Disneyblaðið - 18.09.2011, Blaðsíða 7

Disneyblaðið - 18.09.2011, Blaðsíða 7
Dísa, Slinkur og hin leikföngin eru fljót að átta sig á því hver það er sem öllu ræður á Sunnuhlíð. Tengdu saman punktana til að komast að því. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 2324 25 26 27 28 2930 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 Sólin - 15 milljón gráða heit Sólin er hnöttur úr glóandi lofttegundum sem talið er að hafi myndast fyrir 5.000 milljónum ára. Í miðju hennar er gífurlegur hiti, allt að 15 milljón gráður á Celsíus. Hún gefur frá sér skært ljós og hita sem viðheldur lífi á jörðinni. Það tekur ljósið 8 mínútur að ferðast frá sólinni til jarðar. Sólin er svo stór að meira en milljón hnettir á stærð við jörðina kæmust fyrir inni í henni. Það tekur jörðina eitt ár að fara einn hring í kringum sólina. Þegar tunglið fer á milli jarðar og sólar skyggir það á sólina og þá verður svokallaður sólmyrkvi. Sums staðar á jörðinni er sólmyrkvinn alger og þá verður myrkur í skamma stund en á öðrum stöðum skyggir tunglið aðeins að hluta til á sólina.

x

Disneyblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Disneyblaðið
https://timarit.is/publication/786

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.