Skólablaðið - 01.12.1985, Síða 59
QUID NOVI?
Heyrst hefur, að Óli scriba, stundum
kallaður Óli sjarmör eða Óli diskó, hafi
farið úr axlarlið um daginn. Var slysinu
haldið leyndu og þess vandlega gætt, að
enginn kæmist að því. Sambönd rit-
nefndar í undirheimum Reykjavíkur
komu loks að gagni, því að í samræðum
við „Prince of the underground", Mr.
Anti social reproduction, kom í ljós, að
Óli kaldi hafði verið að framkvæma nýja
tegund af breiki á Lækjartorgi eina nótt-
ina. Var ásamt Óla á staðnum klapplið
hans, dillandi fitukeppir og bólugeml-
ingar. Málsatvik voru eitthvað á þessa
leið: Óli kom hlaupandi niður Laugaveg-
inn á 50 km hraða. Við pylsuvagninn
fékk hann stórmennskubrjálæði og ætl-
aði að fljúga yfir götuna, en lenti á bíl,
sem var að fara í sakleysi sínu um mið-
bæinn. Sökum reikuls hugarfars ofan-
greinds heimildarmanns ber að hafa í
huga, að ekki þarf allt að stemma í frá-
sögninni, en við látum söguna flakka.
Eins og kunnugt er, kom hópur
danskra skólanema hingað til lands og
sótti nokkra tíma hér í skóla. Meðal
gesta var danski prinsinn Jóakim. Nú
herma fréttir frá Danmörku, að hann
hafi verið rekinn úr skóla í viku. Er sagt,
að hann hafi — ásamt félögum sínum —
truflað leiksýningu yngri nema með
frammíköllum, og einnig köstuðu þeir
karamellum á sviðið. Já, það er okkur í
ritnefnd ánægja að vita til þess, að
Jóakim hefur getað lært eitthvað hér í
skóla. Það á ekki að bera nokkra virð-
ingu fyrir yngri nemum, eins og hálfur
kosningaréttur þeirra sýnir.
ÓIi „Sjúskó“.
Heyrst hefur, að Grandi h/f hyggist
auðvelda nemendum M.R. að útvega sér
vinnu við flökun seinna misseri
1985—86, og muni þess vegna liggja
frammi innritunarlistar uppi á skrifstofu
daginn, sem einkunnir verða afhentar,
og tvo þá næstu á eftir. Fallistar! Ekki er
öl von úti!
Jón Gunnar
með sinn alkunna „sexy“ svip.
STELPUR. Jón Gunnarsson Jónsson
(ekki inspector), kvennagull og quaestor
Skólafélagsins, er á lausu. Hefur frést af
honum lausum og liðugum á danshúsum
borgarinnar. Fer ýmsum sögum af
kvennamálum Jons. Ekki orð um það
meir. Fylgjumst bara öll spennt með.
59