Austri - 29.05.1969, Blaðsíða 1

Austri - 29.05.1969, Blaðsíða 1
fttgefandi: Kjördæmlssamband Framsóknarmanna í Austurlandskjðrdæml. Ný vegadœtlun byggð á swtorjj þingimtnna í öllum flohhum Ritstjórar og ábyrgttarmenn: Kristján Ingólfsson Vilhjálmur Hjálmarsson Fjármál og auglýsingar: Bjðrn Steindórsson, Neskaupstað. NESPRKNT Forystuleysi ríkisstjórnarinnar kemui- víðar from en á sviði efnahagsmála. Má þar meðal annars nefna tvo umfangsmikla og viðkvæma máiaflokka, vegina og fiskveiðilögsögun-a. Segja má, að Alþingi það er lauk störfum á laugardaginn, tæki þessi mál bæði í sínar hend- ur og leysti þau með víðtæku samstarfi margra þingmanna úr öllum flokkum. Er það vitanlega góðra gjalda vert en afsakar í engu ráðleysi ríkisstjór.naiinnar. Framkvæmd laga um b*ann við botnvcrpuveiðum innan fiskveiði- lögsögunnar hafði um hríð verið með þeim hætti, að naumast var umræðum hætt fyrir opnum tjöld- um. — Fyrir áramótin gerðu al- þingismenn samkomulag um bráðabirgð*aaðgerðir og var það staðfest með löggjöf. Landhelgis- .nefndin svo'kölluð, skipuð af sjáv- arútvegsmálaráðherra fyrir þrýst ing frá þingmönnum og eftir til- nefningu þingflokkanna, lagði í fyrstu mikla alúð við að kynna sér viðhorf landsm*anna. Síðan vann hún að iþví í nokkrar vikur að semja heildartillögur og hafði þá stöðugt samráð við aðra þing- menn og enn var haft samráð við útvegsmenn og sjómenn í ýmsum byggðarlögum. Fór svo •að tillögur nefndarinnar um fyr- irkomulag veiða innan fiskveiði- lögsögu.nnar náðu fram að ganga. Hið nýja fyrirkomulag verður svo endurskoðað í síðasta lagi eftir hálft þriðja ár. Fjárveiting-anefnd hafði for- ystu um gerð vegaáætlunarinnar. Þegar ríkisstjórnin lagði fyrir Alþingi tillögur sínar um skipt- ingu vegafjárins á næstu fjórum árum, ætluðu þingmenn vart að trúa sínum eigin augum. Fram- kvæmdir i þjóðbrautum og lands- brautum voru víð*a þvínær niður felldar. Og ekki var ráðgert að brúa neitt opið vatnsfall á tíma- bilinu utan ljúka þeim brúm er byrjað hafði verið á 1968. Aðrar brúargerðir voru allar bundnar við endurbyggingu gamalla brúa. Sem dæmi um niðurskurðinn í tillögum ríkisstjómarinnar má nefna, að til nýbygginga á þjóð- vegum i Austurlandskjördæmi, voru veittar 7.8 millj. kr. árið 1967 og 5 millj. ikr. 1968, en sam- kvæmt tilicgunum aðeins 1.790 millj. kr. á þessu ári og 2.190 millj. kr. árið 1970. Þingmenn urðu fljótt ásáttir um *að þannig væri ekki hægt að skiljast. við þatta mikla og við- kvæma hagsmunamál allra lands- manna. Framsóknarmenn hafa haldið því fram, að tekjur hing opin- bera af umferðinni ættu með ein- um eða öðrum hætti að renna til vegakerfisins. Og áður á árum var það svo, að ríkissjóður lagði meira af mörkum til vegamála en innheimt var sem gjöld á benzín og bíla. Þetta sjónarmið fékk ekki náð fyrir augum ríkisstjórnarinnar nú fremur e.n áður. Auk þess er af- greiðs’a fjárlaga fyrir yfirstand- andi ár lokið og hún byggð á sama fyrirkomulagi og áður, að stc.r hluti skattanna af umferð- inni renni í ríkissjóð til almennra þarfa. Kom þá til álita að hækka vegaskatt á benzíni um eina kr. pr. lítra. Náðist um þetta víðtæk samstaða meðal þingmanna þótt ekki vildu alveg allir á þett*a fall- ast. Það var undirskilið, að allt það fé, er þannig innheimtist, skyldi renna til nýbyggingafram- kvæmda í þjóðbrautum og lands- brautum. Einnig var það fast- mælum bundið, að ríkissjóður tæki á sínar herðar afborganir þeirra lána er hvíla á þessum vegaframkvæmdum eftir næstu áramót. Hér er um mjög verulega fjár- muni að ræða. Lætur nærri, að sú fjárhæð, sem ætluð var til þjóð- brauta og landsbrauta í frumtil- lögum ríkisstjórnarinnar þrefald- ist. Á Austurlandi verður