Monitor - 20.01.2011, Blaðsíða 4

Monitor - 20.01.2011, Blaðsíða 4
4 Monitor FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2011 Monitor kynnir sér hvaða sýningar verða á boðstólnum hjá framhaldsskólunum í ár. V Draumur Verslinganna MARÍA ÓLAFSDÓTTIR leikkona í Draumnum Aldur: 17 ára, er á öðru ári. Braut: Félagsfræðibraut. „Ég leik stelpu sem heitir Heiður. Hún er í sambandi með einum en vill í raun og veru vera með öðrum strák, svo hlutirnir fara í svolitla flækju.“ Stefnirðu á að verða leikkona? „Já ég stefni á leiklistarnám og ég held mig langi að læra það erlendis þar sem ég get farið á söngleikjabraut, en ég á enn eftir að ákveða það.“ Áttu þér fyrirmynd í leiklistinni? „Kannski ekki beint í dag en þegar ég var lítil þá leit ég svolítið upp til Selmu Björnsdóttur.“ Hvað er besta lagið í sýningunni: „Somebody to love. Mig minnir að það heiti Einhvern til að elska í okkar útfærslu.“ Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir, formaður nemendamótsnefndar Versló. Um hvað er sýningin? „Hún fjallar um fjóra einstaklinga sem eru að halda út í lífið. Tvö þeirra ákveða að hlaupast á brott og hin elta. Álfadrottning og álfakóngur fylgjast með þeim og þeim er byrlað lyf sem lætur þau verða hrifin af þeirri manneskju sem þau sjá fyrst þegar þau opna augun. Í þessari uppfærslu eru þetta krakkar sem eru að klára menntaskóla og þetta er ekki upphaflegi Shakespeare-textinn. Af hverju ætti fólk að koma á þessa sýningu? „Af því hún er litrík og það er skemmtilegt að horfa á hana. Sviðsmyndin er risastór og búningarnir eru geggjaðir. Allir handsaum- aðir. Tónlistin er skemmtileg 90´s tónlist í nýjum búningi, lög eins og Livin‘ La Vida Loca og Titanic-lagið.“ SIGRÍÐUR DAGBJÖRT FÍLAR 90´S TÓNLIST MARÍA ÞARF AÐ VELJA Á MILLI DRENGJA Í DRAUMNUM YLFA MARÍN HARALDSDÓTTIR leikkona í Lyngmóum 3 Aldur: 19 ára, útskrifast í vor. Braut: Listnámsbraut. „Ég leik Sól sem er tröll. Hún er mjög klár og góð stelpa en hún er svolítið vanmetin og fær að finna fyrir því að hún sé tröll. Hún er ekki komin jafn langt í lífinu og sætu stelpurnar af því hún er tröll og hún er svolítið reið yfir því. Annars er hún rosalega ljúf og lítil í sér. Vill ekki vera lúði og vill bara fá að vera með.“ Trúir þú á tröll? „Já, já. Tröll og álfa og allt saman.“ Hvað er það skemmti- legasta við að taka þátt í svona leikriti? „Þetta er svo skemmti- legt ferli og skemmtilegt að sjá þetta fæðast. Fyrst er maður svolítið óör- uggur með karakterinn sinn en svo kemur sviðið og búningar og maður verður alltaf öruggari og öruggari þangað til það er allt í einu komið að frum- sýningu. Svo verður maður alltaf betri og betri, því oftar sem maður tekur þátt.“ Heiðar Sumarliðason, leikstjóri Lyngmóum 3 Um hvað er sýningin? „Þetta er staðfæring á bandaríska söngleiknum Avenue Q sem gerist í New York og fjallar um menn og brúður sem búa í sátt og samlyndi. Í okkar útgáfu eru það menn og tröll sem búa saman í Lyngmóum í Garðabæ. Leikritið fjallar um ungan mann sem er nýút- skrifaður úr FG. Hann er að leita sér að húsnæði og byrjar að leita á Arnarnesi. En hann hefur ekki efni á því að búa þar og endar í Lyngmóum. Þar kynnist hann tröllastelpunni Sól og verður ástfanginn af henni.“ Hvers vegna ætti fólk að koma á þessa sýningu? „Þetta er skemmtilegasti söngleikur sem ég veit til að hafi nokkurn tímann verið settur á svið og hann er líka þannig að fólk sem þolir ekki söngleiki fílar hann. Ég sá hann í London og ég hef aldrei séð jafn skemmtilegt leikhús á ævinni.“ HEIÐAR SEGIR TRÖLL LEYNAST Í LYNGMÓUM YLFA MARÍN TRÚIR Á ÁLFASÖGUR Leikrit: Lyngmóar 3. Höfundur: Byggt á söngleiknum Avenue Q. Tónlistarstjóri: Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. Frumsýning: 23. febrúar í Urðarbrunni í FG. Leikrit: Draumurinn (byggt á sögunni um draum á Jónsmessunótt) Leikstjóri: Orri Huginn Ágústsson. Hvar: Sýnt í Loftkastalanum. Tónlistarstjóri: Stop, wait, go. Frumsýning: 3. febrúar. Tröll í Garðabænum Leikfélag FG setur upp söngleikinn Lyngmóar 3 sem er byggður á bandaríska söngleiknum Avenue Q. Í staðinn fyrir að fjalla um menn og brúður í New York segir hann frá samskiptum manna og trölla í Lyngmóa 3 í Garðabæ. Nemendamótsnefnd Versló setur upp leikritið Drauminn, sem er byggt á Draumi á Jónsmessu- nótt eftir Shakespeare. Það hefur þó verið fært í nútímalegri búning og aðalhetjurnar í þessari út- gáfu eru krakkar sem eru að ljúka menntaskóla.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.