Austri - 19.02.1969, Blaðsíða 2

Austri - 19.02.1969, Blaðsíða 2
2 AUSTRI r Neskaupst-að, 19. febrúar 1969, Pósísíjórnin vill gera siii bezia Rabbað við Björgvin Lúthersson, póst- og símstjóra á Egilsstöðum Hér í blaðinu hefur stundum verið rætt um iélega póstþjón- uslu, einkum á Austurlandi. Síðast var vikið að þessum málum í fyrmvor — og ekki hlý- lega. — Björgvin Lúthersson, póst- og símstjóri á Egilsstöðum, var ekki allskostar ánægður með málsmeðferð Austra og talaðist svo til að hann gæfi o'kkur við tækifæri ýmsar upplýsingar um póstmálin í fjórðungnum. — Nú hefur þetta orðið, og fara hér á eftir meginatriðin í samtali olckar Björgvins. — Hversu lengi hefur þú starf- að hér eystra, og hvaðan bar þig að ? — Ég kom hingað 1. návember 1966, er Reykvíkingur í húð og hár. En á þessum fáu misserum hef ég tengzt Egilsstöðum og Austurlandi alltraustum böndum. — Hvað vilt þú svo segja um starfsemi póstsins hér á Egils- stöðum ? — Mér varð fljótt ljóst, að út- sending pósts frá flugvelli þurfti að komast í fastara form og urðu um það nokkrar umræður við hlutaðeigendur, svo sem um- dæmisstjóra pósts og síma og umboðsmenn Flugfélags Islands hér eystra og ýmsa ráðamenn syðra. 1 árslo'k 1967 ritaði ég póst- málafulltrúa, Rafni Júlíussyni, um málið og í framhaldi af því komu þeir austur til skrafs *og ráðagerða. Sigurður Heiðdal frá póststjórninni og Eir.ar Helgason frá Flugfélaginu. Voru síðan gerðir nýir samn- ingar við sérleyfishafa, aðslaða fengin í nýja flugskýlinu og mað- ur ráðinn til þess að veita póstin- um viðtöku úr flugvélunum, greina hann sundur og afgreiða til sérleyfishafa. Póstsendingar hér um völlinn fara raunar um hendur fimm að- ila: sendipósthús, flugið, af- gieiðsluna hér, sérleyfishafa og viðtöku pósthúsið. Skiptir miklu að hvergi komi snurða á þráðinn. Þok'kaleg aðstaða á flugvelli er mjög þýðingarmikil í þessu tilliti. ;— Hversu oft er póstur send- ur út frá Egilsstöðum til hinna ýmsu staða í fjórðungnum ? Til Reyðarfjarðar og Eskifjarð- ar eru daglegar ferðir allan árs- ins hring, en strjálli til annarra staða, einkum á vetrum. Ferðir eru þó ætíð þéttar yfir Fjarðar- heiði til Seyðisfjarðar og suður- Jeiðin er löngum fær á veturna eins og nú er komið. Vetrarsam- göngurnar við Neskaupstað eru erfiðastar. Þann hnút verður að leysa á einhvern hátt. Með skipi, snióbí! $ða Jitilli flugvé! í fjTstu, þar til göngin koma undir Odds- skarð. — Já, hvað álítur þú um gag.n- semi lítillar flugvélar á Egilsstöð- um? — Hún getur áreiðanlega oft komið að miklu gagni. En það er chjákvæmilegt að hafa skýli fyrir hana á flugvellinum. Til- raun var gerð með þetta í sum- ar í fyrsta sinn. En það er sem sagt margt ógert áður en slík starfsemi getur komið að fullu gagni. — Hvernig er svo háttað dreif- ingu póstsins út frá pósthúsinu á Egilsstöðum, um þéttbýlissvæð- in og sveitirnar? — Hún er eiginlega þrenns kon- ar. Póslur er borinn út daglega í kauptúninu, og síðan við fengum nýjan starfsmann, einnig í þorp- inu norcan við Lagarfljótsbrú. — Þá er póstur sendur með mjólk- urbílunum þrisvar í viku út um þær sveitir sem hafa mjólkursölu. — Og loks eru sérstakar póst- ferðir einu sinni í viku um aðra hluta héraðsins. Lágmarkið er: vikulega póstur að hverju byggðu bc'i á landinu. — Geta má þess, að póststjórnin greiðir nokkra fjárhæð árlega til þeirra býla, sem fjarri liggja póstleið og póst- urinn hefur því ekki við'komu á. Þannig vinnur póststjórnin að því eins og vera ber, að jafna að nokkru aðstöðumun þéttbýlis og strjálbýlis. Má geta þess, að á síðasta ári voru greiddar lið- lega 600 þús. króna fyrir dreif- ingu pósfsins um sveitirnar út frá Egilsstöðum. Póstur er líka sendur oftar pósthúsa á milli en með hinum föstu póstferðum. Er það nauð- synlegt, ekki sízt á þeim tímum árs, þegar samgöngur eru ó- tryggar veg.na veðurs og færðar. Og oft sendum við póst til Nes- kaupstaðar og Akureyrar yfir Reykjavík þegar það þykir væn- legra til árangurs. Austri þakkar Björgvin Lút- herssyni fyrir spjallið. Er ljóst af upplýsingum hans að margt hefur verið