Monitor - 13.01.2011, Blaðsíða 4

Monitor - 13.01.2011, Blaðsíða 4
4 Monitor FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2011 Á HVAÐ GÆTIRÐU HORFT? Gladiator var ein h eitasta mynd ársin s ásamt Erin Brock ovich og Traffic. Sex and th e City og Sopranos voru á blússandi s iglingu og Malcolm in the Middle og The We st Wing voru á sín um fyrsta vetri. Á Íslandi sló gu kvikmyndirnar Englar alheimsins og 101 Reykjavík í gegn s em og Íslenski dra umurinn og Björk vann Gullpálmann á Ca nnes-kvikmyndah átíðinni fyrir hlutv erk sitt í Dancer in the Dar k. Þá var þetta fyrs ti starfsvetur Skjá s eins og nýir íslenskir þæt tir á borð við Djúp u laugina gerðu þa ð gott. BJÖRK ÁTTI ENN EFTIR AÐ GRÍPA Í SVANAKJÓLINN ÁRIÐ 2000 HVERJU MYNDIRÐU KLÆÐAST? Stelpurnar voru í Tark-buxum og fóru líka oft í buxur undir kjóla þegar þær brugðu undir sig betri fætinum. Strákarnir voru í ullarbuxum og rúllu- kragapeysum og að sjálfsögðu með strípur. Unglingarnir voru í Adidas-skóm með skeljatá og þykkum reimum. Sumir voru vissir um að strákapils yrðu brátt það heitasta en svo varð þó aldrei. X-18 skórnir íslensku voru líka í hátísku. HVAR MYNDIRÐU SKEMMTA ÞÉR? Úr nægu var að velja fyrir skemmtanaglaða í miðbæ Reykjavíkur. Astró – must- eri næturlífsins var upp á sitt besta, ódýrasti bjórinn var á Nelly‘s og Sportkaffi var heitur. Fólk dansaði úr sér líftóruna á Thomsen en þar var líka netkaffi! For- vitnir og aðrir hressir laumuðust á Spotlight. Böllin á Gauknum voru sívinsæl, Rex hélt vel utan um þá vandlátu og Ari í Ögri stóð fyrir sínu. HVERT GÆTIRÐU FARIÐ? Grafarholt var ekki hverfi heldur hóll á leiðinni út úr bæn- um og Kópavogur endaði um það bil þar sem Smáralindin var að rísa. Ikea var ekki komið upp í sveit. Kringlan var eina verslunarmiðstöðin og hafði hún nýlega verið tengd saman við Borgarkringluna. Stjörnubíó á Laugavegi og Bíóborgin við Snorrabraut voru enn í fullu fjöri en beðið var eftir Smárabíó og lúxussölum með eftirvæntingu. Enn var ódýrt að versla í Hagkaup og Nýkaup sá um lúxusinn. NETHEGÐUN Flestir þurftu að byrja á því að láta módemið sitt hringja inn og láta mömmu vita að það yrði á tali næsta klukku- tímann. Enn var ár í að MSN yrði hleypt af stokkunum og engum samskiptasíðum til að skipta. Ircið var í dauða- teygjunum en Napster var á allra vörum. Blogg fóru að skjóta upp kollinum og stjörnubloggarar eins og Katrin.is og Beta Rokk voru við það að slá í gegn. Fartölvur voru að verða almennari og minnkuðu hægt og rólega. iBook SE frá Mac var eldheit en hún var með 6 GB harðan disk. Á EKKI VIÐ Í ÞESSU TILFELLI HVAR ÆTLI KIDDI BIGFOOT DJAMMI Í DAG? Hugsaðu þér að þú færir að sofa í kvöld en vaknaðir upp árið 2000! Hvernig myndirðu fitta inn? Hvað myndirðu gera? Monitor rifjar upp hvað var inn um aldamótin svo þú getir verið við öllu búinn. ÁRIÐ 2000 ÞÚ VAKNAÐIR Í MORGUN, KÍKTIR Á DAGATALIÐ, ÞAÐ VAR KOMIÐ EINU SINNI VAR KÚL AÐ VERA BLOGGARI ÞÚ FERÐ EKKI LENGUR Í LAUTARFERÐ Í GRAFARHOLTI

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.