Austri - 19.02.1969, Blaðsíða 3

Austri - 19.02.1969, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 19. febrúar 1969. AUSTRI i r 3 Um kristinfrœðikennslu Framh. af 4. síðu. haldið að láta hin svokölluðu raunvísindi gegnsýra allt mann- legt hugsanastarf og ielja það eitt. gott og öruggt, sem flýtur gegnum síu vísindalegrar gagn- rýni og stenzt dóm takmarkaðr- ar mannlegrar þekkingar. Efnis- hyggju má líka kalla það. Eng- inn Skilji þó orð mín svo, *að ég mæli á móti sannleiksleit, í hverju sem hún ibirtist, því auðvitað er það hún, sem við öll stefnum að. Ég er hér aðeins að vara við oftrú á mannlega takmörkun. Hitt er svo íhugunarvert, hvort umrædd þróun í uppeldismálum hafi orðið til að auka hamingju fólksins yfirleitt, og verður þeirri spurningu tæplega svarað játandi, svo eru dæmin deginum Ijósari. Hvað segja þeir, sem gerzt ættu um þessi mál að vita, kennararn- ir? Ég hygg, að við gelum ekki borið á móti því, að hegðun (eins og flestir skilja það orð) ung- linga fer hrakandi, vandamálum fjölgar og verða erfiðari úr- lausnar og árangur starfsins er oft verri en enginn, og er þá gáfnaskortur undanskilinn. Þetta stafar auðvitað ekki af því, að börnin séu neitt verri í eðli sínu en áður, heldur af breyttum þjóð- félagsháttum og lífsvenjum, og af því að heimili og skólar van- rækja hinn uppeldislega þátt. Skólanum ber hiklaust skylda til að nota hvert það tiltæ'kt ráð, sem hann hefur yfir að ráða, til að láta þau tvö framangreind markmið hans rætast, sem sé auka þekkingu og þroska nem- enda sinna. En hvaða ráð eru tiltæk: Ég fæ ekki betur séð en ein áhrifaríkasta leiðin sé að höfða sem mest til tilfinningalífs barnanna og hagnýta sér hæfi- leika iþeirra til að vera opin fyrir öllum áhrifum. Er þá næst að athuga, hvaða námsgreinar það einkum eru, sem einna mest höfða til tilfinningalífsins. Að vísu má segja með nokkr- um sanni, að flest fög geti á ein- hvern hátt þjónað þessum til- gangi, ef vel og réttilega er á haldið, en þó býst ég við, að mörgum komi þarna kristin fræði fyrst í hug. Hvað gera skólarnir í dag til að hagnýta sér trúarleg áhrif til uppeldis? Því skal ég leitast við að svara með örfáum orðum. f barnaskólum liefst kennsla í kristnum fræðum um leið og í öðrum lesgreinum, eða við 10 ára aldur, en að sjálfsögðu hafa margir góðir kennarar lagt grund- völlinn að því námi fyrr á skóla- göngunni, t. d. með frásögnum úr biblíusögum og átthagafræði- kennslu. Á viku hverri skal kenna 2 st. í kristinfræði í barnaskólum og upp i 1. bekk unglingaskóla, en er í 2. bekk kemur, er kristin- fræði felld niður nreð öllu, en, • • • eins og það er svo skemmtilega orðað í námsskránni, ,,er heimilt að deila námsefni unglingaskól- ans á báða veturna, ef það þykir henta betur“. Þetta er svipað tjg tekin væru árslaun kennara, þeim deilt á t.vö ár og þau síðan kölluð 2ja áia laun. Hvort kenaranum gengi eins vel að lifa af launum sínum eftir sem áður, skal ósagt látið. I gagnfræðaskólum og öðrum fiam- haldsskólum er svo ekki um neina kristinfræði'kennslu að ræða, nema í Kennaraskólanum, sem al- kunna er. Auk hins beina kristinfræði- náms má nefna þann góða sið, sem margir skólastjórar hafa innleitt í skólum sínum, að hafa morgunbænir og barnaguðsþjón- ustur öðru hvoru eða sunnudaga- skóla. ’ f En nú erum við komin að miklu vandamáli, því að víða í skólum er kennsla í kristnum fræðum misheppnuð, fyrst og fremst vegna áhugaleysis eða kunnáttu- skorts kennaranna, nema hvort tveggja sé. Kristin fræði eru víða kennd sem algerlega dautt fag til að læra utanbókar fyrir próf og án nökkurra tengsla við hið daglega líf. Börnin finna ekki, að kristinfræðin eigi við þau neitt persónulegt erindi eða hafi boð- skap að flytja þeim. Hún verður eitthvað þjóðsögukennt uppi í skýjunum, langt ofan skilningi þeirra og hugarheimi. Er þessi börn alast upp og verða fullorðið fólk, finna þau ekki heldur, að þau hafi neinar skyldur að rækja við kirkju sína og prest, og allt verður þetta þeim jafn óviðkom- andi og biblíusögurnar í skólan- um forðum. Kristinfræðikennsluna