Monitor - 06.01.2011, Blaðsíða 13

Monitor - 06.01.2011, Blaðsíða 13
Sæta kærastan úr The Social Network Rooney Mara hóf að leika árið 2005 og vakti fyrst athygli fyrir alvöru í endurgerðinni á A Nightmare on Elm Street. Þeir sem hafa séð The Social Network muna eftir henni úr eft- irminnilegu upphafsatriði þar sem hún lék kærustu Marks Zuckerbergs, Ericu. Rooney fékk nýverið hlutverk Lisbeth Salander í endurgerðinni á Karlar sem hatar konur. Þar leikur hún á móti Daniel Craig undir leikstjórn David Fincher og þarf eitthvað svakalegt að gerast til að koma í veg fyrir að hún verði heimsfræg. ROONEY MARA Fædd: 27. mars 1985 Social Network SJÁÐU HANA Í... LEIGHTON MEESTER Fædd: 9. apríl 1986 Vill sanna sig á hvíta tjaldinu Rétt eins og Blake Lively er Leighton Meester þekktust fyrir að leika í Gossip Girl en þar fer hún með hlutverk Blair Waldorf. Á dögunum tilkynnti hún að hún ætlaði að hætta að leika í þáttunum þegar samningur hennar rennur út árið 2012 og er stefnan tekin á að meika það í kvikmyndaheiminum. Hún á enn eftir að sanna sig fyrir alvöru á hvíta tjaldinu en árið í ár lítur vel út. Þrjár myndir með Leighton eru væntanlegar; skvísu- þrillerinn The Roommate og rómantísku gamanmyndirnar The Oranges og Monte Carlo. Gossip Girl SJÁÐU HANA Í... 13FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2011 Monitor Hrein mey verður köngu- lóarfrú Emma Stone sannfærði mömmu sína um að flytja með sér til Hollywood þegar hún var 15 ára og hætti í skóla til að geta sótt leikprufur á daginn. Hún birtist fyrst í litlu hlutverki í grínmyndinni Superbad og fékk í kjölfarið nokkur aukahlutverk, þar á meðal í Zombieland. Hún lék svo aðalhlutverkið í unglinga- myndinni Easy A sem kom út í haust og skaust upp á stjörnuhimininn. Hún leikur í fjórum myndum sem koma út á þessu ári og þá mun hún leika stórt hluverk í nýjustu Spider- Man myndinni sem er væntanleg árið 2012. CHLOE MORETZ Fædd: 10. febrúar 1997 Ofbeldishneigða vampírukrúttið Chloe Moretz kom fyrst fyrir sjónir áhorf- enda sjónvarpsþáttanna The Guardian árið 2004 og þrátt fyrir að vera aðeins 13 ára hefur hún birst í yfir 20 kvikmyndum. Hún sló eftirminnilega í gegn sem Hit- Girl í myndinni Kick-Ass og þá lék hún vampíruna í Let Me In og hlaut mikið lof fyrir. Árið 2011 lítur ákaflega vel út hjá Chloe. Hún leikur stórt hlutverk í nýjustu mynd Martins Scorsese, Hugo Cabret, á móti kanónum á borð við Jude Law og Ben Kingsley. Hún er með fimm önnur verkefni í bígerð á árinu og þar á meðal er framhald af Kick-Ass. Stjarna á einni nóttu Jennifer Lawrence var 14 ára þegar hún ákvað að verða leikkona. Árið 2006 fékk hún sitt fyrsta hlutverk í sjónvarpsmyndinni Company Town og lék aukahlutverk í sjónvarpsþættinum Monk. Jennifer sló síðan algerlega í gegn í aðalhlutverki kvikmyndarinnar Winter‘s Bone sem kom út á þessu ári og hefur hún hlotið fjölda verðlauna fyrir frammistöðu sína þar. Næsta verkefni hennar er að leika Mystique í nýju X-Men myndinni og þá leikur hún aukahlutverk í myndinni The Beaver sem er leikstýrt af Jodie Foster. JENNIFER LAWRENCE Fædd: 15. ágúst 1990 Winter‘s Bone. SJÁÐU HANA Í... Kick-Ass SJÁÐU HANA Í... ABBA-stelpa á hraðri uppleið Amanda Seyfried byrjaði ferilinn sem barnafyrirsæta þegar hún var 11 ára og 15 ára gömul hóf hún að leika. Hún þreytti frumraun sína á hvíta tjaldinu árið 2004 í unglingamyndinni Mean Girls og síðan hefur leiðin legið upp á við. Með myndir á borð við Jennifer‘s Body, Dear John, Veronica Mars og Letters to Juliet á bakinu má segja að Amanda sé þegar orðin stjarna en árið 2011 verður árið sem stimplar hana inn fyrir alvöru. Í vor mun- um við sjá hana í aðalhlutverki í hryllings- myndinni Red Riding Hood og í lok árs leikur hún aðalhlutverkið í Now á móti Justin Timberlake og Cillian Murphy. AMANDA SEYFRIED Fædd: 3. desember 1985 Mamma Mia! SJÁÐU HANA Í... Litla systir Dakota Fanning Það er óhætt að segja að Dakota Fanning sé búin að meika það en litla systir hennar, Elle Fanning, ber fast á dyr frægðarinnar og stefnir allt í að hún taki við af eldri systur sinni sem ein mesta barnastjarna hvíta tjaldsins. Elle á að baki fjölmargar kvikmyndir þrátt fyrir ungan aldur og eftir frábæra frammistöðu í nýjustu mynd Sofiu Coppola, Somewhere, virðast henni allir vegir færir. Hún er með þrjú verkefni í bígerð á þessu ári, þar á meðal myndina We Bought a Zoo þar sem hún leikur á móti Scarlett Johansson, Matt Damon og fleirum. ELLE FANNING Fædd: 9. apríl 1998 Somewhere SJÁÐU HANA Í... EMMA STONE Fædd: 6. nóvember 1998 Easy A SJÁÐU HANA Í...

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.