Monitor - 13.01.2011, Blaðsíða 14

Monitor - 13.01.2011, Blaðsíða 14
Kvikmynd Law Abiding Citizen með Gerard Butler og Jamie Foxx sem kom út árið 2009. Hún segir frá manni sem tekur lögin í sínar eigin hendur eftir að kona hans og barn eru drepin fyrir framan hann. Klárlega mynd sem ég mæli með. Sjónvarpsþáttur Ég er nýlega byrjuð að horfa á Modern Family og finnst hann alveg frábær. Í þættinum er tekið á málefnum sem aðrir þættir hafa ekki þorað að gera og þeir komast upp með það. Húmorinn er ekki beint augljós og brandararnir ekki mjólkaðir of mikið. Bók Ekkert mál eftir Njörð P. Njarðvík. Bókin er opinská og einlæg lýsing á heimi stráks sem er heró- ínfíkill. Sagan er sönn og skrifar Njörður hana um son sinn. Hún er ótrúlega vel skrifuð og segir svo ítarlega frá lífi stráksins að maður fær alveg illt í magann. Plata Nýi diskurinn Loud með Rihanna og nýi diskurinn með Baggalút, Næstu jól. Að mínu mati er besta lagið Saddur. Vefsíða NetGymnast. dk er dönsk heima- síða um fimleika. Þar eru birtar myndir og video af öllu sem gerist í fimleikaheiminum í Danmörku ásamt því að öll stórmót eru birt á vefnum. Staður Ásbyrgi er fallegasti staður sem ég hef komið á. Eitt af mestu náttúru- undrum Íslands að mínu mati og staður sem allir þurfa að sjá. 14 Monitor FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2011 Síðast en ekki síst » Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikadrottning, fílar: LOKAPRÓFIÐ fílófaxið STYRKTARTÓNLEIKAR Vífilsstaðakirkja 20:00 Fjölmargir listamenn komasaman á tónleikum til styrktar Ragnari Emil, sem er þriggja ára drengur úr Hafnarfirði sem glímir við erfiðan hrörnunarsjúkdóm. Meðal listamannanna eru Kristján Jóhannsson, Stefán Hilmarsson, Egill Ólafsson, KK, Geir Ólafsson, Anna Hlín og DJ B Ruff og margir fleiri. Miðaverð er 2.500 krónur og miðasala fer fram við innganginn. ÁRÁS SMÁRÁS Nasa 20:30 Tónleikar til stuðnings ní-menningunum, svokölluðu, þar sem fjölmargir listamenn koma fram. Þeirra á meðal eru Páll Óskar, Sin Fang Bous, Diskóeyjan, KK og Ellen, Múm, Elín Ey, Prins Póló og ýmsir fleiri. Miðaverð er 500 krónur og ekki er tekið við greiðslukortum. Einnig er tekið við frjálsum framlögum. ELLÝ VILHJÁLMS Í 75 ÁR Salurinn 20:00 Guðrún Gunnarsdóttir flyturóð til söngkonunnar Ellýjar Vilhjálms sem hefði orðið 75 ára í desember síðastliðnum. Miðaverð er 3.500 krónur. fimmtud13jan | 13. janúar 2011 | skólinn SÚLDARSKER Tjarnarbíó 20:00 Leikritið Súldarsker eftirSölku Guðmundsdóttur verð- ur frumsýnt í Tjarnarbíói á föstudagskvöld en um er að ræða tragíkómíska ráðgátu sem gerist í einangruðu bæjarfélagi en það á sér ógnvænlegt leyndarmál. Aðalbjörg Árnadóttir og Maríanna Clara Luthersdóttir fara með aðalhlutverk. Miðaverð er 2.900 krónur. SILFURBERG Rósenberg 22:00 Hljómsveitin Silfurberg flyturþjóðlög frá Norðurlöndunum í eigin útsetningu. Sveitin verður með tónleika á Rósenberg bæði á föstudags- og laugardagskvöld og hefjast þeir klukkan 22. Miðaverð er 1.000 krónur en 500 krónur fyrir námsmenn. föstudag14jan BEARDYMAN BEATBOX HIP HOP Broadway 21:00 Beatbox-keppni þar semhelstu beatboxarar Íslands sitja í dómnefnd en að keppni lokinni mun hinn breski Beardyman stíga á stokk, auk nokkurra annarra þekktra taktkjafta. Íslenskir hip-hopparar koma líka fram, þar á meðal Emmsjé Gauti, Steve Sampling, Birkir B og margir fleiri. Miðaverð er 2.000 krónur. AGENT FRESCO, RÖKKURRÓ OG LOJI Sódóma Reykjavík 22:00 Eldhressir tónleikar þar semhljómsveitirnar Agent Fresco, Rökkurró og tónlistarmaðurinn Loji koma fram en að því loknu mun Dj Óli Dóri þeyta skífum. Húsið opnar klukkan 22 og miðaverð er 1.000 krónur. laugarda15jan DJ NÁMSKEIÐ Reykjavík Underground Laugardagur 15. jan. – 18:00 „Það eru svo margir sem hafa áhuga á að vera plötusnúðar en hafa aldrei farið út í þetta. Hérna geta þeir prófað,“ segir plötusnúðurinn Benni B Ruff sem er einn þeirra sem mun miðla af reynslu sinni á DJ námskeiði Reykjavík Underground. „Í lokin munum við svo leyfa einhverjum sem skarar fram úr að spreyta sig í útvarpsþætti og taka kannski 20 mínútna syrpu,“ segir hann. Námskeiðið hefst á laugardagskvöld klukkan 18 og eru þátttak- endur á öllum aldri velkomnir. Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig á síðustu stundu geta keypt gjafabréf á midi.is og skráð sig svo í nám- skeiðið á Reykjavikunderground.com. Þátttökugjald er 12.000 krónur. Hjálpar að hafa smá tónlist í blóðinu

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.