þarf að bæta og vanda meina til hennar. Hún á að vera undirstöðufag, en engin hornreka, og á boðskap hennar á að grundvalla skóla- starfið í heild. Tilgangur hennar er ekki aðeins fallegar tölur á prófi, þótt ánægjulegar séu, held- ur sá þroski, sem ekki verður í tölum talinn. Hún á umfram allt að vera „daglegt Ijós í daglegri för“, en ekki sparifatakristindóm- ur sunnudaganna, siðfræði hins daglega lífs, útfærð til þess hug- arheims og umhverfis, sem barn- ið þekkir bezt, og látin varpi ljósi á þau vandamál, sem við er að etja, allt gert öfgalaust, eðlilega og hlýlega. Leggja skyldi höfuð- áherzlu á hina siðferðilegu hlið Biblíunnar, því trúarlegar vanga- veltur stoða lítt, þar sem börn eiga í hlut. Við megum heldur aldrei gleyma því, að börnin koma frá heimilum, þar sem skoðanir eru skiptar i kristindómsmálum, og að sjálfsögðu ber öllum kristin- fræðikennurum skylda til að virða. íétt þeirra barna, sem líta kunna öðrum augum á þessi mál. Um hitt ættu eiginlega allir að geta orðið sammála, líka þeir, sem enga kristinfræðikennslu vilja hafa, af hvaða ástæðu það svo er, að börn og unglingar á mótunarskeiði, þ. e. í unglinga- gagnfræðaskólum, geta haft mikið gagn af siðfræðiboðskap Biblíunnar, hver svo sem afstaða þeirra verður síðar meir. Hann getur, þegar bezt lætur, skapað þeim fastan punkt í lífinu og hjálpað þeim til að finna sig sjálf og það -bezta í sjálfum sér í því ölduróti áhrifa og ítogana, sem unglingsárunum fylgir, og í öllu tilfelli aukið þeim bjartsýni og hamingju, og það er ekki einskis virði. Kristinfræðin á að gera nemandann að betri manni. Af framansögðu þykist ég nú hafa fært nokkur rök að því, að kristinfræðikennsla í unglinga- og gagnfræðaskólum sé ekki einasta sjálfsögð heldur hin mesta nauð- syn, ef skólamir vilja vera því hlutverki sínu trúir að auka ham- ingju nemenda sinna. Sé það van- rækt, er flest annað unnið fyrir gýg. Ætla ég, að fyrir þessu máli sé nú vaxandi vilji kennara, og er þá vel. Ólafur Hallgrímsson, kennari. SJÓMANNADEILAN LEYST Framh. af 2. síðu. gerðarmanna hér eystra eru að mörgu leyti líkir samningunum fyrir sunnan en helztu breyting- ar eru þó þær, að greiddar s’kulu kr. 160.00 fyiir hvert tonn sem gert er að um borð, og sérstakur lífeyrissjóður sjómanna Austan- lands verður stofnaður. Hihiivsðt þingmdl Framhald af 1. síðu. þessum málum að meiia eða minna leyti, og fóru þó ýmsir stjórnmálaflokkar með völd á því tímabili. Þá byggði þjóðin Hka stundum mikið upp af litlum efn- um og lagði undirstöður, sem að haldi komu síðar. - Nú er því haldið fram af ýms- um, að ekki þurfi að takmarka gjaldeyrisnotkun, því að þeim muni fækka, sem hafi efni á að kaupa erlendan gjaldeyri, iþegar búið er að tvöfalda verð hans á einu ári, og að erfiður fjárhagur margra muni reynast hemill á fjárfestinguna. Þar með er ekki sagt, að gjaldeyrinum og fjár- magninu verði réttilega skipt og á þann hátt, sem nauðsyn býður. Hér er um það að velja, hvort hafa á skortinn fyrir skömmtun- arstjóra eða skynsemina. Snjóbíll yfir Oddsskarð Á laugardaginn kom snjóbíll í fyrsta skipti yfir Oddsskarð, var það snjóbíll frá Reyðarfirði sem gerði þessa tilraun og var ýta með í förinni til að taka af mesta hliðarhallann sitt hvoru megin við Skarðið. Ferð þessi var farin að beiðni Stefáns Þorleifssonar, framkvæmdastjóra sjúkrahússins hér, til að athuga aðstæður að vetrarlagi með tilliti til sjú'kra- flutninga til sjúkrahússins, þeg- ar Oddskarðsvegur er lokaður vegn-a snjóa. Snjóbíllinn, sem fór þessa för, er stór, kanadískur bíll, en talið er, að minni snjóbílar, líkir þeim sem eru notaður á Fjarðarheiði, kæmu að betri notkun. Þ. Ó. Aðvörun Að gefnu tilefni vill lögreglan í Neskaupstað taka fram, að hundahald í bænum er bannað. Mega eigendur hunda búast við því, að hundum þeirra verði fargað hvar sem í þá næst. Lögreglan í Neskaupstað. Bókhald Tek að mér bókfærslu fyrir iðnaðarmenn og fyrirtæki. Taylorix bókhaldskerfi. Krístjdn Sigurósson Eskifirði. Simí 32.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.