Monitor - 06.01.2011, Blaðsíða 12

Monitor - 06.01.2011, Blaðsíða 12
12 Monitor FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2011 Monitor kortleggur hvaða ungu leikkonur munu slá í gegn í Hollywood á árinu. leikkonurnar Úr undirfötum í hasarinn Rosie Huntingdon-Whiteley er ensk fyrirsæta sem er frægust fyrir störf sín sem undirfatamódel hjá Victoria‘s Secret. Einkalíf hennar hefur einnig verið í sviðsljósinu en hún byrjaði með hasarhetjunni Jason Statham, sem er 20 árum eldri en hún, í apríl í fyrra. Leikstjórinn Michael Bay ákvað að veðja á Rosie í aðalhlutverkið í Transformers: Dark of the Moon í stað Megan Fox þrátt fyrir að hún hafi enga reynslu af því að leika. Það verður spennandi að sjá hvort frammistaða hennar verður til þess að við leggjum nafnið Rosie Huntington-Whiteley á minnið. ROSIE HUNTINGTON-WHITELEY Fædd: 18. apríl 1987 undirfataauglýsingum Victoria‘s Secret. SJÁÐU HANA Í... OLIVIA WILDE Fædd: 10. mars 1984 Fönguleg og hæfileikarík Olivia Wilde er leikkona og fyrirsæta sem hefur verið að í bráðum áratug og frægðarsól hennar hefur hækkað jafnt og þétt. Hún sást fyrst í kvikmyndinni The Girl Next Door en síðan hefur hún komið fyrir í nokkrum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, iðulega í hlutverki „skvísunnar“. Í fyrra sást Olivia í bitastæðum hlutverkum í The Next Three Days og Tron: Legacy og á þessu ári leikur hún í gamanmynd- inni Butter og stórt hlutverk á móti Daniel Craig og Harrison Ford í myndinni Cowboys & Aliens sem er líkleg til mikilla vinsælda. The Next Three Days. SJÁÐU HANA Í... Serena er orðin stór Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan Blake Lively lék í The Sisterhood of the Traveling Pants árið 2005. Blake er auðvitað löngu orðin fræg fyrir að leika Serenu í Gossip Girl en menn tala um að árið 2011 verði árið þar sem hún sannar sig fyrir al- vöru á hvíta tjaldinu. Hún átti fína frammistöðu í myndinni The Town sem kom í fyrra og í ár munum við sjá hana í ofurhetjumyndinni Green Lantern, sem skartar Ryan Reynolds í aðalhlutverki. ASHLEY GREENE Fædd: 21. febrúar 1987 Alice Cullen úr Twilight leikur í nýju Twilight og tveimur öðrum myndum. VANESSA HUDGENS Fædd: 14. desember 1988 High School Musical- stjarnan er í stórum hlutverkum í þremur myndum á árinu. EMMY ROSSUM Fædd: 12. desember 1988 Söng- og leikkona sem allir virðast elska. Lék til dæmis í Poseidon og Dragonball: Evolution. AMBER HEARD Fædd: 22. apríl 1986 Í ár munum við sjá hana í stórmyndunum Drive Angry og The Rum Diary. NIKKI REED Fædd: 17. maí 1988 Leikur í nýjustu Twilight, eins og þeim fyrri, og á móti Bruce Willis í Catch .44. KATIE CASSIDY Fædd: 25. nóvember 1987 Hefur leikið í Gossip Girl og Melrose Place en í ár sjáum við hana í myndinni Monte Carlo. UPPLEIÐ FLEIRI LEIKKONUR Á BLAKE LIVELY Fædd: 25. ágúst 1987 The Town SJÁÐU HANA Í... VÆNTANLEGT Á ÁRINU 2011

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.