Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.12.1985, Page 48

Skólablaðið - 01.12.1985, Page 48
★ STJÖRNUSPÁIN ★ LANGTÍMASPÁ MEÐ AÐSTOÐ TÖLVLJ Hrúturinn, 21. marz—20. apríl: Þrátt fyrir frekar leiðinlegt skamm- degi ertu frekar léttur í bragði þessa dag- ana. Prófin — ekkert mál. Gleymdu samt ekki að taka tilllit til tilfinninga þinna nánustu. Ástamálunum skaltu gleyma um sinn, þú átt, hvort eð er, eng- an sjens. Farðu að stunda pöbbana — strax. Nautið, 21. apríl—21. maí: Útlitið er ekki bjart þessa dagana. Óvæntar breytingar nálgast. Farðu að íhuga nám á fjölbraut. Þú skalt gæta þín í fjármálum, því að þú færð ekki vinnu í sumar. Þú skalt fara að sækja tíma, því að stelpurnar á skrifstofunni eru hættar að brosa til þín. Tvíburarnir, 22. maí—21. júní: Þú ert heldur veiklundaður og lætur aðra ráða yfir þér. Því skaltu hætta að lána vinum þínum peninga. Óþarfa við- kvæmni í sérstöku máli kemur sér mjög illa. Þú skalt ekki fara á jólaballið, því að þú verður lamin(n). Krabbinn, 22. júní—23. júlí: Vonbrigði á ýmsum sviðum hafa vald- ið miklum heilabrotum, jafnvel þung- lyndi. Hvíldu þig mikið, þvi að þú átt eftir að lenda í ýmsum næturævintýrum og jafnvel sitja inni. Þú mátt eiga von á óvæntri heimsókn. Ljónið, 24. júlí—24. ágúst: Sjaldan hefur blásið jafnbyrlega fyrir þér og einmitt nú. Það er samt blekking. Ekki dugir að tvínóna endalaust við hlutina, heldur framkvæma þá fljótt og örugglega. Þú sleppur ekki inn á Borgina næstu helgi, dyraverðirnir hata þig eftir pressuballið. Meyjan, 24. ágúst—23. sept.: Auðvitað þurfa allir að taka áhættu einhvern tíma í lífinu. Þú getur ekki endalaust búið heima hjá mömmu og pabba. Farðu í megrun. Taktu þig saman í andlitinu og farðu að njóta lífsins. 48

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.