Austri - 19.02.1969, Síða 1

Austri - 19.02.1969, Síða 1
A ustrf 14. árgangur. Neskaupstað, 19. febrúar 1969. 3. tölublað. með fjöregg Rltstjórar og ábyrgðarmenn: Rristján Ingólfsson Vilhjálmur Hjálmarsson Fjármál og auglýsingar: Björn Stelndórsson, Neskaupstað. NESPRKNT Leikið Vinnuaflið, mátiur mannsing til líkamlegra. eða andlegra átaka, er ein dýrmætasta eign hverrar þjóðar, Frá því sjónarmiði gat verið eðlilegt að kveðja til vitrustu menn þegar hjólin í vél athafna- lífsins hættu að snúast hvert -af öðru. Hið nýja atvinnumálanefnda- kerfi rikisstjórnarinnar hefur að vonum vakið athygli. Og menn hafa spurt: Hvernig verður unn- ið undir þessu nýja kerfi og hver verður útkoman í heild og á einstökum stöðum, Hið fyrra hefur nú skýrzt. Megintilgangurinn með lands- fundi allra nefndanna var að kenna þeim að vinna! Enda kvaddar suður af skyndingu án málefnaundirbúnings heima. Síð- an fóru þær heim og dreifðust. Nú skulu fyrirtæki sækja um lán og stuðning til Efnahags- stofnunar íslands á eyðublöðum frá Atvinnujöfnunarsjóði, en senda formönnum héraðsnefnda afrit. Starfsmenn Efnahagsstofnunar íslands og Atvinnujöfnunarsjóðs alhuga umsóknir og ,,matreiða“ þær fyrir Atvinnumálanefnd rík- isins'. Atvinnumálanefnd ríkisins fær nú umsagnir frá héraðsatvinnu- málanefndunum, sem nú eiga að hafa fengið afrit af öllum um- sóknum og kannað þær á sameig- inlegum fundi, hver á sínu starfs- svæði. 1 Atvinnumálanefnd ríkisins er neitunarvald og ekki getur hún veitt lán eða aðra fyrirgreiðslu nema héraðsatvinnumálanefndin gefi samþýkki. Atvinnujöfnunarsjóður mun eiga að afgreiða lánin í gegnum banka, svo sem þar er venja. Ekki er enn ákveðið hver láns- kjör verða, t. d. ekki hvorl allt verður lánað með gengisáhættu. En fyrirtækjum í áhætture’kstri er augljóslega um megn að laka á sig gengisáhættu vegna rekstr- arlána. Ekki er búið að útvega hið væntanlega lánsfé — þrjú hundr- uð milljónirnar — svo vit*að sé. Skipun austiirzku nefndarinnar er handaliófskennd sbr. það, að gengið er framhjá framkvæmda- stjóra Sambands sveitarfélagn í Austurlandskjördæmi, sem síðan í haust hefur unnið að því á veg- um sambandsins að kanna at- vinnuástandið í fjórðungnum og undirbúa álitsgerð fyrir sam- bandsstjórnina. — Foi-maður hér- aðsnefndarinnar bætti úr þessu eftir því sem í hans valdi stóð, með því að óska samstarfs við framkvæmdastjórann. Fyrirsjáanlegir eru talsverðir erfiðleikar á því að ná héraðs- nefndinni saman til funda þar sem hún er dreifð um svæðið frá Vopnafirði til Stöðvarfjarðar. Ekki hefur það farið dult, að margir óttast að hið nýja kerfi verði þungt í vöfum ef það á annað borð á að verða annað en „skrautsýning" einber. Menn segja: ríkisstjórninni var nær að fallast á tillögur stjórn- arandstöðunnar á þingi fyrr í vetur um hliðstæða fjárútvegun, snúast síðan við því af hörku að afla fjáring og ráðstafa því sem tafaminnst eftir venjulegum leið- um. Sýnist mörgum sem stjóm At- vinnujöfnunarsjóðs hefði verið nær að úthluta lánum að fengn- um álitsgerðum sveitarstjórna og annarra aðila, er þegar höfðu fjallað um þessi mál hver á sínu sviði. En miklu skipti að forðast óþarfa tafir til að fyrirbyggja þá óheillaþróun vaxandi atvinnu- leysis sem fyrirsjáanleg var á haustnóttum. Hér á Austurlandi lágu málin e. t. v. alveg sérstaklega ljóst fyrir. Austfirðingar höfðu sjálfir haft forgöngu um skipakaup þar sem þörfin var brýnust fyrir fleiri skip. Síðan var það meginatriði með allri sfr-andlengjunni að efla frystihúsin til iþess að þau gætu hagrætt re'kstri gínum af fullum krafti. Jafnframt þurfti að veifa stuðn- ing þeim iðngreinum gömlum og nýjum sem hér starfa eða eru í uppsiglingu, bátasmíðar, netagerð, skóverksmiðja, svo dæmi séu nefnd. Ef syo er litið lengra til, er virkjun Lagarfoss nr. 1 í hugum flestra eða allra Austfirðinga — eins og hann hefur verið um langt árabil, þótt misvitrum