Monitor - 20.01.2011, Blaðsíða 5

Monitor - 20.01.2011, Blaðsíða 5
5FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2011 Monitor Við byrjum að spyrja Versló, Kvennó, FG og MR af hverju þeirra sýning er betri en hinar. Ólík túlkun á sama verki ÁRNI ÞÓR LÁRUSSON leikari í Draumi á Jónsmessunótt Aldur: 17 ára, er á öðru ári. Braut: Náttúrufræðibraut. „Ég leik Lísander sem er að mínu mati frekar ákveðinn karakter. Hann er ástfanginn af Hermíu en henni er ætlað að giftast öðrum manni, svo þau hlaupast á brott saman“. Fer það vel saman að vera á náttúrufræðibraut og að vera í leiklist? „Já, já. Það getur alveg farið vel saman.“ Ætlar þú að fara í leiklistarnám að loknum menntaskóla? „Ég hef bara ekki gert það upp við mig ennþá.” Hefurðu lesið Shake- speare? „Já, ég hef aðeins kíkt á Rómeó og Júlíu.“ Hefði það hentað betur að vera á latínubraut þegar maður þarf að fara með flókinn texta eins og Shakespeare? „Nei, nei. Ég held ekki. Ef maður hefur áhuga á þessu og leggur sig fram þá er þetta ekkert mál.“ Elías Bjartur Einarsson, gjaldkeri Herranætur Um hvað er sýningin? „Verkið fjallar um ástir ungmenna í gamla daga sem flækjast í ævintýri úti í skógi þar sem álfar og yfirnáttúrulegar verur koma við sögu. Við höldum að mestu í upprunalega Shakespeare- textann og erum líka með hljómsveit og frumsamda tónlist.“ Hvers vegna ætti fólk að velja þessa sýningu? „Í gegnum árin höfum við sýnt mjög metnaðarfullar sýningar og þessi er engu síðri. Og þrátt fyrir að þetta verk verði líka tekið fyrir annars staðar í ár þá er það jafnvel bara enn skemmtilegra því það er gaman að sjá tvær mismunandi túlkanir á verkinu og það verður náttúru- lega mikill munur á framsetningunni.“ ELÍAS HRÆÐIST EKKI SÝNINGU VERSLINGA ÁRNI ÞÓR LEIKUR HINN ÁKVEÐNA LÍSANDER Leikrit: Draumur á Jónsmessunótt. Leikstjóri: Gunnar Helgason. Höfundur: William Shakespeare. Tónlistarstjóri: Kristján Norland. Frumsýning: 25. febrúar í Norðurpólnum. Barnaharmleikur í boði Kvennó ATLI FREYRÍSFELD ÓSKARSSON leikari í Vorið vaknar Aldur: 19 ára, er á síðasta ári. Braut: Félagsfræðibraut. „Ég leik Melchior sem er við það að útskrifast úr skóla. Hann er mikill hugs- uður en frekar hrokafullur karakter. Telur sig vera betri en aðra og vill mikið kenna fólki.“ Áttu mikið sameiginlegt með Melchior? „Nei, ég myndi ekki segja það.“ Hvað ætlar þú að gera eftir Kvennó? „Mig langar mikið að fara í leiklistarnám.“ Hver er uppáhalds- leikarinn þinn? „Sam Rockwell. Hann á að baki mikið af hlutverkum sem mig myndi langa að leika.“ Eru einhver atriði í sýn- ingunni sem er vandræða- legt að leika í? „Já, eflaust einhver atriði.“ Vala Björg Valsdóttir formaður leikfélags Kvennó Um hvað er sýningin? „Þetta er einhvers konar gaman-harmleikur, hefur stundum verið kallað barnaharmleikur. Þetta fjallar um unglinga rétt fyrir aldamótin 1900 sem eru í rauninni að uppgötva lífið. Þetta er hundrað ára gamalt leikrit og það er mjög djarft miðað við það. Það kemur í rauninni allt fyrir í þessu leikriti sem ekki var mikið skrifað um á þessum tíma, sjálfsmorð, sjálfsfróun, nauðgun og samkynhneigð.“ Af hverju ætti fólk að koma á þessa sýningu? „Markmiðið okkar er að vera ekki með það sama á hverju ári, við setjum t.d. ekki alltaf upp söngleik og ekki alltaf upp spunaleikrit. Núna erum við að vinna upp úr gömlu handriti en þetta á samt að vera svolítið tímalaust leikrit. Þetta er rosalega fyndið en á sama tíma þá gengur þú hugsandi út af sýningu.“ VALA SEGIR SÝNINGUNA FÁ FÓLK TIL AÐ HUGSA ATLI VÆRI TIL Í AÐ FETA Í FÓTSPOR SAM ROCKWELL Leikrit: Vorið vaknar. Leikstjóri: Kári Viðarsson. Höfundur: Frank Wedekind. Frumsýning: 18. mars í Uppsölum í Kvennó. Leikfélag Kvennaskólans ræðst í uppsetningu á hundrað ára gömlu verki sem var ótrúlega djarft fyrir sinn tíma og er stundum kallað barnaharm- leikur. Það er þó ekki endalaust drama heldur munu áhorfendur líka fá að hlæja. Herranótt MR setur upp Draum á Jónsmessu- nótt eftir Shakespeare með frumsamdri tónlist. Verslunarskólinn setur upp leikrit byggt á sama verki en að sögn aðstandenda kemur það ekki að sök, enda verða uppfærslurnar alls ólíkar.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.