Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 51

Skólablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 51
BANDARISK PARTÝ Það er eitt sem ég hef örugglega fram yfir ykkur, eða flest af ykkur, kannski sum af ykkur! Því miður veit ég það eiginlega ekki, þar sem ég er ekki búinn að kanna það náið. En það er að hafa komið í kalifornískt baðstrandar- partí. Reyndar var það ekki á bað- strönd, heldur við stóra, lygna á. Ég fór eitt sumarkvöld með fallegum fljóðum, klæddum í hvíta, flegna sum- arkjóla, sem náðu rétt niður fyrir hné. Leggir þeirra voru brúnir. . . mmmmmmha. Því miður gat ég ekki haldið frásögninni áfram vegna sið- gæðisnefndar ritnefndar. Hvað um það — við fórum í partíið, og ég var fulltrúi íslands þetta kvöld, sem var reyndar það síðasta, því af einhverjum óskiljan- legum ástæðum var mér ekki boðið aftur. Þar kenndi margra grasa. Fyrir utan grösin voru þar allra þjóða kvikindi (rétt- ara sagt ættbálkakvikindi). Má sem dæmi nefna: Indíána (á ekkert skylt við Stjána í 5.Y.), Mexíkana, Búskmenn og hvita menn. Eg var náttúrlega var um mig þangað til á 5. bjórkollu. Þá fór ég að „sjósa- læsa“ við lýðinn og byrjaði á Indíánun- um. Ég reyndi að finna upp á einhverju „krassandi" umræðuefni og minntist þá Indíána- og kábojmyndanna í sjón- varpinu. Fyrst byrjaði ég að tala um John Vein, en þá urðu þeir óðir, svo ég r?yndi í flýti að muna eftir einhverri Indí- ánahetju. Loksins gat ég stunið upp: „Sitting Bull was a great Indian cheaf.“ Þá fóru þeir að froðufella. Ekki vissi ég hvaðan á mig stóð veðrið, en fékk að vita það síðar, að vegna míns íslenska fráblásturshreims hefði ég sagt við Indíánana: „Shitting Bull was a great Indian sheep.“ Eftir þessa misheppn- uðu tilraun fór ég að spjalla við Mexí- kanana. Ég gékk inn í hópinn og þrum- aði: „Adios, amigos!“ Þetta þótti þeim voða fyndið, því ekki höfðu þeir búist við svona mikilli málakunnáttu hjá hálf- gerðum Eskimóa. Ég var strax kominn á græna grein. En því miður var það einhver kærastan í grænum kjól, sem ég hafði sest á í ógáti í hita samræðn- „What’s up niggers?" anna, svo að ég fékk mér smá-sund- sprett með hjálp þessara vinalegu Mexíkana. Reyndar hafði einhver þeirra óvart rekið hnefann í andlitið á mér átta sinnum á leiðinni í ána. Eftir þennan smá-sundsprett fór ég til negr- anna. Ég ætlaði mér að koma þeim á óvart með málakunnáttu minni og ein- stakri kímnigáfu eins og hjá Mexíkön- unum. Ég stökk inn í negraþvöguna og þrumaði: „What’s up niggers?" og steig nokkur vel valin Micheal Jackson- spor. Eftir annan sundsprett minn var ég orðinn ansi kaldur og hrakinn. Ég tók eftir því að partíið var farið að ókyrr- ast og fólk var að kalla eitthvað til mín, sem ég skildi ekki. Að minnsta kosti hafði ég ekki lært þessi orð í enskutím- um. Ég fékk strax hugboð um, að þessi köll væru ekki beinlínis vinaleg. Sá ég þá strax, að tími væri kominn til að halda heim á leið. Hörður Þórhallsson, 4.M. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.