Monitor - 13.01.2011, Blaðsíða 9

Monitor - 13.01.2011, Blaðsíða 9
9FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2011 Monitor Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur þarf vart að kynna fyrir þeim sem eiga sjónvarp. Hún hefur verið í Kastljósinu og stjórnað undankeppnum Júróvisjón undanfarin ár en þar áður var hún með unglingaþátt- inn Óp. Margir muna eflaust eftir Ragnhildi Steinunni óléttri í sjónvarpinu á síðasta ári en hún átti einmitt sitt fyrsta barn fyrir hálfu ári með kærastanum sínum, knattspyrnumanninum Hauki Inga Guðnasyni. Eins og margir muna var Ragnhildur kjörin Ungfrú Ísland árið 2003 en hún segist ekki ánægð með þátt- tökuna eftir á að hyggja. „Auðvitað vildi ég óska þess núna að ég hefði sleppt því en það þýðir ekki að sjá eftir einhverju sem er búið og gert,“ segir Ragnhildur sem var harðákveðin í að sigra keppnina allan tímann. „Flestar stelpurnar sögðust vera þarna bara til að vera með en ég vildi græða eitthvað á þessu.“ Fyrir utan að vera sjónvarpskona, fegurðardrottning og nýbökuð móðir hefur Ragnhildur æft fimleika og dans í gegnum árin og tekið þátt í leiksýningum, söngleikjum og kvikmyndinni Astrópíu þar sem hún fór með aðalhlutverkið. „Ég væri alveg til í að leika meira en það er aldrei að vita hvað gerist í því,“ segir Ragnhildur sem virðist geta tekið sér hvað sem er fyrir hendur. Hvað gerir hún næst? Í viðtali fyrir tveimur árum sagðist þú vera byrjuð að læra á gítar og ætla að taka upp lag með Bubba Morthens. Hvað er að frétta af því? Það er bara alls ekkert að frétta af því. Ég þarf að hringja í hann og fá hann til að taka lagið með mér. Ég söng eitt lag í Astrópíu með Helga Björns sem var spilað í útvarpinu. Þá hitti ég Bubba á ganginum í RÚV og ætlaði að fara að heilsa honum þegar hann segir við mig: „Þú syngur illa.“ Ég fékk algjört sjokk og hann hélt áfram: „Já, þú átt ekkert að vera að syngja.“ Ég þarf líklega að æfa mig aðeins áður en hann samþykkir að taka dúett með mér. Þá varst þú búin að semja tuttugu lög. Hvenær kemur plata? Aldrei. Þetta er bara svona stofugaman hjá mér. Ég spila fyrir vinkonur mínar og fjölskylduna en ég myndi ekki vilja gefa neitt út. Konan í Kastljósinu að gefa út plötu, það væri of mikið. Ég hef enga þörf fyrir að sanna mig á því sviði enda held ég að ég sé ekki með nein tónlistargen. Mér finnst mjög gott að spila fyrir sjálfa mig þegar ég er í einhverjum tilfinningaflækjum og svo spilaði ég mikið fyrir litlu stelpuna mína þegar ég var ólétt og eftir að hún kom í heiminn. Það var reyndar mjög erfitt að spila á gítarinn þegar ég var komin langt á leið því bumban þvældist mikið fyrir. Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta á allt milli himins og jarðar. Núna er nýi diskurinn hans Svavars Knúts í uppáhaldi hjá mér. Ég á það til að níðast á sama disknum í einhverjar vikur sem getur stundum farið í taugarnar á húsbóndanum. Ég hlusta mikið á rólega tónlist eins og lögin hennar Ólafar Arnalds en ég er líka rosalegur Billy Idol aðdá- andi. Bruce Springsteen er líka æðislegur. Ég skammast mín pínu fyrir það en ég elska hann nógu mikið til að viðurkenna það. Hefur þú einhvern tímann verið kölluð Ragga Steinka? Nei, en ábyggilega allt annað en það. Ég er ótrúlega oft kölluð Ragnheiður