Disneyblaðið - 02.10.2011, Blaðsíða 5

Disneyblaðið - 02.10.2011, Blaðsíða 5
DISNEY-BLAÐIÐ 5 ... Allt fram á elleftu öld, þegar sykur fór fyrst að berast í litlum mæli frá Austurlöndum með krossförunum, var hunang nánast eina sætuefnið sem Evrópubúar þekktu, að frátöldum ávöxtum. Raunar var það allt fram á nítjándu öld mun ódýrara en sykur. Það var því mjög mikið notað í kökur, brauð og eftirrétti og einnig í ýmsan annan mat. Nanna Rögnvaldardóttir: Matarást Hunang sem er sætt og seigfljótandi, verður til við breytingar sem verða á sætum blómasafa (nectar) sem býflugur taka til sín og flytja heim í býflugnabúið. Býflugurnar þurfa að safna um fimm lítrum af blómasafa til að gera einn lítra af hunangi og til þess þurfa þær alls að fara 100.000-500.000 ferðir á milli blómanna og búsins. Safann geta þær sótt um nokkurra kílómetra leið. Líklegt er að menn hafi þegar á steinöld verið farnir að næla sér í hunang úr býkúpum og svo mikið er víst að býflugnarækt var orðin útbreidd iðja fyrir þúsundum ára ... Hunang er í miklu uppáhaldi hjá Bangsímon. Getur þú litað myndina af Bangsímon og hunangskrukkunum hans?

x

Disneyblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Disneyblaðið
https://timarit.is/publication/786

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.