verið peninganna virði, en við hinir tókum dræmt undir það. Ég hringdi á hótelið til stelpnanna. Þær voru ekki inni, en okkur var sagt, að þær hefðu farið í sund um morguninn og væru nú liklega á hljómleikum Lund- únasinfóníunnar. Um kvöldið ætluðu þær að sjá leikritið Músagildruna eftir Agöthu Christie. Enn fremur lágu fyrir formleg skilaboð til okkar strákanna, að þær vildu ekkert af okkur vita, það sem eftir væri ferðarinnar, eftir framkomu okkar á föstudeginum. Ef við létum sjá okkur á fina hótelinu þeirra, yrði okkur umsvifalaust vísað út. Þetta var of mikið fyrir okkur. Ákváðum við að sýna þess- um stelpum, að við gætum alveg skemmt okkur án þeirra. Vissi ég, að herbergisfé- Iagi minn, Ronald Biggs junior (sjá 3. mynd), nýkominn frá Turin „úr verslun- arferð“, eins og hann sagði sjálfur, var með mikið reiðufé handa á milli. Ég bað hann um lán og reyndist það auðsótt. Bað hann mig að nefna tölu. Ég bað um 5000 pund, og fékk ég þau orðalaust. Bauð ég strákunum síðan út. Þeir spurðu mig, hvar ég hefði fengið peningana, en ég gaf litið út á það, sagði aðeins, að ég hefði fengið borgaða gamla skuld hjá gömlum vini. Fórum við nú niður á Piccadilly Circus og ætluðum á skemmtistaðinn Empire, sem er þar rétt hjá. Komumst við þá í kynni við asna- lega breska reglugerð, sem kveður á um, að skemmtistaðir megi aðeins vera opnir til tíu á sunnudögum. Rukum við burt í fússi og vissum ekki, hvað við áttum af okkur að gera. En ArnarSigurðsson hafði ráð undir rifi hverju. Vissi hann um næturklúbb á Finchley Road, sem var undanþeginn þessari reglugerð. Sig- urðsson saurlífisseggur, allt vissi hann. Við fórum í þennan kllúbb og skemmt- um við okkur ágætlega. Eftir 4500 pund varð Þrasa mál. Hann fann ekki karla- klósettið, en þess í stað slagaði hann inn á kvennasalernið að gömlum íslenskum sveitasið. Flýðu þá allar dömurnar út, Dyraverðir Les Elites klúbbsins á Finchley Road gefa Þrasa ráðningu. því að þeim datt ekki annað í hug en þarna væri kynferðisbrjálæðingur kom- inn. Þrasi átti ekki orð til að lýsa kurteisi enskra kvenna. Þær voru hver annarri æstari að víkja fyrir honum. Ekki leið á löngu, þar til dyraverðir klúbbsins þustu inn og gáfu Þrasa eftirminnilega ráðn- ingu (sjá 4. mynd). Messuðu þeir síðan yfir honum, en það var enginn fagnaðar- boðskapur. Þrasi þóttist ekkert skilja. Kom ég þá aðvífandi og bauðst til þess að leysa úr öllum tungumálaerfiðleikum. Hafði ég þá eftir yfirdyraverðinum orð- rétt: „Tell that monkey-ass, in his own fucking, stupid language, that he is not supposed to be on the ladies toilet“ (sjá 5. mynd). Held ég, að ég fari alveg orð- rétt með þessa gullaldarensku. Struns- uðum við því næst út, ekki þó án þess að borga 500 pund í skaðabætur vegna Steins, sem þótti afgreiðslan of sein á barnum. Tókum við leigubíl heim á S.C.C. Ætl- uðum við strax í háttinn, en gátum ekki sofnað, vegna þess að maður nokkur hafði verið að dunda sér við það meira og minna alla helgina að berja konu sína frammi á ganginum. Var Arnar Sigurðs- son friðarsinni nú beðinn um að bjarga svefnfriðnum. Bað hann manninn fyrst vinsamlega að hætta þessu (sjá mynd), en maðurinn sinnti því engu. Gengum við því í skrokk á manninum. Reyndist þetta þá vera eigandi gistiheimilisins, og er ekki að orðlengja það, við áttum enn einu sinni fótum fjör að launa. Yfirdyravörðurinn á Les Elites. „Teli that monkey ass........ Eigandi „Sicily Catholic Center lumbrar á konu sinni. Arnar spyr hvur djö . . . gangi á. Við fórum nú á hótelið til stelpnanna og báðumst ásjár. Aumkuðu þær sig yfir okkur um síðir, og fengum við að flytja inn til þeirra með því skilyrði, að við hættum öllu svínaríi og færum að haga okkur eins og þær. Við áttum einskis annars úrkosti. Það sem eftir var dvalar- innar, fylgdum við þeim um borgina, og kom þá í ljós, að Lundúnir hafa upp á margt annað skemmtilegra að bjóða en lýst er hér að framan. Lærðum við félag- arnir það af ferðinni, að óviturlegt er að fara svona út í heim án þess að hafa ráð- ríka kvenskörunga með í för. 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.