Monitor - 20.01.2011, Blaðsíða 7

Monitor - 20.01.2011, Blaðsíða 7
7FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2011 Monitor Vampírustjarnan Anna Paquin og Transfor- mers-pían Megan Fox klæðast hér nánast eins Herve Leroux kjól, nema hvað að kjóllinn henn- ar Megan er ermalaus. Kjóllinn er virkilega fallegur og báðar eru þær glæsilegar í honum og klárlega kynþokkinn uppmálaður. Þær verða því að deila sigrinum enda ekki annað hægt en að gefa þeim báðum fyrstu verðlaun. Twilight-stjarnan Ashley Greene og MILF- ið Gretchen Rossi eru báðar í gullituðum Gryphon kjól. Dressið hennar Ashley er ekki alveg að gera sig, en hún er greinilega að reyna að gera þennan fína kjól að einhverju hversdagsdressi sem misheppnast algjörlega hjá henni. Gretchen ber því sigur úr bítum hér enda undurfögur í kjólnum. Vá! Leikkonurnar Diane Kruger og Shantel VanSanten eru báðar í gullfallegum kjól frá Chanel. Eini munurinn er að axlirnar á kjólnum hjá Shantel eru svartar og hún valdi sér styttri útgáfuna. Stíllinn hugsaði sig vel um. Diane er mjög fáguð og falleg í sínum kjól en Shantel er pæjulegri og í mjög áhugaverðum skóm. Shantel fær vinninginn. Hönnun Victoriu Beckham hefur verið að gera það gott undanfarið og hérna keppa Drew Barrymore og Kelly Ripa í kjól eftir hana. Kjóll- inn er úr þannig efni að hann gerir Drew svolítið stubbalega. Kelly hefur hins vegar annaðhvort látið stytta kjólinn eða það að hún sé mun stærri en Drew. Kjóllinn fer líkamsbyggingu Kelly mun betur. Stjörnustríð Viltu sleppa því að fá samviskubit yfir sjónvarpsglápi? Heilbrigt sjónvarpsgláp EKKI ER VÍST AÐ HÆGT SÉ AÐ HORFA Á SKJÁINN Í ÞESSARI STÖÐU Stíllinn grennslaðist fyrir um hvað hægt sé að gera á meðan tímanum er eytt í það að horfa á sjónvarpið. Mörgum finnst svo gott að grípa eitthvað í skápnum, hvort sem það er snakk, nammi eða eitthvað annað til að japla á. Eflaust myndi þessi nartþörf breytast ef maður héldi sér uppteknum með öðru móti. Þessar sjö sniðugu æfingar er hægt að gera á meðan Desperate Housewives eða Gossip Girl er í imbanum. 1Sippaðu stanslaust í tvær mínútur oghvíldu þig í tvær á meðan uppáhaldsþátt-urinn þinn er í gangi. Endurtaktu þetta fjórum sinnum. (111 kaloríur) 2Liggðu á gólfinu á hliðinni og lyftulöppinni upp og niður í fimmmínútur. (50 kaloríur) 3Gerðu æfingu þar sem höndunum er snúiðí hringi í eina mínútu og endurtaktu þaðtvisvar sinnum. (20 kaloríur) 4Hlauptu upp og niður stigana heima hjáþér, á stigaganginum eða fyrir utan heimiliþitt á meðan auglýsingar eru. (42 kaloríur) 5Stattu fyrir framan sófann þinn ogbeygðu þig niður eins og þú sértað fara að setjast en snertir ekki sófann. Haltu þér í þessari setustöðu í eina mínútu og endurtaktu þetta fjórum sinnum. (80 kaloríur) 6Liggðu á gólfinu fyrir framansjónvarpið í plankastöðunnitvisvar sinnum í eina mínútu. (35 kaloríur) 7Náðu í tvær dósir (súpudós, bakaðar baunir,gular baunir eða annað) og notaðu þærsem lóð. Teygðu hendurnar aftur fyrir haus, svo að olgnbogarnir séu hjá eyrunum, og lyftu dósunum upp og niður í eina mínutu. Endurtaktu þetta þrisvar. (17 kaloríur) TILVALIÐ ER AÐ TAKA PLANK- ANN Í AUGLÝSINGAHLÉIFÓTSVEIFLUR YFIR SJÓNVARPINU ERU MÁLIÐ ge iri @ m on ito r.i s Mílanó er full af frökkum Þessa vikuna er tískuborgin Mílanó yfirfull af tískuunnend- um, fatahönnuðum og herra- módelum á tískuviku herra. Það er sérstakur andi yfir Mílanó á þessum tíma og finnur maður hreinlega tískuilminn leika um nasirnar. Vikan er til þess ætluð að sýna okkur hvað fatahönnuðir ætla að matreiða fyrir okkur á komandi vetri og alveg fram á vetur 2012. Það er alltaf hægt að pikka út ákveðna hluti og notfæra sér þá, sérstaklega hérna á Íslandi þar sem er vetur átta mánuði á ári, guð hjálpi okkur. Það er greinilegt að frakkarnir standa sína plikt þannig að ekki henda ullarfrakk- anum. Burberry Prorsum, var með skemmtilega útgáfu af frakkanum og henti í eitt stykki rauðköflóttan sem er frekar áberandi og er algjörlega fyrir þá sem hafa hreðjar. Gucci með Fridu Giannini í fararbroddi tók frakkann aðeins lengra með síð- um skinnfrakka. Gucci hefur verið þekkt fyrir mikinn glamúr og sýning þeirra fyrir næsta vetur var engin und- antekning. Mick Jagger myndi líklega drepa fyrir að klæðast þessu skrímsli. Herratískan er að mýkjast og orðið „Androg- yny“ heyrist mikið núna en það er samheiti yfir konu og karl. Þeir sem hugrakkastir eru ættu að pæla aðeins í þessu. Karlmenn eiga ekki að vera hræddir við að versla sér high fashion hluti og ganga einstaka sinnum með töskur og fylgihluti. Ú R PÖ N KH EI M U M

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.