Monitor - 13.01.2011, Blaðsíða 13

Monitor - 13.01.2011, Blaðsíða 13
Tölvuleikjaiðnaðurinn hefur reynt ýmislegt í viðleitni sinni að koma fólki í gott form og hafa í því skyni verið framleiddar ýmsar lausnir. Margar þeirra ganga út á að misvitrir einkaþjálfarar með mjög hvítar tennur rembast eins og rjúpan við staurinn að koma fórnarlömbum sínum í form, en slíkar tilraunir enda yfirleitt með ósköpum. Fyrir nokkrum vikum kom út nýtt útspil frá EA Sports í þessum flokki eða EA Sports Active 2 á PS3, Xbox 360 og Wii. Hér er á ferðinni æfingakerfi sem inniheldur meira en 60 æfingar sem taka á öllum helstu vöðvum líkamans. Skynjarar fylgja Í upphafi geta notendur valið sér einkaþjálfara og skiptir það val máli þar sem annar þjálfarinn einblínir á uppbyggingu vöðva og úthald á meðan hinn einblínir meira á eróbik-æfingar og næringarfræði. Næsta skref er að útbúa æfingakerfi sem hentar manni og getur maður búið til sín eigin eða látið þjálfarana hanna kerfi sem geta varað í allt að 9 vikur. Til að tryggja að æfingarnar séu gerðar eru í pakkanum skynjarar sem notendur láta á sitt hvora höndina og einn á annað lærið. Þessir skynjarar nema allar hreyfingar og gott betur því í einum skynjaranum er púlsmælir og er púls notenda varpað upp á skjáinn allan tímann, en hann er einnig notaður til að reikna út brennslu viðkomandi í æfingun- um. Vandað æfingakerfi Æfingarnar í EA Sports Active 2 eru mjög fjölbreyttar og skemmtilegar, sumar þeirra eru settar upp í nokkurs konar leiki sem ýta verulega undir keppnisskapið og tryggja að svitaflóðið verði sem mest. Fyrir þá sem vilja svo gera æfingarnar meira krefjandi er hægt að bæta handlóðum inn í æfingarnar. Allar æfingar byrja á upphitun og enda á teygjum. Það er óhætt að mæla með EA Sports Active 2, en hér er á ferðinni vandað æfingakerfi. Auðvitað er virknin svo mæld í hversu duglegir notendur eru að mæta fyrir framan sjónvarpið heima og sprikla sig rænulausa. Ólafur Þór Jóelsson Tegund: Æfingakerfi PEGI merking: 3+ Útgefandi: EA Sports Dómar: 7,5 af 10 – Gamespot, 8 af 10 – IGN.com, 9 af 10 – 1UP Troddu þér í kjólinn eftir jólin TÖ LV U L E I K U R Hvers konar dýr er sæbjörn? Líkist hann eitthvað bráðnuðum ísbirni? Þetta er einhver misskilningur því Seabear er einungis hljómsveit, ekki dýr. Er krúttkynslóðin í útrýming- arhættu eftir að klámkynslóðin hóf að taka yfir heiminn? Ég er ekki viss enda tel ég mig ekki vera af neinni krúttkynslóð. Ég þyrfti kannski að spyrja vin minn, Brúnna, hvernig staðan er á þessu núna þar sem hann er svona brú milli kynslóða. Munuð þið berjast fram á síðasta blóðdropa? Já, já, ef þið borgið okkur nógu mikið fyrir það. Hvernig myndirðu lýsa tónlist Seabear í fimm orðum? Unglingar að gráta í sjoppu. Nú spiluðuð þið út um allan heim á síðasta ári. Hvar var skemmti- legast að spila? Mér fannst gaman að spila í Bandaríkjunum. New York og Austin í Texas voru sérstaklega skemmtilegar borgir. Svo fannst mér líka mjög gaman að spila á tónlistarhátíðum, sérstaklega ef þær voru utandyra. Hvar var verst að spila? Það kemur enginn einn staður upp í hugann en það var hræðilegt að spila við lélegar aðstæður, með lélegt sánd eða á lélegum tónleikastað. Hver í hljómsveitinni var erfiðasti ferðafélaginn? Johnny rótari því hann pissaði alltaf í sig þegar hann sofnaði í bílnum. Hvaða ávexti líkist Seabear mest? Ananas því hann er góður á pizzu. Hvað er framundan hjá Seabear? Við vorum að klára tónleikaferðalag síðasta árs, spiluðum ábyggilega á svona hundrað tónleikum. Núna er planið að byrja að semja efni fyrir nýja plötu. Afkvæmi hvaða tveggja hljóm- sveita væri Seabear? Fleetwood Mac og Red Hot Chili Peppers. Hver er fyndnastur í Friends? Trevor Nelson því hann er alltaf með áhyggjur af stöðu ljóðsins. 13FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2011 Monitor EA sports Active 2.0 MEÐLIMIR SEABEAR KLÆÐA SIG EFTIR VEÐRI SEABEAR Stofnuð: Árið 2003. Uppruni: Sindri keypti sér gítar í London árið 2002. Meðlimir: Guðbjörg Hlín (Guggý) Guðmundsdóttir, Halldór (Dóri) Ragnarsson, Kjartan Bragi Bjarnason, Sindri Már Sigfússon, Sóley Stefáns- dóttir og Örn Ingi Ágústsson. Plötur: Singing Arc (2004), The Ghost That Carried Us Away (2007) og We Built A Fire (2010). Þrjú góð lög: Cold Summer, We Fell Off The Roof og Wolfboy. Fyndin staðreynd: Scooter kallaði fyrstu plötu Seabear „tónlist til að svæfa óþæg börn með“ í þýska blaðinu Intro. Hljómsveitin Seabear gaf út sína þriðju plötu á síðasta ári og spilaði út um allan heim til að fylgja henni eftir. Monit- or ræddi við forsprakka sveitarinnar, Sindra Má Sigfússon, um krúttkynslóðina og rótarann sem pissaði alltaf í sig. Eins og unglingar að gráta í sjoppu

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.