sem er mjög pirrandi. Í vinnunni kalla allir mig sitt á hvað eins og til dæmis Ragnhildur, Steinunn, Steina og Steipirí Jó. Pabbi kallar mig Kleinu. Hvernig varst þú sem barn? Ég er úr Keflavík og bjó þar alveg þar til ég fór í Háskóla Íslands. Ég er alin upp bara af pabba mínum frá 7 ára aldri og hann er mikill íþróttamaður svo ég var eiginlega í öllum íþróttum sem hugsast geta. Ég æfði körfubolta, sund og svo náttúrulega fimleikana sem ég ákvað að einbeita mér alveg að þegar ég var tíu ára og þurfti að velja á milli. Ég var reyndar frekar léleg fyrst en metnaðurinn var alltaf til staðar og ég æfði stundum aukalega á laugardögum til að verða betri. Ég var rosalega metnaðarfull þegar ég var níu ára og ég man að einu sinni tók ég þátt í víðavangshlaupi Landsbankans og lenti í þriðja sæti. Þá varð ég svo ótrúlega fúl að ég byrjaði strax daginn eftir að æfa fyrir hlaup næsta árs sem ég sigraði. Ég hef alltaf verið mjög ákveðin. Hvernig týpa varst þú í menntaskóla? Ég var ekki mikið í félagslífinu og miðað við hvernig ég er í dag var ég rosalega lítið fyrir að punta mig. Ég setti ekki einu sinni á mig maskara í menntaskóla. Svo var ég rosalega mikið að læra bara og fór alls ekki á öll böllin. Ég smakka ekki áfengi en vinkonur mínar duttu stundum í það og ég fór oft með þeim út. Þær eru kannski ástæðan fyrir að ég vildi aldrei drekka því oft gerðu þær einhverja kjánalega hluti eins og margir undir áhrifum áfengis. Fimleikarnir höfðu líka áhrif því ég gat ekki fengið mér bjór og farið svo klukkan níu morguninn eftir á jafnvægisslána. Hvað varst þú gömul þegar þú byrjaðir með Hauki Inga? Ég var fimmtán ára og hann sautján. Hann fór út til Liverpool að spila fótbolta þegar við vorum búin að vera saman í eitt ár og þess vegna dreif ég mig að klára menntaskólann á þremur árum. Þá flutti ég út til hans. Hvernig fannst þér að búa í Liverpool? Ég fílaði það mjög vel. Við bjuggum fyrir ofan Bítlasafnið og ég er því ábyggilega eina manneskjan á Íslandi sem er komin með ógeð á Bítlalögunum. Þau voru spiluð allan daginn alla daga. Þetta var rosalega mikið ævintýri og ótrúlega þroskandi. Ég man eftir mér að reyna að keyra á öfugum vegarhelmingi tiltölulega nýkomin með bílpróf, sem var mjög fyndið. Voruð þið Haukur eins og Barbie og Ken Keflavíkur? Kannski ekki Barbie og Ken en okkur var oft líkt við Rúnar Júl og frúna hans. Rúnar var fótboltastjarna á sínum tíma og konan hans tók þátt í fegurðarsam- keppni. Fólk vildi sjá Hauk taka upp gítarinn sem ég reyndar gerði seinna meir. Þið drekkið hvorugt, reykið hvorugt og hugsið að því er virðist vel um heilsuna. Freistist þið aldrei til að sukka og fá ykkur KFC? Jú, ég fór á Metro í gær og fékk mér hamborgara! Vinkonur mínar sem fara með mér í ferðalag í viku og búa með mér halda alltaf fyrirfram að ég borði bara salat en ég borða allt og er dugleg að hreyfa mig á móti. Við eigum okkar Metro og KFC daga. Hvert er fegurðarleyndarmálið þitt? Ekki reykja. Það er svo margt slæmt við reykingarnar. Auðvitað allt sem þær skemma að innan en líka hrukkur, appelsínuhúð og gular tennur. Svo er reyndar eitt sem ég geri mjög oft. Ég set ólífuolíu eða vaselín í kringum augun í staðinn fyrir krem og nota stundum kókosolíu til að taka af mér farðann. Hvernig fannst