Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.12.1985, Page 62

Skólablaðið - 01.12.1985, Page 62
QUID NOVI? Kvöldið, sem ég villtist inn á ritnefnd- arkompu. Er ég kom inn var Kjartan ný- búinn að rota Þórð með vínflösku, og Óli var að kveikja í Ara. Steini skoðaði, í sinni stóísku ró, teikningar af gálga. Þegar Kjartan varð mín var, sagði hann mér kurteislega að vara mig á refagildr- unni, sem lá falin á gólfinu undir mottu. Því næst hrinti Ari mér niður stigann, en hann var að flýta sér út til að slökkva í sér. Þegar ég var kominn upp aftur, sá ég á eftir Kjartani út um gluggann, því að Þórður var nýraknaður úr rotinu. Sá ég þá, að best KLOMP ... .- . Ritnefndin á meðan allt lék í lyndi. Heyrst hefur, að innan Herranætur standi yfir samningar milli félagsins og Sigurðar Pálssonar skálds. Munu svipt- ingar hafa verið miklar og orð ekki spör- uð. Sigurður Arnarson gjaldkeri mun hafa tekið nokkrar laufléttar sveiflur, meðan á samningagerðinni stóð, og kom kaupi Sigurðar niður úr hófi. Heyrst hefur, að ýmsar uppákomur hafi verið framdar á bekkjarkvöldum allra bekkjarárganga. M.a. var þátt- takandi í keppninni „sterkasti maður ís- lands“, Jósef Halldórsson, með líkams- ræktarsýningu á kvöldi fjórða bekkjar um daginn. Urðu margir undrandi (aðrir g(r)laðir, einn og einn hneykslaður), þegar skyndilega birtist svæsin, en jafn- framt listræn klámspóla á vídeóskermin- um. Jósef var gæinn með hauspokann og fór hlutverkið vel úr hendi (3 stjörn- ur), þó sér í lagi er hann brá svipunni á loft, en þá var sýning myndarinnar stöðvuð. Bíður ritnefnd og væntanlega þorri fjórðubekkinga áköf eftir fram- haldinu. Meira svona, Jósi. 62 Jósef Halldórssyni hefur tekist að gera margt um dagana, en siðferðis- kennd ritnefndar segir stopp.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.