Monitor - 20.01.2011, Blaðsíða 3

Monitor - 20.01.2011, Blaðsíða 3
Gokart- brautin í Garðabæ býður upp á snið- ugt afmælistilboð fyrir hópa en þá fær afmælisbarnið frítt og hinir 50% afslátt. Það er virkilega gaman að skella sér á brautina og keppa við félagana en munið bara að það er almenn kurteisi að leyfa afmælisbarninu að vinna. Ef þú vilt fara í bíó til þess að gráta er málið að gíra sig niður og skella sér á kvikmyndina Hereafter. Hvað verður um okkur? Er líf eftir dauðann? Þessum spurn- ingum og fleirum reynir miðillinn Matt Damon að svara. Það er ljúft í skammdeginu að hitta vini og fjölskyldu, spjalla um lífið og baka saman pítsu. Monitor bendir nýgræð- ingum í pítsu- bakstri á einfaldar uppskriftir sem finna má á hliðinni á venjulegum hveitipökkum. Bon appétit! Monitor mælir með FYRIR AFMÆLISBÖRN 3 fyrst&fremst Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson (bjornbragi@monitor.is) Umbrot og hönnun: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Gunnþórunn Jónsdóttir (gunnthorunn@monitor.is) Haukur Johnson (haukurjohnson@monitor.is) Sigyn Jónsdóttir (sigyn@monitor.es) Auglýsingar: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Forsíða: Golli Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Grafík: Elín Esther Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569-1136 Netfang: monitor@monitor.is FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2011 Monitor Feitast í blaðinu Leiksýningar framhaldsskólanna eru margar mjög áhugaverðar í ár. 4 Daníel Ágúst er eitursvalur. Hann horfir aldrei á fréttir en elskar að fara í gufubað. Ford-stelpurnar 2011 kynntar. Nú kynnumst við fyrstu fimm stúlkunum. 8 Adolf Ingi er í Lokaprófinu. Hann myndi fara í heims- reisu með Snorra Steini. 14 Rakel Mjöll söng- kona er á uppleið. Hún keppir í Eurovision um helgina. 13 6 Sá sem ber karlmannsnafnið Þorri er 53% líklegri til að verða þræll en sá sem heitir eitthvað annað. Þetta er ekki vísindalega sannað. Í BÍÓ „Þetta er saga um fólk sem kynnist í ráðstefnuferð í Osló og þegar þau koma heim reyna þau að pikka upp sambandið og fara saman í sumarbústað. Þá fer allt til fjandans,“ segir Reynir Lyngdal, leikstjóri kvikmynd- arinnar Okkar eigin Osló sem verður frumsýnd þann 4. mars um söguþráð myndarinnar sem gerist bæði á Íslandi og í Noregi. Rænd í Noregi „Við vorum aðallega að berjast við veðrið hérna heima en annars gekk allt mjög vel hjá okkur,“ segir Reynir um tökurnar en bætir þó við að í Noregi hafi virkilega ótrúlegt atvik átt sér stað. „Í Noregi vorum við með aðeins minna tökulið en hérna heima. Við vorum búin að taka upp í nokkra daga og vorum að byrja á síðustu tökunni þegar brotist var inn í kamerubílinn,“ segir Reynir sem fékk hálfgert sjokk við fréttirnar enda mikið í húfi. Þegar atvikið átti sér stað voru leikararnir og tökulið þegar búin að koma sér fyrir á tökustað í miðbæ Oslóar. „Við vorum búin að stilla okkur upp á einhverri brú þarna í miðbænum rétt hjá brautarstöðinni þegar einn tökumaðurinn kom hlaupandi og spurði hvort við hefðum nokkuð skilið einhver verðmæti eftir í bílnum,“ útskýrir Reynir en við fréttirnar hljóp allur hópurinn að bílnum til að skoða aðstæður. „Það var mjög dramatísk stund þegar við komum að bílnum og sáum