Skólablaðið - 01.12.1985, Page 61
QUID NOVI?
Kristján Þór Árnason er maður, sem
varð heimsfrægur í M.R. á einni nóttu.
Allt byrjaði þetta á því að þessi ungi
herramaður var kosinn í bekkjarráð af
félögum sínum í 5. Y með flestum at-
kvæðum. Var hann umsvifalaust valinn
formaður fimmtabekkjarráðs af hinum
bekkjarráðsmönnum. Hefur hann sett
sér það takmark að halda kostnaði við
utanferð fimmta bekkjar í vor í lágmarki
með ýmsum fjáröflunarleiðum. Hið
fyrsta, sem hann gerði, var að h alda ball
í Óðali. Tókst það frábærlega vel, enda
vel að því staðið. Einnig hefur hann,
ásamt bekkjarráðinu, staðið nokkrum
sinnum fyrir vöfflusölu í löngu frímínút-
unum.
Hvíslað hefur verið að ritnefnd, að
Kristján hyggist standa fyrir skíðaferð
fyrir fimmta bekk dagana 27.—29. des-
ember. Tilgangurinn er að skapa betri
móral í bekknum og einnig að reyna að
græða eitthvað. Hvert fara á, vildi heim-
ildarmaður okkar ekki láta uppi.
Kristján hefur setið í íþróttaráði M.R.
og látið þar mikið til sín taka. Síðast lét
Kristján í sér heyra á árshátíð Skólafé-
lagsins í rokkhljómsveit ásamt þeim
Drésa, Frissa, Svenna og Ægi Le Bon
(Lubba).
Kristján hefur verið orðaður við in-
spectorskjör á vori komanda, en ekki
náðist í hann til að fá það staðfest.
Kristján Þór Árnason í léttri sveiflu.
Óþekkti fjárglæframaðurinn.
61