Austri - 26.03.1969, Blaðsíða 1

Austri - 26.03.1969, Blaðsíða 1
Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Kristján Ingólfsson Vilhjálmur Hjálmarsson Fjármál og auglýsingar: Bjöm Steindórsson, Neskaupstað. NKSPKKNT A nst r i 14. árgangur. Neskaupstafr, 26. inarz 1969. 4. tölublað. Útgefandi: K j ördæmlssamband Framsóknarmanna I Austurlandskjðrdjeml. Raforkumálin á Auslurlandi Virkjun Lagarfoss, rafvœðing sveitanna, verðjöfnun rafmagns - einhver brýnustu hagsmunamál Austfirðinga nú 1. Fremur ihljótt hefur verið um þessi mál á opnum vettvangi síðustu mánuðina. Á vegum Haf- magnsveilna ríkisins er þó stöð- ugt unnið að athugunum og und- irbúningi, ekki sízt varðandi orku- vinnsluna, en í kjölfar tveggja gengisfellinga koma fram ný eða breytt viðhorf. Þingmenn Austur- landskjöidæmis og Samband aust- firzkra sveitarfélaga hafa fylgzt með g>angi málsins stig af stigi og leitast við að kynna sjónarmið Austfirðinga eftir föngum. 2. Þegar sameiginleg virkjun var ákveðin fyrir austursvæðið og aflstöðin við Grímsá reist, var það sameiginlegt álit Austfirðinga, að stíga ætti stærra skref og virkja Lagarfoss. Sérfræðingar ríkisins í raforkumálum lögðust gegn þeirri lausn og lögðu til að lína yrði lögð norðan frá Laxár-virkj- un og raforkuþörf Austurlands mætt á þann hátt. Niðurstaðar varð hinsvegar sú, að Grímsá var virkjuð í 2800 kw orkuveii. Nú má hiklaust segja, að Grímsárvirkjunin haf malað þjóð- inni gull á liðnum árum, eins og raunar allar aðrar vatnsvirkjanir 'Smáar og stcira.r. En einnig má slá föstu, að gífurlegt tjón hafi hlotizt af því, að sérfræðingunum tókst að koma í veg fyrir það, að Lagarfoss yrði virkjaður í stað Grímsár. 3. Sérstæð er orðin virkjunarsaga Smyrlabjargarár. Framkvæmdir þær, er hafnar voru 1958, voru stöðvacar í tíu ár á þeim for- sendum að áin væri að þorna upp! Vélar voru settar í geymslur í Reykjavík en rörin látin liggja suður á söndum. Rafmagn Skaft- fellinga hefur verið framleitt með in.nfluttum orkugjafa til þessa dags. Valgarð Thoroddsen, forstjóri Rafmagnsveitna ríkisins, beitti sér fyrir því, að hafizt yrði handa þar sem frá var horfið 1958. Framkvæmdir hófust í fyrra sum- ar. Gsra menn sér vonir um að orkuvinnsla geti hafizt í Smyrla- bjargará þegar í sumar. Stöðvast þá ein þeirra mörgu dýsilraf- stöðva, sem nú þrengja mest kosti ríkisrafveitanna. En vænt- anlega verður henni haldið við sem varastöð. 4. Síðasta skoðun stjórnarvalda á virkjunarskilyrðum í Lagarfossi og samanburður á virkjun foss- ins og öðrum leiðum til orku- framleiðslu fyrir Austurland fór fram á vegum svokallaðrar Lax- árnefndar. Hún varð ekki sam- mála og mælti annar helmingur nefndar með virkjun hér en hinn með línu að norðan. Tvær gengisfellingar hafa nú raskað þeim grunni sem nefndin byggði á. Kostnaður við línubyggingar hefur hækkað meira en kostnaður við virkjanir. Reksturskostnaður olíustöðva hefur hækkað stórkostlega. Auk þessa hefur komið til álita enn ein tilhögun við fyrsta áfanga Lagarfossvirkjunar, nokkru ódýrari en þær, er áður hsfur verið rætt. um. En þá er gerl ráð fyrir, að hluti stíflu- mannvirkja bíði annars áfanga. Er nú unnið að því að fullgera nýjar áætlanir, byggðar á breytt- um forsendum. Ættu þær að verða tilbúnar áður en langir tímar liða. Austfirðingar hafa fyrir löngu gert sér það ljóst, að myndarleg virkjun í Lagarfossi yrði eitthvert hið mikilsverðasta umbótamál er getur í sögu fjórðungsins og verð- ur það ekki rætt nánar hér. En ekki mun fráleitt að ætla, að þetta mál mæti nú vaxandi skiln- ingi á hærri stöðum. 