aukn- ingin þó nokkru meiri. En alls er ráðstafað til vega- og brúargerða á Austurlandi á fjögra ára áætl- uninni 110 millj. króna, auk hins sameiginlega koslnaðar til við- halds vega, til vega í kaupstöð- um og kauptúnum, til smábrúa, fjallvega, véla- og áhaldakaupa, til stjórnar og undirbúnings til- rauna í vegagerð o. s. frv. Þessi fjárhæð skiptist þannig á hina einstöku flokka fram- kvæmda: Til hraðbrauta 2 millj. kr. Til þjóðbrauta 50 millj, kr. Til landsbrauta 35 millj. kr. Til brúargerða 23 millj. kr. Þótt hér sé um allháar fjár- hæðir að ræða í krónum talið, þá eru þær hörmulega litlar í sam- anburði við verkefnin. Sem dæmi má nefna, að á aðal- þjóðleiðinni á milli Egilsstaða og Hornafjarðar, sem auk þess að vera tengileið landshluta og þétt- býlissvæða, liggur í gegnum blómlega byggð í fimm hreppum, eru enn cbyggðir um 107 km, sem áætlað er að kosti !um 112 milljónir Ikró.na. Oft, er rætt um það, að æskileg- ast væri að vinna að byggingu vegakerfisins í fáum og stcrum áföngum. Og á seinni árum hefur í vaxandi mæli verið reynt að þoka vegaframkvæmdum í þetta horf. En á meðan þörfin er eins sár í öllum áttum eins og raun ber vitni, verður enn um sinn að skipta því fjármagni, sem vega- gerðin fær til umráða í Austur- landskjördæmi, á hin ýmsu byggðasvæði. Bridgemóf Sveitakeppni Bridgesambands Austurlands fór fram í Vala- skjálf á Egilsstöðum, sunnudag- inn 11. maí sl. Keppt var í þrem flokkum og voru 7 sveitir í meistaraflokki, 9 í 1. flokki A og 9 í 1. flokki B, eða samtals, 25 sveitir. Voi'u 9 þeirra af Héraði, 4 af Seyðisfirði, 3 af Reyðarfirði, 3 af Fáskrúðsfrði, 2 af Norðfirði, 2 af Stöðvarfirði og 2 af Eski- firði. Þrjár efslu sveitir í hverjum flokki urðu sem hér segir: Meistaraf lokkur: 1. Sx’eit. Ásgeirs Metúsalems- sonar, Reyðarfirði 569 stig. 2. Sveit Þórarins Hallgrímsson- ar, Héraði 560 stig. 3. Sveit Kristmanns Jónssonar, Eskifirði 553 stig. Að loknu hinu fyrsta fjögra ára áætlunartímibili verður sú breyting, að ýmsir þeir vegir er verið hafa þjóðvegir en teljast tengja færri en þrjú býli, verða nú sýsluvegir. Er það samkvæmt reglu er lögtekin var 1965. Einn- ig færast álmur að skólum, kirkj- um og félagsheimilum yfir á sýsluvegi. Jafnframt verða fjár- ráð sýsluvega.nna aukin lítillega. Eríitt hefur reynzt að fá fjár- veitingar ti] hinna smærri fáfarn- ari vega teknar inn á vegaáætlun. Mun þeirri skoðun vaxa fylgi, að stækka beri viðfangsefni byggð- arlaganna á þessu sviði og um leið að auka fjárráð þeirra. Að lokum má minna á það, að fjögra ára áætlun um vegafram- kvæmdir er e.ndurskoðuð að hálfn- uðu áætlunartímabilinu. Er þá mcgulegt að 'koma að leiðrétting- um, þar sem sérstök ástæða þyk- ir til, auk þess sem þá þarf, ef að líkum lætur, að horfast í augu við þverrandi framkvæmdamátt hinna áætluðu fjárhæða. Hér er ekki rúm til að birla tölur um fjárveitingar í einstaka vegi að þessu sinni. Líklegast þy'kir mér, að 'enginn verði ánægð- ur með „sinn“ hlut. En spyrja má hvernig mönnum hefði því crðið við, ef tillögur ríkisstjórn- arinnar um skiptingu vegafjárins hefðu verið samþykktar óbreytt- ar. V. H. Austurlands I sveit Ásgeirs Metúsalemsson- ar voru auk hans þeir Sölvi Sig- urðsscn, Bjarni Sveinsson og Kristján Kristjánsson. 1. flokkur A 1. Sveit Þórðar Björnssonar, Neskaupstað 556 stig. 2. Sveit Sveins Kristinssonar, Héraði 535 slig. 3. Sveit Árna Jóns Sigurðsson- ar, Seyðisfirði 527 stig. 1. flokjkuir I> 1. Sveit Ástráðs Magnússonar, Héraði 564 stig. 2. Sveit Ágústar Sigurðssonar, Scyðisfirði 551 stig. 3. Sveit Jónasar Eirikssonar, Fáskrúðsfirði 541 stig. Mótssljói'i var Magnús Þórð- arson.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.