brotnu rúð- una,“ segir hann en sem betur fer var græjum og öðru mikilvægu ekki stolið úr bílnum. „Sem betur fer varð tjónið ekki meira,“ segir Reynir þó vissulega hafi norski tökumaðurinn ekki verið sáttur með að missa veskið sitt. Endirinn enn á huldu „Nú erum við að leggja lokahönd á myndina, lita- stilla og vinna tónlistina,“ segir Reynir um framvindu vinnslunnar. Myndin var þó sýnd aðstandendum og fleirum um daginn og fékk góðar viðtökur þó smá babb hafi komið í bátinn á sýningunni. „Projectorinn í bíóinu bilaði þegar tíu mínútur voru eftir af myndinni svo það hefur enginn séð endinn ennþá,“ segir Reynir hlæjandi um uppákomuna. „Þetta heldur spennunni í loftinu.“ Íslenska kvikmyndin Okkar eigin Osló verður frumsýnd þann 4. mars. Leikstjórinn Reynir Lyngdal lenti meðal annars í því að vera rændur við tökur í Noregi. Vikan á... Vala Grand Jæja nú er komin að því ;D buin að finna the doctor :Þ tíma á eftir stay tuned ;D 19. janúar kl. 12:52 Sigmar Vilhjálmsson Þetta landslið er án efa stolt okkar íslend- inga. Sama hvernig fer þá get- um við verið stolt af landsliði Íslands í handbolta karla! 17. janúar kl. 22:53 Hjörvar Hafliðason Hef fengið virkilega flottar viðtökur fyrir leik minn í myndinni The Tourist sem nú er í bíó. Verst að Jolie og Depp hafa víst átt betri daga. 16. janúar kl. 22:41 Logi Geirsson Við eigum hvorki meira né minna en 2 ára afmæli ég og frúin. Mikið hrikalega leið þetta nú hratt !!! ;) 19. janúar kl. 12:17 Nú er þorrinn að byrja ogmargir eflaust farnir að kvíða þorrablótunum. Flestir eru óvanir að borða súrsaðan og kæstan mat sem heitir skringilegum nöfnum og ákvað Monitor því að hjálpa lesendum að velja og hafna þegar að hlaðborðinu kemur. Þorramaturinn flokkast hávísinda- lega í þrjá flokka eftir því hversu illa nafnið hljómar og geta þeir allra hræddustu fengið sér þorramat úr auðvelda flokknum, þeir hugrakkari úr auðvelda og erfiða flokknum en þriðji flokkurinn er einungis fyrir áhættufíkla. Njótið vel! Auðvelt Flatkökur Hangikjöt Laufabrauð Rófustappa Rúgbrauð Erfitt Blóðmör Harðfiskur Lifrarpylsa Pottbrauð Sviðasulta Óætt Lundabaggar Kæstur hákarl Magáll Rengi Selshreifar Súr sundmagi Súrsaðir hrútspungar Sviðakjammar Sviðalappir Efst í huga Monitor Súrsaðir hrútspungar handan við hornið Jón H Hall- grímz það tekur mig oftast 6 mán að fá leið á kellingum en þessi sló met 2 mán ..... 19. janúar kl. 14:03 VALDIMAR Lagið „Okkar eigin Osló“ kemur út um helgina. Valdimar Guðmundsson úr hljómsveitinni Valdimar flytur lagið með sinni íðilfögru söngrödd og fær til liðs við sig Memfismafíuna til að leika undir. Helgi Svavar úr Hjálmum samdi lagið og Bragi Valdimar úr Baggalúti samdi textann. OKKAR EIGIN OSLÓ Frumsýnd: 4. mars. Aðalhlutverk: Þorsteinn Guðmunds- son, Brynhildur Guðjónsdóttir, Þórhallur Gunnarsson, Hilmir Snær Guðnason, María Heba Þorkelsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Ari Eldjárn og Steindi Jr. Leikstjórn: Reynir Lyngdal. Handrit: Þorsteinn Guðmundsson. Tónlist: Helgi Svavar Helgason. Framleiðsla: Hrönn Kristinsdóttir og Anna María Karlsdóttir í Ljósbandi. Dramatískt rán á tökustað REYNIR KOMST AÐ ÞVÍ AÐ ÞAÐ ERU LÍKA BÓFAR Í NOREGI Mynd/Golli FYRIR HUNGRAÐA

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.