5. Dreifingu raforku um sveitir miðar nú hægar en áður. Fram- lög til þeirra hluta rýrna stöðugt að verðgildi. Og vegalengd pr. býli fer vuxandi ár frá ári, þar sem fylgt hefur veríð þeirri meg- inreglu að leggja fyrst um þétt- býlustu svæðin. Láta mun nærri, að 200 sveita- býli að meðaltali hafi fengið raf- magn á ári síðan skipuleg dreif- ing þess um sveitir landsins hófst. Nú er útlit á, að þessi tala lækki um helming að óbreyttum framlögum. Brýn nauðsyn er að taka þenn- an þátt. rafvæðingarinnar til rækilegrar endurskoðunar. Það sýnist t. d. hæpin regla að taka fjarlægðir á milli sveita og bæta þeim við fjarlægðir milli bæjanna innbyrðis í sveitinni. Þetta leiðir til þess að byggðahverfi, sem ein sér eru hagstæð til dreifingar raforku, verða óhagstæð og jafn- vsl útilokuð frá því að fá raf- magn frá samveilu. En auk þess sem endurskoða þarf ýmis framkvæmdaatriði, þá þarf að taka fjáröflunina til nýrr- ar skoðunar. Síðast en ekki sízt er orðið óhjákvæmilegt að gera heildaráætlun um það, sem eftir er af rafvæðingu landsins alls. Þeir, sem enn eru án rafmagnsins, eiga heimtingu á þvi að fá að vita hvers þeir mega vænta í þessu efni. Á Austurlandi er dreifingu um sveitir skemmra komið en annars staðar. Er strjálbýli kennt um, en hætt er við að hér komi fleira til. 1 Norður-Múlasýslu hafa 77 sveitabýli fengið rafmagn frá samveitu, 123 hafa einkastöðvar og 70 býli eru rafmagnslaus. 1 Suður-Múlasýslu eru þessar töl- ur 110—98—45. Og í Austur- Skaftafellssýslu 77—30—4. Að- eins um 30 býli hafa verið „sam- þykkt“ á þessu svæði af þeim 370 býlum sem talin eru vera án raf- magns frá samveitu. Er af þess- um tölum ljóst, að hér er Um að ræða mál, sem er stórostlega al- varlegt fyrir þennan landshluta. 6. Oft er rætt um nauðsyn þess, að að jafna aðstöðu manna til lifsbjargar og lífsþæginda. Ýmis- legt hefur verið gert í þessa átt hér á landi. Annað biður. Svo er um not raforku. Hvort tveggja Framh. á 2. eíðtj. Arðbœrasta fjárfestingin I grein Jakobs Jakobssonar um bræðslufisk, sem sagt er frá á öðrum stað í blaðinu, segir svo um rannsóknir, fiskileit og I veiðarfæratilraunir: „Sú kenning er nú ríkjandi, meðal allra erlendra fiskveiði- frömuða, að langarðbærasta fjárfesting, sem hugsanleg sé til aukinna fiskveiða sá einmitt vel skipulögð fiskileit ásamt til- heyrandi rannsóknum og veiðarfæratilraunum. Á þessu er sí- fellt hamrað, t. d. við hin svokölluðu þróunarlönd. Til sönn- unar þessari fullyrðingu er öðru fremur bent á reynslu okkar Islendinga af síldar- og fiskimiðaleit, og á hverju ári koma menn um langan veg til þess að kynnast þessari starfsemi. Okkur ætti þvi ekki að verða skotaskuld úr því að skipuleggja árangursríka fiskileit, sem miðuð væri við breyttar aðstæður og stefndi að því að kanna göngur þeirra fisktegunda árið um kring sem ég lief hér nefnt einu nafni bræðslufisk. Hér er þó sá hængur á, að stjórnarvöld hafa á þessu ári neyðzt til að ; draga mjög úr fjárveitingum til fiskileitar og veiðarfæratil- ; rauna þótt margt hafi þar vel verið gert. Vonandi verður hér ;| ; þó breyting á til batnaðar, því að með tiltölulega lítilli fjár- festingu er vafalítið unnt að stuðla mjög að öflun bræðslu- fisks með samstilltu átaki eins og gert var fyrir 10—15 árum, : þegar ráðizt var í fiski- og síldarleit af rausn og skörungs- : skap“. I; ••‘i'vywwwwwuytfwvwywvww

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.