Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1985, Síða 60

Skólablaðið - 01.12.1985, Síða 60
QUID NOVI? Eins og allir vita, lögðu Birgir Ár- mannsson, forseti Framtíðarinnar, og Ólafur Stephensen nemi fram tillögu þess efnis, að þriðjubekkingar fengju jafnan kosningarrétt sem aðrir nemend- ur. Þessi réttlætistillaga þeirra félaga náði því miður ekki fram að ganga, en eigi að síður unnu þeir umtalsverðan sig- ur, þar sem meiri hluti studdi tillöguna. En hvers vegna lögðu þeir þessa tillögu fram? Birgir lagði hana fram m.a. vegna pólitískrar sannfæringar og hjarta- gæsku, en hið sama verður ekki sagt um Ólaf, þó að hann sé ákaflega hjartagóð- ur maður, eins og allir vita. En skyldi eitthvað annað búa undir? Lítill fugl hvíslaði annarri útskýringu að okkur, og látum við hana flakka, þótt flókin sé. Segjum, að tillaga þeirra félaga hefði náð fram að ganga. Þá væru busar með fullan kosningarétt á vori komanda, en það er einmitt þá, sem næsti inspector verður kjörinn. Ólafur lítur það embætti hýru auga, og hyggst hann reyna við það með ötulli aðstoð Birgis, sem auðvitað vill fá inspector handgenginn sér og sín- um (öhömm) næsta vetur. Birgir myndi þá tryggja Ólafi atkvæði 3. og 4. bekkj- ar, en Birgir hefur mjög gott samband (public relations) við fólk í þessum bekkjum. Verra er með atkvæði 5. bekkj- ar, en þar er Ólafur ekki mjög vinsæll og alls ekki víst, að hann verði meðal tveggja hæstu í forkosningunum. En hann hefur nokkra mánuði til að bæta úr því. Svo gæti hann gengið í 3. bekk í kosningabaráttunni í vor og bent á það, að hann hefði nú verið annar þeirra, sem lögðu tillöguna margfrægu fram, og æ sjái gjöf til gjalda. Ólíklegt er, að Birgir bjóði sig fram til nokkurs embættis í vor, nema vera skyldi í ritnefnd. En heita má, að „hin stóru“ embætti, sem fjórðubekkingar bjóða sig fram til í vor, séu óhult, vegna þess að nú Birgir Ármannsson heilsar aðdáendum. gegnir hann svo miklu virðingar- embætti, að varla væri við hæfi, að hann færi í leiðinda-pappírsvinnu, eins og störf quaestors og scribu eru að mörgu leyti. Þar næsta vor íhugar Birgir hins vegar að hreppa inspectorstitilinn, og er það gott, því að ekki hefur neinn annar fjórðubekkingur sýnt enn, að hann sé fær um að valda því embætti (fyrir utan einstaklinga í stjórn Framtíðarinnar og ritnefnd). Aðrir, sem hafa verið nefndir í inspectorinn I vor, eru: Kristján Þór Árnason, Jón Gunnar quaestor, Ólafur scriba, Arndís Þorgeirsdóttir og Sigurð- ur Arnarsson. Sigurður er nú gjaldkeri Herranætur og hefur áunnið sér virð- ingu fyrir röggsemi á þeim bæ. Hann hefur á að skipa fjölmennum stuðnings- hópi, (hulduher) sem ku vera farinn að skipuleggja kosningabaráttu að amer- ískum sið, — kosningablað, prentuð plaköt, og fleira. Sigurður sjálfur verst allra frétta, enn sem komið er,en neitaði því ekki, að margir hefðu skorað á sig að „demba sér út í kosningabaráttuna“, eins og hann komst að orði . . . Olafur Stephensen les tillöguna yfir. 60

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.