Austri - 18.11.1969, Blaðsíða 1

Austri - 18.11.1969, Blaðsíða 1
Rltstjórar og ábyrgöarmenn: Kristján Ingólfsson Vilhjálmnr Iljálmarsson Fjármál og auglýsingar: Bjöm Stelndórsson, NeskaupstaÖ. KKBPRKNT 14. árgangur. Neskaupstað, 18. nóvember 1969. 7. tölublað. íltgefandi: K.iördæmlssamband Framsóknarmanna í Austurlandskjðrdæml. Fimmíug menniasiofnun Þegar aðrar þjóðir telja í öld- um aldur menntasetra sinna og annarra merkisstofnana þá nægir okkur nær undantekningarlaust, að nefna tugi ára. I hugum Austfirðinga er Eiða- skóli virðuleg og aldin stof.nun, en á þessu hausti er hálfrar ald- ar afmæli Alþýðuskólans á Eið- um og 86 ár eru liðin frá stofnun Búr.aðarskólans þar. Eiðar eiga sér og mikla sögu frá fyrri tímum, stórbýlisjörð og því löngum höfðingjasetur og 'kirkjustaður langt fram í aldir. —o— tvímælalaust mikil áhrif á bún- aðarmálin á Austurlandi meðan hans ,naut við. Var það mikið tjón að hann skyldi niður lagður um leið og hafizt var handa um efling aiþýðufræðslu í fjórðung.n- um. Á síðari árum Búnaðarskólans voni tekin upp svoköíluð bænda- námskeið um miðsvetrarleytið. Stóðu þau pokkra daga og voru fjölsótt. Þótti að þeim hinn mesti menningarauki í héraði. Hélt sú starfsemi velli langa hríð eftir að formi skólans var breytt 1919. um hentugum stað í Múlaþingi, vel útbúinn æðri alþýðuskóla, er samsvari kröfum tímans“. 1 örstuttri grein verður ekki rakin yfirgripsmikil starfssaga Alþýðuskólans á Eiðum í hálfa öld, en aðeins tæpt á fáeinum staðreyndum. Hinn fyrsta vetur voru nem- endur 31 talsins og var búið við mikil þrengsli. Þriggja vetra kennsla hefst formlega ihaustið 1946, en áður hafði skólinn starf- að í tveim ársdeildum. Þann vet- ur eru .nemendur 62. — Nú í vet- ur verða í skólanum 124 nemend- ur í þrem bekkjum, tvískiptri gagnfræðadeild (bóknáms- og verknámsdeild), þrískiptri mið- skóladeild (tandsprófsdeild og tveim almennum miðskóladeild- um) og 2. bekk, sem er síðari be'kkur unglingastigs. Af þessum punktum má nokk- uð ráða um þá þróun er orðið hefur í málefnum Eiðaskóla 'hvað snerlir stærð hans og kennslu- form. Byggingasaga Eiða frá 1919, Sextugur: og svo fiamvinda annarra umbóta á verklega sviðinu, er umfatigs- mikil og um leið næsta táknræ.n fyrir hliðstæðan kapítula þjóðar- sögunnar á sama tíma. Nýjasti hluti skólamannvirkj- anna er ákafiega vandaður, rúm- góður og glæsilegur. Má vera, að mönnum sýnist nú sem hinar eldri byggingar, .horfnar eða enn við líði, séu lítilmótlegar í saman- burði við þessar. En hiutur þeirra er fyrrum gerðu garðinn frægan vex í sairanburði.num þegar þess er minnst t. d., að það er komið fram á fjórða tug aldarinnar áð- ur en sæmilegur akvegur nær út að Eiðum o,g að sími er enginn á skólastaðnum fyrstu misserin. Við stofnu.n 1919 lekur Alþýðu- skclinn á Eiðum við húsi Búnað- arskólans sem byggt var 1908. Árið 1926 er byggt við norður- enc’a þess og kvistir settir á þak- hæð. Iþróttahús og sundlaug kom næst, sambygging áföst skólahús- inu, fulibúin 1942, sundlaugin hit- uð með rafmagni og kolum og síðar olíu. Nýtt. heimavistarhús er byggt á árunum 1947—49. Það stendur norðaustur af eldri bygg- ingunum, fráskilið þeim. Tíu ár- Framh. ft 3. iiiöu. Frá