Disneyblaðið - 11.09.2011, Blaðsíða 5

Disneyblaðið - 11.09.2011, Blaðsíða 5
LA U SN :S O LL A Hvernig getur björninn lifað í sex mánuði án matar? Til að lifa af kalda vetur norðursins leggst björninn í svonefndan vetrardvala. Í því ástandi er þörf dýranna fyrir orku í lágmarki. Í sex mánuði eða lengur er björninn án matar eða drykkjar en sem betur fer er hann með varaforða: Hann getur lifað á þykku fitulagi sem hann safnaði áður en veturinn gekk í garð. Á meðan birnan liggur í dvala í híði sínu fæðir hún húna og það er ekkert víst að hún vakni þegar húnarnir fæðast. Nýfæddir húnarnir, sem eru blindir og ósjálfbjarga, eru mjög litlir – ekki stærri en kettlingar. En þeir vaxa hratt og þegar vorið kemur eru þeir tilbúnir að yfirgefa grenið ... ... Á haustmánuðum étur skógarbjörninn nær viðstöðulaust til að fita sig eins mikið og hann mögulega getur. Þegar kólna fer leitar hann sér að greni, sem getur verið hellisskúti, notaleg dæld við rætur trés eða yfirgefin mauraþúfa. Björninn kemur sér vel fyrir í greninu og verður fljótt ósýnilegur undir þykkri snjóhulu. Þegar hann fellur í djúpan svefn fer hjartslátturinn úr um 40 slögum á mínútu niður í undir 10! Birnan þarf að gefa húnunum að drekka en fær sjálf hvorki vott né þurrt. Það er mikil þolraun og hún getur lést um næstum helming þyngdar sinnar yfir veturinn.

x

Disneyblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Disneyblaðið
https://timarit.is/publication/786

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.