Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1985, Síða 52

Skólablaðið - 01.12.1985, Síða 52
EINNA Aprílkvöld nokkurt sat ég fyrir framan sjónvarpsskerminn og fylgdist með Söngvakeppni sjónvarpsstöðva. Flytjendur voru frá flestöllum löndum Evrópu. Þetta kvöld eignaðist ég draum. Mig langaði til að gerast þátttakandi í þessari glæstu keppni. Hugsanirnar flugu um huga mér. Frægð og frami. Ég gerði mér grein fyrir, að þarna var eitt- hvað fyrir mig. Hæfileikana hafði ég, en ég vissi að þá þyrfti að virkja. Mig kitlaði í raddböndin. Ég leit niður og sá að fótur minn tifaði í takt við tónlistina. Ég sat ekki ein fyrir framan sjónvarpsskerminn þetta afdrifarika kvöld, en sagði ekki viðstöddum frá þessum nýfædda dag- draumi mínum. Næstu daga var ég sem í leiðslu. Ég gekk um gólf og lét mig dreyma stóra drauma. Hverju ætti ég að klæðast? Þar sem ég er ekki mikið fyrir augað, yrði búningurinn að vera því betri. Ég eyddi miklum tíma fyrir framan spegilinn, með tilbúinn hljóðnema sem samanstóð af þeytara og álpappír. Þegar ég var innan um fólk lét ég mér nægja að bæra varirnar. Stundum varð þörfin til að syngja svo mikil að ég neyddist til að fara afsíðis. Dagarnir liðu hjá og ég gerði mér sí- fellt meiri vonir um frægð, frama og met- söluplötur. Það kom oftar en einu sinni fyrir að ég vaknaði upp á morgnana, dauðþreytt í handleggnum, eftir að hafa skrifað eiginhandaráritanir halda æstum aðdá- endum alla nóttina, í svefni. Áhugi minn á bóklegu námi fór þverrandi. Einkunn- irnar fóru niður úr öllu valdi. En í hugan- um var mér skotið upp á stjörnuhimin- inn. Ég hafði aldrei átt neina vini. Nú skyldi ég koma, sjá og sigra. Loksins hafði ég dottið niður á óbrigðult ráð. Ég hafði heyrt ávæning af þvi, að hljómsveit væri starfrækt í skólanum. Hún spilaði á öllum skemmtunum sem haldnar voru þar. Fram að þessu hafði ég aldrei vogað mér að sækja skemmtanir skólans. Nú skyldi verða breyting á. Ég hafði alltaf verið handlagin. Því ákvað ég að sauma búninginn sjálf, þar sem ég treysti engum til að útfæra hinar villtu hugmyndir mínar. Skyndilega kom spurning upp í huga mér. Skyldu þátttakendur í hinni evrópsku söngvakeppni leggjast svo lágt að koma fram á skólaskemmtunum sem þessum? Svarið var nei. Ég keypti mér erlent tímarit til að athuga hvernig stjörnurnar haga sér. Ég opnaði blaðið og fór að skoða það. Þetta var eins og að fá kjaftshögg. Ég rak augun í að frægir söngvarar tóku sér upp ný nöfn. Næstu dagar voru huldir þoku- móðu. Ég varð þunglynd. Hvað átti ég til bragð að taka? Ég gerði mér ljóst að nafn EIR mitt átti ekki upp á pallborðið á erlend- um markaði. Það varð að vera eitthvað seiðandi en þó um leið góð landkynning og rammíslenskt. Að lokum fékk ég hug- mynd. Ég ákvað að kalla mig Heklu. Eftir mikinn undirbúning tók ég af skarið og skráði mig í raddprófun. Næsta dag stóð ég fyrir framan dómara og hóf upp raust mína. Ég flutti frum- samið lag mitt: Nú meikarðu það, Hekla. Að laginu loknu gett ég alsæl út úr her- berginu. Á meðan báru dómarar saman bækur sínar. Mér hafði tekist mjög vel upp. Ég var örugg um sigur. Eftir andar- tak komu dómararnir fram. Einn þeirra tók til mál: „Við verðum því miður að til- kynna þér að þú hefur ekki næga hæfi- leika á þessu sviði. En ef til vill seinna meir . . . Að sigra heiminn er eins og að spila á spil með spekingslegum svip og taka í nefið. Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, því það er nefnilega vitlaust gefið. Steinn Steinarr. Hekla. 52

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.