Eiðum. Búnaðarskólinn á Eiðum tók til starfa 21. okt. 1883. Fyrsti skóla- stjóri var Gutlormur Vigfússon. Múlasýslur eiga þá skólann og reka hatm. Sýslurnar áttu og jörðina og skólabúið, en saga bús og skóla eru fyrst lengi nátengd- ar. Það gefur nokkra vísbendingu um byrjunarerfiðleika stofnunar- innar, að fyrstu 5 árin innrituð- ust í skólann aðeins 21 piltur. Árið 1888 tekur Jónas Eiríks- son við skólastjórn. Hann veitti skólanum forstöðu til ársins 1906. Benedikt Kristjánsson var skóla- stjóri í eit.t ár, síðan Bergur Heigason fram til 1910. Síðasti skólastjóri Búnaðarskólans á Eið- um var Metúsalem Stefánsson. Auk skólastjóranna störfuðu við Búnaíarskólann margir aðrir merkismenn og má nefna Bene- dikt Blöndal, sem réðst að skól- anum 1908. Hann kenndi einnig við Alþýðuskólann ásamt konu sinni, Sigrúnu, allt til 1924 að þau fluttust. að Mjóanesi og hófu brautryðjendastarf á öðru sviði austfirzkra skólamál, sem alkunn- ugt er. Búnaðárskólinn á Eiðum hafði Alþýðuskólinn á Eiðum var stofnaður samkv. lögum isem af- greidd voru frá Alþingi 27, ágúst 1917, þótt eigi tæki hann til starfa fyrr en tveim árum síðar. , Austfirðingar höfðu þá heima- fyrir og með ýmsu móti látið í ljósi áhuga fyrir eflingu alþýðu- fræðslu. En varðandi Búnaðar- skólann gengu samþykklir þeirra í þá stefnu að fá ríkið til að yfir- taka hann og reka á sama hátt og bændaskólana tvo á Hvanneyri og Hólum. Aldrei komu þau sjón- armið fram á Alþingi. Er það l".ld margra, að þingmenn Aust- íirðinga hafi fengið daufar undir- tektir annari-a alþingismanna í viðræðum um þá hugmynd. Hafi þeir því með tilliti til vaxandi crfiðleika í rekst.ri Búnaðarskól- ans á vegum Múlasýslna annars vegar og áhuga Ausitfirðinga fyr- ir eflingu alþýðufræðslunnar hins vegar, brugðið á það ráð, að flytja frumvarp um stofnun al- þýðuskóla á Eiðum. Sveinn Ólafs- son var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Skyldu Múlasýslur afhenda ríkinu stað og skóla með því skilyrði „að landsájóður starf- rækti framvegís á Eiðum eða öðr- Páll Þorsteinsson, alþingismaður Páll Þorsteinsson er fæddur á Hnappavöllum í Öræfasveit 22. oktcber 1909. Þar bjuggu for- eldrar hans, Þorsteinn Þorsteins- son og kona hans Guðrún Þor- láksdóttir. Páll innritaðist. í Hér- aðsskólann á Laugarvatni á fyrsta starfsári hans 1928 ög út- skrifaðist vorið 1930. Kennara- prófi lauk hann 1934 og það haust gerðist hann kennari í sveit s'inni. Sama ár er hann kosinn í hrepps- nefnd og hefur átt þar sæti siðan og hreppstjóri hefur hann verið frá 1945. Hann hefur og gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörf- um heima í héraði. Páll Þorsteinsson var fyrst kosinn á þing fyrir Austur-Skafta- fellssýslu árið 1942. Hann var síðan endurkjöilnn þingmaður Aústur-Skaftfellinga þar til kjör- dæmabreytingin var gerð 1959. Eftir það hefur hann verið þing- maður Austurlands'kjördæmis. Samhliða opinberum störfum hefur Páll búið á Hnappavöllum ásamt. skyldmennum sínum og venzlafólki. Páll Þorsteinsson er óvenjulega heilsteyptur maður og nýtur trausts og virðingar þeirra er hann þekkja. Austri árnar honum allr'a heilla. V. H.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.