Monitor - 13.01.2011, Blaðsíða 6

Monitor - 13.01.2011, Blaðsíða 6
Tískuráð Stílsins Fimm fróðlegar ábendingar þegar kemur að fatavali 6 Monitor FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2011 Suðræna söngkonan Shakira og ungstirnið Taylor Momsen klæddust sömu mussunni, Torn eftir Ronny Kobo. Shakira skellti sér í leggings en Taylor var berleggja en þær völdu sér mjög svipuð stígvél. Það eina er að Taylor málaði sig í samræmi við þetta rokkaralúkk en Shakira gæti alveg eins verið í bleikum rjómabollukjól. Taylor er sigurvegari. Söngkonan Jessica Simpson og breska leik- konan Thandie Newton fjárfestu báðar í þess- ari fallegu kápu eftir Stellu McCartney. Kápan gæti þess vegna verið kjóll eins og Thandie klæðist henni, sem er mjög smart, því það gerir mikið fyrir hana. Jessica notar hana bara sem hefðbundna kápu, sem er kannski ekki alveg eins flott og því hefur Thandie vinninginn. Avatar-leikkonan Zoe Saldana og vand- ræðagemlingurinn Paris Hilton eru hér í kjól eftir Louis Vuitton. Báðar eru þær glæsilegar í kjólnum, með smart veski við og í fallegum skóm. Einnig kemur greiðsla þeirra beggja mjög vel út, báðar með aftursleikt hárið. Það er því lítið annað í stöðunni en að færa þeim báðum vinninginn! Söngkonan Katharine McPhee og aðalstjarna raunveruleikaþáttanna The Real Housewifes of New York City, Kelly Bensimone, skarta hérna litríkum samfestingi frá Armani Exchange. Þessi samfestingur er klárlega ekki að gera neitt fyrir stöllurnar en það er hins vegar augljóst að Katharine tekur sig betur út í dressinu með dökkan varalit og í fallegum skóm. Stjörnustríð BUXUR – ZARA 5.995 TREFILL – ZARA 4.995 HLÝRABOLUR – ZARA 2.995 JAKKI – 7.995 Blandaðu saman mynstrum til að fá þetta bóhemíska hippayfirbragð. Hvort sem það er með bol, peysu, trefli eða klút. Það er gott að eiga stóra og hlýja peysu sem hægt er að smella sér í og henda kannski einum trefli yfir. Einnig er sniðugt að klæðast t.d. leður- stuttbuxum og fá þar fullkomna andstæðu. Tónaðu niður gegnsæjan bol með því að klæð- ast jarðlitum eða einfaldlega smella fallegu vesti yfir. Víð, síð og látlaus föt hafa verið að gera það gott undanfarið. Sítt yfir sítt kemur mjög vel út. TREFILL – ALL SAINTS 19.990 PEYSA – ALL SAINTS 44.990 LEGGINGS – ALL SAINTS 12.990 BUXUR – TOPSHOP 10.990 LEÐURVESTI – TOPSHOP 13.990 BOLUR – TOPSHOP 8.500 RÁÐ #1 RÁÐ #2 RÁÐ #3 RÁÐ #4 PILS – VERA MODA 1.990 BOLUR – VERA MODA 6.990 HÁLSMEN – VERA MODA 4.690 Gerðu alsvartan klæðnað meira spennandi með því að blanda saman svörtum efnum. RÁÐ #5 LEÐURJAKKI – TOPSHOP 42.990 LEGGINGS – TOPHOP 6.990 KJÓLL – TOPSHOP 10.990 Oft getur verið vandasamt að púsla saman fötunum sínum og stundum svolítið erfitt ef maður á mikið af þeim. Stíllinn kíkti í Kringluna með Mayu Andreu og fann nokkur sniðug ráð sem vert er að hafa í huga við fataval. Myndir/Ernir

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.