Monitor

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Monitor - 13.01.2011, Qupperneq 10

Monitor - 13.01.2011, Qupperneq 10
10 kemst eiginlega ekkert annað að hjá mér. Hún er skemmti- legasta manneskja í heimi og hrikalega fyndin. Heimildarmenn Monitor segja að þú verðir mjög eirðar- laus ef ekki er nóg að gera. Er eitthvað til í því? Ég er rosalega eirðarlaus týpa og hefði ábyggilega verið sett á rítalín væri ég krakki í dag. Það liggur við að ég fái samviskubit yfir að horfa á bíómynd í staðinn fyrir að vera að vinna allan sólarhringinn. Þetta getur reyndar líka verið kostur því ég er mjög góður starfskraftur sem er alltaf að. Ert þú þá ekki týpan sem hangir á Facebook nokkrar klukkustundir á dag? Ég kíki reglulega inn á Facebook en er aldrei á refresh- takkanum. Þegar Facebook er orðinn vettvangur fyrir allt og maður er hættur að hitta fólk eða handskrifa jólakortin verður allt svo ópersónulegt sem mér finnst leiðinleg þróun. Ég man þegar ég var að byrja með Hauki Inga þurfti ég að manna mig upp í að hringja í heimasímann hans. Núna eru slík spenna og sjarmi alveg horfin og ekkert mál að senda bara skilaboð á Facebook. Þú hefur fengist við ýmislegt í gegnum tíðina en ert nú komin með glænýtt hlutverk. Hvernig kannt þú við þig sem mamma? Þetta er svo fyndið því þetta er alveg jafn magnað og maður les um í öllum viðtölum. Maður breytist til hins betra og ég er miklu ánægðari með mig sem persónu eftir að hún fæddist og er til dæmis hreinskilnari og víðsýnni. Nú þykið þið Haukur mjög myndarleg. Er dóttir ykkar, Eldey Erla, fallegasta barn í heimi? Já, hún er alveg yndisleg. Hún er ótrúlega góð, skemmti- leg og fyndin. Verður hún fimleikastjarna, fegurðardrottning eða fótboltasnillingur? Hún verður Gettu Betur snillingur eins og pabbi sinn. Hún fær ekki að fara í fegurðarsamkeppnina en svo sannarlega í Gettu Betur. Fannst þér erfitt að þurfa að taka frí frá vinnu? Ég kveið mikið fyrir því þegar ég var ólétt en um leið og hún fæddist snerist allt um hana og ég hef varla opnað dagblöðin síðan. Núna les ég bara hvort hún megi byrja að borða ananas þegar hún er hálfs árs og svoleiðis. Í rauninni var ég ekki kaffihúsafær í langan tíma því ég vissi ekkert hvað var að gerast í samfélaginu. Ég er smá kvíðin að byrja aftur að vinna og þurfa að fara frá henni þó Haukur sé í fæðingarorlofi og geti verið með hana. Bara það að fara í viðtal er erfitt, ég er með sting í maganum. Þú varst að taka heljarstökk í leikritinu Kalla á þakinu fyrir ekki svo löngu síðan. Þarft þú að leggja slík áhættu- atriði á hilluna núna þegar þú ert orðin móðir? Ætli það ekki. Ég var að taka einhver handahlaup og heljarstökk um daginn og mig svimaði alveg rosalega. Þá var ég náttúrulega ekkert búin að fara í neina hringi í níu mánuði og þurfti næstum því að æla eftir eitt handahlaup. Kemst þú ennþá í splitt? Á ég að sýna þér? Ég hef haldið liðleikanum alveg við því ég þurfti að hafa mikið fyrir að ná honum. Ég man eftir því að þegar ég var komin níu mánuði á leið sat ég í splitti á stofugólfinu heima eins og ekkert væri. Hvernig færð þú útrás nú þegar þú ert hætt í fimleikunum? Mér finnst æðislegt að fara út að hlaupa með góða tónlist í eyrunum. Ég bý í miðbænum og mér finnst rosalega þægilegt að hlaupa í kringum Tjörnina. Það er eins og það flæði hugmyndir upp úr Tjörninni því alltaf þeg- ar ég er að hlaupa í kringum hana fæ ég endalaust af hugmyndum sem ég skrifa niður í símann minn til að gleyma þeim ekki. Oft þegar ég þarf að „brainstorma“ fer ég út að hlaupa. Hvað er framundan hjá þér? Ég verð núna í fimm þáttum fyrir Júróvisjón og fer síðan aftur í fæðingaror- lof. Ég ætla að reyna að hafa allt ágætlega rólegt á árinu og klára heimildarmynd sem ég er að gera um kynleiðréttingu á Íslandi og fylgi eftir manneskju sem fer í gegnum þetta ferli. Við fjöllum um allt mögulegt, sálfræðitíma, hormónana og í raun bara allt sem fylgir. Ég held að það sé kominn tími til að fræða hinn almenna Íslending um hugtakið ,,kynskiptingur”. Margir tengja hugtakið beint við Völu Grand en meirihluti þeirra sem glíma við kynáttunarvanda vill alls enga athygli. Sérð þú fyrir þér að vinna áfram í sjónvarpinu næstu árin? Eins og staðan er núna langar mig mest að vinna á leik- skóla. Ég er orðin barnasjúk. Ég gæti trúað að eftir einhver ár myndi ég taka mér smá frí úr sjónvarpinu og fara að vinna á leikskóla eða læra meira bakvið myndavélarnar. Þú hefur talað um að þig langi til að leika meira. Hvernig er staðan á því í dag? Mér finnst rosalega gaman að bregða mér í eitthvað ann- að hlutverk svo ég væri alveg til í að leika meira en það er aldrei að vita hvað gerist í því. Kannski Gunni geri Astrópíu 2, þá bíð ég spennt eftir að taka fleiri heljarstökk. Monitor FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2011 Margir tengja hugtakið beint við Völu Grand en meiri hluti þeirra sem glíma við kynáttunar- vanda vilja alls enga athygli.

x

Monitor

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.