vel gert í þessum málum. Þó er enn víða pottur brotinn, því miður, og mikil þörf úrbóta. T. d. seg;r mér skilorður maður á Djúpavogi að bréf frá bönkunum á Egilsstöðum og Eskifirði hafi stundum verið 20 daga á leiðinni suður þangað. Sjálfur fékk ég í hendur, rétt þegar ég var að Ijúka þessu litla skrifi, þ. e. 3. febrúar 1969, til- kynningu um gjalddaga víxils frá Landsbankanum á Eskifirði, dag- setta 19. nóv. 1968, póststimpluð á Eskifirði 20, sarna mánnðar. Þetta er vafalaust óvenjulegt atvik. En þá væri vel ef vaskir pc.stmenn um allt Austurland hugleiddu í tómi hvað hægt væri að gera til að greiða fyrir póst- flutningum á okkar svæði og bæru saman bækur sínar þar um, því þeir vita áreiðanlega bezt hvar þörfin er mest. V. H. 100 milljónir Gott er að ríkisstjórnin hefur séð sóma sinn í því að afla nokk- urs fjár til íbúðalánanna. En mikla kokhreysti þarf til þess og raunar hreina óskammfeilni að slá því upp sem stórfrétt. Hér er um það eitt að ræða, að ríkisstjórnin reynir af veikum burðum að efna hluta af gefnum loforðum sem raunar þegar hafa verið svikin — enn bólar ekksrt á þeim lánum, sem lofað hafði verið strax eftir áramótin. Öngþveitið í húsnæðislánamál- um er orðið svo óskaplegt að 100 milljónirnar eru eins og dropi í hafinu — koma sér vel svo langt sem þær ná en gefa ekkert til- efni til hátíðahalda! Ennþá veit víst enginn hvenær þær koma til útdeilingar. Mjög hæpið er að þær nái til að de'kka viðbótarlánin sem kennd eru við Fírmflheppm Þróttor Á sunnudaginn fór fram hin árlega firmakeppni Þróttar í Nes- kaupstað. 24 fyrirtæki og stofn- anir tóku þátt í keppninni sem var með forgjafarfyrirkomulagi. Keppnin fór fram við Kúahjalla og var brautin 29 hlið og fall- hæð 150 m, brautarlagningu ann- aðist Eiríkur Karlsson. Hér koma 10 fyrstu fyrirtækin og keppend- ur í sviga: 1. Sparisjóður Norðfjarðar (Sig- urbergur Kristjánsson) 34.2 sek. 2. Múli hf. (Árni Guðjónsson) 35.2 sek. 3. Naustaver hf. (Sigurður Sveinbjörnsson) 36.2 sek. 4. Dráttarbrautin hf. (Þorleifur Stefánsson) 37.2 sek. 5. Olíusamlag útvegsmanna (Kári Hilmarsson) 38.8 sek. 6. SÍBS (Magnús Jóhannsson) 40.0 sek. 7. Sæsilfur (Ómar Björgólfsson) 40.4 sek. 8. Netagerð Friðriks Vilhjálms- sonar (Þorleifur Ól-afsson) 42.3 sek. 9. Egilsbúð (Jón R. Árnason) 44.4 sek. 10. Kf. Fram (Jón G. Guðgeirs- son) 45.2 sek. I . Ó. verkalýðssamtökin. Og útilokað virðist vera að nokkuð fáist af fyrrihluta lánanna í þessari hrotu. I tilefni af auglýsingatilburð- um ríkisstjórnarinnar í kringum 100 milljónir þessar, er rétt að minna á það, að enn stendur rík- isstjórnin í óbættri s'kuld við alla húsbyggjendur í landinu utan Bi'eiðholtshverfisins. Byggingaframkvæmdirnar í Breiðholtinu hafa vissulega bætt úr -húsnæðisþörf margra og er það vel. Ríkisstjórnin hét því að afla fjár til þeirra með sérstökum hætti. — En í stað þess að efna það loforð, lét hún greipar sópa um sjóði hins almenna lánakerf- is á svo grófan hátt að viðkom- andi lagaákvæði voru marg brot- in. — Þetta var upplýst á Alþingi í fyrra og ekki mótmælt af hálfu ráðherra. Er sú saga öll hin ljót- asta. Myndlistarsýnifig í Nesh. Bragi Ásgeirsson listmálari hélt málverkasýningu í Egilsbúð um sl. helgi. Sýndi hann 50 mynd- ir. Telja verður sýningu þessa með hinum merkustu í sögu bæjarins, enda er Bragi löngu orðinn lands- kunnur listamaður og verk hans vakið mikla athygli erlendis. Á sýningunni var mest af „grafik“ og olíumálverkum, einn- ig nokkrar teikningar og vatns- litamyndir. Bragi seldi 10 myndir á sýn- ingunni og 300 manns sóttu hara, einnig bauð listmálarinn öllum nemendum gagnfræðaskól- ans og iðnskólans, og að auki efsta bekk barnaskólans, svo að alls sáu á 5. liundrað manns sýn- inguna. Sjómannadeitfln leyst Þá er sjómannadeilan loksins leyst; samningar tókust milli út- gerðarmanna og sjómanna hér eyslra í gær og í fyrrinótt sam- þykkti Alþingi lillögur sáttasemj- ara gagnvart yfirmönnum, og þar með voru þæi' orðnar að lögum. Samningar sjómanna og út- Framh. á 3. síðu.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.