Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 50

Skólablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 50
Sér grefur gröf, þótt grafi Hollywood er opið í kvöld Skóflufélagið er félag, sem var stofnað síðastliðinn vetur af nokkrum atorku- sömum, ungum mönnum. Þegar á fyrsta starfsári félagsins sögðust þeir ætla að taka völdin í sem flestum félög- um skólans. Kom þetta bersýnilega fram í viðtali við Snorra Gunnarsson, ókrýndan keisara (der Kaiser) skóflu- manna, og er óhætt að ætla hann hæf- astan félagsmanna. Gylfi Magnússon, fyrrv. scriba scholaris, er í þessum fé- lagsskap, en virðist standa utan hans. Áhrifa hans gætir þó t.d. í Skólatíðind- um, og er hann potturinn og pannan í mörgum mikilvægum ákvörðunum, sem þar eru teknar. Sigurður Snorri, forseti Vísindafélagsins, er virkur í fé- laginu, Magni Þór Pálsson í stjórn Framtíðarinnar, Sigurjón Árnason í Skólatíðindum, Jón Þormar nemi, Jó- hann Hjaltason í Skólatíðindum. Atorkusemi skóflumanna kom fram, þegar þeir hófu „barmmerkjabisniss" í fyrra, en á merkjunum stóð: „Nei, ég er ekki í Verzló.“ Seldust þessi merki vel, og flæddu seðlar um vasa skóflu- manna, en örar Hollívúddferðir komu í veg fyrir ferð um helstu skóflusvæði. í síðasta inspectorskjöri ætluðu skóflumenn greinilega að koma inn manni, en þá sannaðist, að þeir gerðu mikil mistök í því að senda tvo menn í framboð. Helmingur skóflumanna kaus Gylfa, en hinn helmingurinn Sigurjón. Þarna hlutu þeir slæma útreið, en í staðinn fylktu þeir liði kringum núver- andi inspector, Gunnar Auðólfsson. Kosning forseta Framtíðarinnar var einnig athyglisverð og sýnir, hversu ein- skorið fylgi skóflumenn hafa; þar beið Jón Þormar afhroð, er Birgir Ármanns- son hlaut glæsilega kosningu. Til að sýna vanþóknun sína á kosningunni komu 8—9 skóflumenn á aðalfund Framtíðarinnar. Þegar venjulegum að- alfundarstörfum var lokið og orðið var laust, gengu skóflumenn hver á eftir öðrum í pontu. Málsatvik voru eitthvað á þessa leið: Deiluefnið var skipan í stjórn Morfís, jón G. Þormar. en þeir kenndu Birgi um baktjalda- makk, því að stjórnarmaður var Hulda Gústafsdóttir (trúlofuð Jonasi, formanni félagslífs Verzió). Mistök skóflumanna voru mikil, því að Hulda var sjálfkjörin, og engin mótframboð bárust, auk þess sem Jón Þormar vissi af fundinum hjá Morfís, en gerði ekki öðr- um stjórnarmönnum viðvart. Þegar sök- inni hafði verið snúið upp á skóflumenn, sem töldu sig standa með pálmann í höndunum, má segja, að ósigur skóflu- manna hafi að fullu verið staðfestur. Þeir reyndu að klekkja á forseta Fram- tíðarinnar, en þegar málið var rætt og krufið, kom í ljós, að sökina átti þeirra eigin maður. Snorri Gunnarsson bauð sig fram í kosningu skólastjórnarfulltrúa, en tap- aði. Hefðu hæfileikar Snorra tvímæla- laust mátt njóta sín í viðureign við rekt- or, því að Snorri er víkingur mikill og torsóttur. Völd og áhrif skóflumanna eru greini- lega í miklum mínus hjá því, sem þeir ætluðu sér. Þó má benda á það, að þeir hafa málgagn: Skólatíðindi. Segjast þeir ætla að lífga upp á blaðið og endurbæta það mjög. Blaðið mun verða viðameira, og með svo sterkt vopn í hendi er ekki vafamál, að skóflumönnum mun takast að koma boðskap sínum til skila. Margir hafa haft á orði, að „húmor“ skóflumanna sé algerlega óþolandi, og hefur töluvert borið á andúð í þeirra garð. Samtök eins og þessi og með valda- markmið hefðu frekar átt að skjóta upp kollinum fyrr. Hefðu þau þá kannski náð að höfða til víðari vettvangs og kannski getað tekið völdin hljóðlega, eins og Flokkur mannsins öskrar og væl- ir þessa dagana. Til að minnast á um- hyggju skóflumanna fyrir sölu barm- merkja og auglýsingu á félaginu nota þeir hvert tækifæri, t.d. þegar einhver þeirra manna stígur í pontu, minnist hann alltaf á eitthvað krassandi, sem fær flestar prumpstöðvar heilans til að hrist- ast. Ari C. Bragason. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.