stjórnarvöldum raforkumála liafi tekjzt að svæfa það mál æ ofan í æ og efla hér rekstur olíustöðva til skammar og skaða fyrir alla er hlut eiga að máli. Hin nýja nefndarskipan breytir þessum staðreyndum í engu. Þeir ágætu Austfirðingar sem í hina nýju nefnd hafa valizt, eru hér áðreiðanlega á sömu nótum Islendingar hafa nú fyrir aug- um það stjórnleysi og þá upp- lausn, sem níu ára viðreisn hefur leitt yfir þjóðina. Atvinnuvegirnir berjast í bökk- um og sumar greinar atvinnulífs- ins stöðvast. Atvinnuleysi magn- ast. Vöruskiptajöfnuður við út- lönd á sl. ári er óhagstæður um 5000 millj. kr. Skuldir hlaðast upp hjá einstaklingum, fyrirtækj- um og ríkinu. Hinum dýrmæta erlenda gjald- eyri, sem þjóðinni féll í skaut á nokkrum veltiárum, hefur verið sóað, til þess að hér mætti heita frelsi í innflutningsverzlun og ut- anríkisviðskiptum af ýmsu tagi. Og skort hefur umsjón með því, að þær framkvæmdir, sem þjóð- inni er mest þörf á, sitji í fyrir- rúmi um fjármagn og vinnuafl. Fjárfestingin hefur verið stjórn- laus og margt af því, sem fram- kvæmt hefur verið af hálfu rík- isins á undanförnum veltiárum, hefur verið unnið fyrir lánsfé. Þau lán þarf að fara að greiða, þegar að 'kreppir í þjóðfélaginu. Framsóknarmenn hafa marg- sinnis lagt rika áherzlu á, að við svo búið mætti ekki standa. Rik- isvaldið yrði að hafa stjórn á gjaldeyrismálum og að flokka yrði framkvæmdir og raða verk- efnum þannig, að það sitji í fýr- irrúmi hverju sinni, sem nauðsyn- legast er. Framsó'knarflokkurinn hefur nú flutt frumvarp um Atvinnumála- stofnun, fjárfestingu og gjaldeyr- isnotkun. Samkvæmt því skal setja á fót Atvinnumálastofnun á vegum ríkisins. Hlutverk henn- ar er að semja áætlanir til langs tíma um þróun atvinnuveganna og marka stefnu í atvinnumálum þjóðarinnar og að hafa forgöngu um ghrð framkvæmdaáætlana á Ctgefandi: Kjördæmlssamband Framsókrrarmanna i Austurlandskjðrdæml. og allir hinir og munu þvi njóta stuðningg 1 sínu gtarfi. En hlutur ríkisstjórnarinnar eins og hún leikur þetta tafl, hann er ekki góður. — Hér hefur hún með augljósu yfirlæti samið um sjálfsagða hluti, dregið lífsnauð- synlegar framkvæmdir á langinn, vanrækt að stjórna gjaldeyris- notkun og fjárfestingu og þann- ig leikið með fjöregg þjóðarinnar á örlagastund. sviði atvinnulífsins, þ. á. m. um atvinnuuppbyggingu einstakra landshluta, á meðan gerð lands- hlutaáætlana er ekki falin sam- tökum sveitarfélaga. Ennfremur að beita sér fyrir ráðstöfunum til að auka atvinnuöryggi í öllum byggðarlögum landsins, svo og að hafa á hendi heildarstjórn fjár- festingar- og gjaldeyrismála og þá einkum með því að setja um þau almennar reglur. Stofnunin skal í starfi sínu hafa sem nán- asta samvinnu við stéttarsamtök launþega og atvinnurekenda. Einnig skal hún hafa samstarf við sveitarstjórnir um atvinnu- mál í umdæmum þeirra. Samtök helztu atvinnuveganna, svo og heildarsamtök launþega ásamt gjaldeyrisbönkunum fá rétt til þess að tilnefna menn í stjórn stofnunarinnar. Með ákvörðunum Atvinnumála- stofnunarinnar í fjárfestingar- og gjaldeyrismálum, skal stefnt að hagræðingu fjárfestingar og gjaldeyrisnotkunar í landinu og skulu þær við það miðaðar að sú fjárfesting og sú gjaldeyrisnotk- un, sem nauðsynlegust er og einkum aðkallandi á hverjum tíma, sé tekin fram yfir annað og þá m. a. sú fjárfesting, sem Al- þingi ákveður í fjárlögum. Skal þá sérstaklega haft í huga, að með þessum ákvörðunum sé stuðlað að framleiðslu- og at- vihnuaukningu, framleiðni og jafnvægi milli landshluta. 1 meðalárferði og þegar þröngt er í þjóðarbúi verður stjórnleysi í gjaldeyrismálum og fjárfesting- armálum tilfinnanlegra en svo, að við það verði unað. Meira en 40 ár eftir að þjóðin varð fullvalda, var líka lengst af talið nauðsyn- legt að höfð væri heildarstjórn á 'Framhald á 3. síðu. Hikilvsðt þinamdl

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.