Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.12.1985, Page 58

Skólablaðið - 01.12.1985, Page 58
Á skólaskemmtuninni í Gamla bíói var aldrei þessu vant mikið um fagrar sveiflur. Skóflumenn byrjuðu á bráð- skemmtilegri upptalningu á vinsælustu lögum sumarsins. Maðurinn með hljóð- nemann var enginn anar en Hlynur Grímsson (heartbreaker). Var sveifla hans og raddbeiting þvílík, að tár spýtt- ust úr augum margra ungmeyja. Herra- nótt bar þó af skemmtidagskránni. Di Angelo (Daddi) sló gersamlega í gegn, en Balti var lélegur í hlutverki Birgis Ár- mannssonar. í lokin er vert að minnast á dálítið spaugilegt atriði. Þegar inn í bíó- ið kom, var þar fyrir sérstök leitarsveit sem leitaði á öllum. Var það ágætt nema að því leyti, að ekkert var leitað í töskum, sem fólk tók með sér inn . . . Heyrst hefur, að Jón Gunnar (Johnnie Rist) hafi á árshátíð Skólafélagsins kom- ist með hina margfrægu framlengingu, sem óvart gleymdist í fyrra, á ballið við illan leik. Það var frægt í fyrra, þegar Árni Hauksson, þáverandi quaestor, fékk aðflog í partíi fyrir ballið, og upp- hófst þá mikið streð hjá ýmsum embætt- ismönnum skólans að fá ballið fram- lengt til 3. Tekið skal fram, að þeir embættismenn voru eitthvað veikir fyrir líka. Jón Gunnar á því mikinn heiður skilinn fyrir að hafa komist með fram- ienginguna á ballið, en hvort hann hafi komist miklu lengra, skal ósagt látið . . . Eye of the tiger. Sigurður og hulduherinn. En þar með er ekki öll sagan sögð. Þegar ballið stóð sem hæst, kvað við rödd plötusnúðsins sjálfs. Bað hann ein- hvern úr skólastjórn M.R. að koma upp í anddyri. Þetta fór ekki fram hjá árvök- ulum eyrum ritnefndar, sem geystist á staðinn. Venja er á slíkum dansleikjum, að leiga sé borguð í upphafi balls. Enn hafði hún ekki verið greidd, og var því varðhunda Ólafs Laufdals farið að lengja eftir peningunum (110.000 krón- um). Kom þá í Ijós, að Jón Gunnar var ekki með heftið á ballinu, en það kom ekki að sök, því að strax morguninn eftir fór Jón og greiddi leiguna, enda stutt fyrir hann að fara, þar sem hann ku hafa gist á einkaheimili í Breiðholti um nótt- ina. Já, það er erfitt að vera quaestor og playboy í senn. Sagt er, að miðar hafi gengið kaupum og sölum á háu verði, eftir að miðasölu var hætt. Jón Gunnar quaestor segist hafa selt tvo miða yfir venjulegu verði. Fékk hann 700 krónur fyrir hvorn. Ýmsir óprúttnir aðilar seldu þó miða áfram á uppsprengdu verði, og herma fregnir, að sumir hafi farið á allt að því 1400 krónur. Heyrst hefur, að nemandi einn í sjötta bekk hafi aldeilis komist í álnir nú fyrir skömmu. Sagan segir, að hann hafi veðj- að talsverðum fjármunum á röð fegurð- ardísa í keppni þeirra, sem Hofie Nice- land vann fyrir skemmstu. Hafi hann haft svo sérdeilis rétt fyrir sér, að hann hafi unnið tugi, ef ekki hundruð þús- unda sterlingspunda. Viðkomandi hefur varist allra frétta, en lifað býsna hátt að undanförnu, m.a. verið að kaupa hljóm- flutningstæki fyrir á þriðja hundrað þús- und króna, alklæðnað hjá Sævari Karli, auk þess sem því hefur heyrst fleygt, að svartur Jagúar sé í pöntun hjá Heklu. Hve sönn sagan er, vitum við ekki, en það má nefna henni til stuðnings, að eftir að úrslitin voru kunngerð að kvöldi árs- hátíðar, var vinur vor í hæsta máta ham- ingjusamur og átti heiminn. Vegna alls þessa leyfir ritnefnd sér að minna á að- stöðuleysi það og fjárskort, sem hún hefur . ..

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.