þér að taka þátt í Ungfrú Ísland? Mér fannst það fínt þá og var ákveðin að fara í keppnina til að vinna sem mörgum fannst mjög asnalegt. Flestar stelpurnar sögðust vera þarna bara til að vera með en ég vildi græða eitthvað á þessu. Fólk hefur spurt mig hvort ég sjái eftir því að hafa tekið þátt og auðvitað vildi ég óska þess núna að ég hefði sleppt því en það þýðir ekki að sjá eftir einhverju sem er búið og gert. Þetta hjálpaði mér á einhvern hátt en vann líka á móti mér í ýmsu öðru og ég er endalaust að berjast við það að hafa verið fegurðardrottning því fólk heldur að þær séu allar með loft á milli eyrnanna. Myndir þú hvetja ungar stúlkur til að fara í keppnina? Ég myndi aldrei leyfa dóttur minni að taka þátt í þessari keppni og finnst þetta vera barn síns tíma. Ég get ekki horft á keppnina núna, ég fæ svo mikinn kjánahroll. Keppnin hefur breyst með árunum og ég fékk sjokk þegar ég sá stelpurnar í síðustu keppni vera á kynþokkafullum undirfötum á sviðinu. Mér fannst nógu slæmt að við þurftum að koma fram í sundfatn- aði. Hvað fannst Hauki um þátttöku þína í keppninni? Honum fannst þetta alveg glatað og var á móti þessu frá upphafi. Hann var alltaf að segja við mig: „Þarf einhver annar að segja við þig að þú sért sæt?“ Þetta er alveg rétt hjá honum og það er oft ákveðið óöryggi sem hvetur mann til að taka þátt í keppni um fegurð. Nú er kærastinn þinn fótboltamaður. Hefur þú einhvern áhuga á fótbolta? Ég hef engan áhuga á fótbolta og það er eiginlega aldrei horft á fótbolta á heimilinu. Haukur hefur þann kost að hann tekur vinnuna ekki það mikið með sér heim að hann þurfi að horfa á hvern einasta leik. Ég fer samt alltaf að horfa á Hauk spila. Ég verð svo spennt á áhorfendapöllunum og öskra rosalega. Ég er mjög hrædd um að einhver meiði hann og að ég meiði þá viðkomandi því ég verð svo reið. Svo um leið og Haukur fer út af fer ég upp í bíl því ég nenni ekkert að horfa á hina. Hvað gerir þú í frítíma þínum? Mér finnst rosalega gaman að skoða hár á netinu sem er mjög nördalegt. Ég er með þvílíkan hárfetish og get skoðað nýjar greiðslur og stíla endalaust. Svo prófa ég greiðslurnar á sjálfri mér og svoleiðis. Ég hef mjög sterkar skoðanir á hári og finnst sumt mjög flott og annað hrikalega ljótt. Önnur áhugamál eru til dæmis gítarinn sem ég spila mikið á og eftir að dóttir mín fæddist Ragnhildur Steinunn ræddi við Monitor um Ungfrú Ísland, fótbolta, móðurhlutverkið, Völu Grand, Bubba Morthens, hárblæti og af hverju hún er svona fáránlega sæt. Texti: Sigyn Jónsdóttir sigyn@monitor.is Myndir: Ernir Eyjólfsson ernir@mbl.is Væri sett á rítalín í dag HRAÐASPURNINGAR Uppáhaldsmatur? Fiskur. Uppáhaldskvikmynd? Shawshank Redemption. Uppáhaldsleikkona? Julia Roberts. Uppáhaldsleikari? Ben Whishaw. Uppáhaldsnammi? Draumur. Uppáhaldsstaður á Íslandi? Snæfellsnesið. Guðjón Valur eða Alexander Petersson? Alexander Petersson fyrir skutluna sína. Ef hann myndi fórna sér svona ef ég myndi misstíga mig á hælunum yrði ég honum ævinlega þakklát. Simmi eða Helgi Seljan? Simmi því hann reykir ekki. Sveppi eða Auddi? Sveppi er minn maður. Þá hitti ég Bubba á ganginum í RUV og ætlaði að fara að heilsa honum þegar hann segir við mig: „Þú syngur illa.“

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.