Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1985, Síða 53

Skólablaðið - 01.12.1985, Síða 53
GO Þt, W o ^ i-l o Það hlaut að koma að því. Nautið stóðst ekki freistinguna og stökk yfir gaddavír- inn, sem strengdur hafði verið á milli þess og kýrinnar. girðingin var hins vegar svo há, að áhöldin urðu eftir. Aumingja bolinn, hann baulaði. Við slátruðum honum, þar eð hann var nú óhæfur til undaneldis. En við urðum fyrir fleiri áföllum. Mamma varð undir dráttarvélinni, er hún reyndi að taka beygju á veginum fyrir neðan bæinn. Hún var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og sett þar í öndunarvél og fleira til að halda í henni lífinu. Ég vakti yfir henni nótt og dag. Læknar töldu góða möguleika á að hún næði fullum bata, en samt hélt ég áfram vöku minni og leit því illa út, þreyttur og órakaður. Ég fékk lánaða rakvél hjá læknunum og hugsaði mér að það ætti ekki að saka að taka eina slíka vél úr sambandi í svona tvær mínútur. Þreytan kom yfir mig. Ég fór og skil- aði rakvélinni, en sofnaði svo í sófa frammi á gangi. Er ég vaknaði, var mér sagt að svo virtist sem bilun hefði orðið í tækjabúnaði og mamma væri því Iátin. Ég lét þetta ekki hafa áhrif á mig, þakk- aði læknunum fyrir og hélt heim á leið. Sumarið leið. Betri fréttir var nú að fá frá Börmum, bæ okkar í Norður-Þingeyjarsýslu. Roll- unum fjölgaði ört og minkur hafði ekki komist í hænsnahúsið í tvo mánuði. Rambo, nýi kötturinn okkar, var að kála síðustu músunum í fjósinu. Á aðeins fimm dögum hafði hann lagt að velli sjö- tíu mýs. En nú var komið fram í miðjan ágúst og veturinn fram undan. Það þurfti því að fara að huga að húsfreyju fyrir veturinn. pabbi vildi senda mig til Reykjavíkur til að fá nýjar tennur. „Þú getur ekki verið með tennurnar úr ömmu þinni alla ævií‘ „Jú, pabbi, mér líður ágætlega með þær“ „Við höfum fengið Iíftryggingu móður þinnar greidda og höfum því vel efni á því. Auk þess áttu að kaupa varahluti í hemlana á dráttarvél- inni, og gleymdu því nú ekki, Brosi minn“ Ég varð við ósk föður míns og hélt suður í nýjum, brúnköflóttum jakkaföt- um, gulri skyrtu og var með brúnt bindi, — allt í stíl. Þetta var fyrsta borgarferðin mín, en vonandi ekki hin síðasta. Það var föstudagur og ég var kominn til Reykja- víkur um klukkan 19. Það var kalt í höfuðborginni svo að ég fór í ullarpeys- una utan yfir jakkann og smeygði mér í stígvél. Ég átti að gista á Hótel Esju. Er ég gekk að afgreiðsluborðinu, sá ég að allir voru annaðhvort brosandi eða hlæj- andi. Mikið voru Reykvíkingar kátir. Þeir voru alls staðar brosandi, þar sem ég kom. Ég gekk upp á herbergi, því að lyft- ur hafði ég ekki séð fyrr. Herbergið var snyrtilegt. Það var með baði og asnaleg- um síma, sem sveif vantaði á. Þarna var eitthvað, sem á stóð „shampoo". Ég vissi ekkert hvað það var, en mér datt í hug, að þetta væri einhvers konar krem. í af- greiðslunni spurði ég, hvar félagsheimil- ið væri: „Þú meinar Hollyí* „Holly hvað?“ „Hollywood, það fara allir á ball þangað“ „Er ekki allt of langt að fara alla leið þangað á eitt ball?“ Afgreiðslustúlkan klóraði sér undir höndunum og sagði, að það væri grímu- dansleikur i Ármúla 3, rétt fyrir ofan hótelið. „Ég fer bara í þessum fötum. Ég fer ekki að leika neinn asna og fara í ein- hverjum grímuballsfötum. Heldur þú, að ég komist ekki inn í þessu brúnköfl- óttu jakkafötum, ef ég set gúmmiskóna á mig? Ég gleymdi spariskónum heima“ „Jú, jú“ sagði afgreiðslustúlkan og sneri sér við skellihlæjandi. Mikið var undarlegt, hve Reykvíkingar voru kátt fólk. Er ég kom að Ármúla þrjú, var biðröð þar fyrir utan. Menn voru klæddir eins og hermenn, læknar eða víkingar og báru nær allir grímu. Það horfðu allir á mig, rétt eins og ég væri eini vel klæddi maðurinn á staðnum. Þarna inni voru öll ljós blikkandi. Ég spurði, hvort eitthvað væri að þeim, en fólk leit bara á mig og setti vísifingur á gagnaugað. Einnig veitti ég því athygi, hve allar stúlkur voru sól- brúnar. Ég gekk að einni og spurði hana, hvort tíðarfarið hefði verið svona gott hérna fyrir sunnan. Hún hló bara og sagðist vera í ljósum. Þessi var eitthvað rugluð. Ég gekk að þeirri næstu og kynnti mig: „Gott kvöld, ég er Hreinn Sveinn, en þú?“ „Djöfuls graðfoliý öskraði hún og sló mig. Ég vankaðist. Aha, þarna var vinur minn. Ég gekk til hans og hann heilsaði mér og kynnti mig fyrir stúlkunni, sem hann var að tala við. „Þetta er Hreinn Sveinn" Hún leit undr- andi á hann, en þaut síðan í burtu. Allt í einu vék einn dyravörður sér að mér og sagði, að dómnefnd hefðu valið fötin mín besta búning kvöldsins. Þar með missti ég allt álit á Reykvíkingum. Ég var ekki einu sinni í grímubúningi. Það var klappað fyrir mér vel og lengi, en ég forðaði mér út, áður en allt varð vitlaust. Að kvöldi mánudags hélt ég aftur norður. Tannsmiðurinn hafði tekið mál af gómnum fyrr um daginn og sagðist ætla að senda mér tennurnar norður. Er ég steig út úr rútunni, kom á móti mér æskuástin, Svava, og faðmaði mig. Æ, ég gleymdi að segja ykkur frá henni. Mamma heitin hafði alltaf ætlað að koma okkur saman, en pabbi sagðist aldrei vilja eignast tengdadóttur „í pung- hæð, með flatan haus og útistandandi eyru“. Mér fannst hún falleg, og þar sem nú vantaði mjaltakonu að Börmum, ákváðum við að gifta okkur. Stóra stundin rann upp, og séra Fjólmundur lýsti okkur hjón. Ég gleymdi að taka hringinn með mér í kirkjuna. Svava fyrirgaf mér þetta, en ég hafði alltaf verið gleyminn og utan við mig. Svava var mér allt, ég dáði hana. Svava var fljót að komast á lagið með að mjólka. Svo var það eitt sinn, að Svava tók dráttarvélina. Hún ætlaði að taka beygju þarna rétt fyrir neðan vegg- inn. „Passaðu þig þarna í beygjunni, elskan“, hrópaði ég. „Þú manst hvernig fór fyrir mömmu“ „Þetta er allt í lagi,“ kallaði hún á móti, „þú ert, hvort sem er, búinn að gera við hemlana, er það ekki?“ „Ha, ég? Nei, ég gleymdi þvíí‘ Þýtt og staðfært úr Se og Hor. 53

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.