Monitor - 13.01.2011, Blaðsíða 7
7FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2011 Monitor
Nýtt 14 vikna námskeið
hefst 31. janúar
Kennt er mánudaga til fimmtudaga,
í morgun- og kvöldhóp.
Hver nemandi fær förðunartösku með
NN Cosmetics-vörur og
leikhúsförðunarpakka.
Kennarar hafa áralanga reynslu í faginu.
Kennd er tísku- og ljósmyndunarförðun með
áhrifum frá leikhúsförðun.
Einnig er kennt airbrush- og líkamsförðun.
Spennandi gestakennarar verða á
námskeiðinu og
Óvæntir gestir munu koma í heimsókn.
Verkefni sem nemendur á haustönn tóku þátt í:
Buddy Holly-söngleikurinn
Frostrósir
Forvarnarauglýsing með
100 þjóðþekktum Íslendingum
Forsíða fyrir Vikuna
Tónsprotinn
Förðun fyrir erlenda hárgreiðslumeistara
frá L´Oréal – Halloween-uppákoma
SNYRTISKÓLI - naglaskóli - förðunarskóli - fótaaðgerðaskóli
S N Y R T I - F ö r ð u n a r s k ó l i n n
! " # $$%
Óskarsverðlaunaleikkonan Nicole Kidman hefur
eftir margra ára afneitun loksins viðurkennt í samtali
við þýska fjölmiðla að hafa lagst undir hnífinn. Þrátt
fyrir að hafa neitað að hafa farið í bótox hefur hún svo
sem ekki náð að blekkja neinn. Greyið Kidman hefur
minnt svolítið á geimveru sem er frekar sorglegt þar
sem hún leit mjög vel út hér á árum áður. Kidman er
aðeins 43 ára gömul en hefur látið sprauta ansi oft í
andlitið á sér. Hún segir hins vegar að hún ætli aldrei
aftur að láta laga neitt í andlitinu á sér þar sem henni
líkar ekki árangurinn. „Ég hef reynt ýmislegt til að
losa mig við hrukkur en að undanskilinni líkamsrækt
og heilsusamlegu fæði þá virkar eiginlega ekki neitt,“
segir hún í viðtalinu. „Ég hef meira að segja reynt
bótox en mér líkaði það ekki. Ég nota það ekki lengur
og get núna hreyft á mér ennið.“ Áður voru yfirlýsing-
ar hennar gegn ásökunum um lýtaaðgerðir til dæmis:
„Ég er algjörlega náttúruleg. Ég er ekki með neitt í
andlitinu, ekkert bótox.“
Viðurkennir loks bótox-fíknina
NICOLE KIDMAN FYRIR
OG EFTIR BÓTOXIÐ
KIDMAN OG NÚVERANDI
BÓNDINN ERU EINS OG DÚKKUR
American
Apparel
yfir strikið?
Nýjasta markaðsherferð Amer-
ican Apparel hefur heldur betur
vakið mikla athygli sem er frekar á
neikvæðu nótunum. Til að mynda er
ein auglýsingin tvítug ballerína sem
heldur höndunum upp fyrir haus
svo að sést í lítið rakaðan hand-
arkrikann. Önnur auglýsing sýnir
unga háskólastúlku hangandi í tré
í húðlitaðri skyrtu einum klæða og
háum sokkum. Nektin er því mikil
og hefur American Apparel gert
allt vitlaust með þessu uppátæki.
Fjölmiðlar vestanhafs telja að
auglýsingaherferðin sé örvænting-
arfull tilraun til að vekja athygli þar
sem fyrirtækið er við það að fara á
hausinn. Spurning hvort þetta sé
rétta leiðin?
Suri Cruise
komin í
Jimmy Choo
Dóttir leikarahjónanna Tom Cruise
og Katie Holmes er orðin heimsfræg
þrátt fyrir að vera aðeins fjögurra
ára gömul. Katie og Suri eru
óaðskiljanlegar og fara ósjaldan
saman í verslunarferðir. Suri
Cruise á nokkur skópör frá helstu
hönnuðum heims og virðist Katie
ætla að dekra við dótturina eins
og hún getur. Suri Cruise sást um
helgina máta skó frá hinum virta
Jimmy Choo í verslunarferð með
móður sinni í Vancouver. Nú þegar
á Suri skó frá Christian Louboutin
og er líklega yngsti viðskiptavinur
hans hingað til. Hún gengur einnig
um með handtösku sem kostaði
rúmlega 100 þúsund krónur svo það
virðist sem litla dekurdýrið ætli að
verða hið mesta tískugúrú.