Monitor

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Monitor - 20.01.2011, Qupperneq 9

Monitor - 20.01.2011, Qupperneq 9
9FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2011 Monitor Árið 1989 gaf Daníel Ágúst Haraldsson út sína fyrstu plötu með Nýdanskri, eignaðist dóttur, keppti í Eurovision og lauk stúdentsprófi frá MR. Þetta var árið sem hann varð tvítugur. Þarna var toppnum þó langt frá því náð og allir þekkja sögu Nýdanskrar og GusGus. Daníel hefur farið fyrir báðum þessum hljómsveitum sem verða að teljast meðal þeirra vinsælustu í íslenskri tónlistarsögu. Nýdönsk er um þessar mundir að setja upp tónlistar- sýningu í Borgarleikhúsinu, Nýdönsk í nánd. Eins konar tónleikhús, að sögn Daníels. Í febrúar kemur út önnur sólóplata hans, The Drift. „Stundum finnst manni eins og örlögin séu að taka í taumana og þá rekur mann frá einum stað til annars. Öll lögin á þessari plötu eru um þennan örlagavef sem maður er í,“ segir Daníel um nafngift sólóplötunnar. Hann gefur einnig út nýja plötu með GusGus í apríl, Arabian Horse. „Arabíski hesturinn er fallegasta skepnan í dýraríkinu og er myndlíking fyrir týnda ást. Hún er svo týnd að hún er komin út í eyðimörkina,“ segir Daníel um nafngift þeirrar plötu. Daníel segist ekki hafa ætlað sér að verða tónlistar- maður þegar hann var yngri, en eftir að Nýdönsk varð ein allra vinsælasta hljómsveit landsins þegar hann var aðeins tvítugur að aldri var framtíðin ráðin. „Ég veit ekkert af hverju ég er að gera það sem ég er að gera. Ég bara nýt þess að gera þessa hluti og get ekki hætt því. Ég ánetjaðist þessu umstangi, músíkinni, tónlistinni, bransanum og öllum þeim hliðum sem snúa að því,“ segir hann. Fyrsta Nýdönsk-platan, Ekki er á allt kosið, kom út árið 1989 þegar þú varst tvítugur og varð geysivinsæl. Hvernig breyttist líf þitt þegar þú varst ekki lengur í bílskúrsbandi heldur einni vinsælustu popphljóm- sveit Íslands? Það urðu straumhvörf þegar við gáfum út þessa plötu því hún sló í gegn og fór í gull. Það í rauninni ákvarðaði bara mína lífsstefnu. Það olli algjörlega straumhvörfum í mínu lífi og ég varð allt í einu að tónlistarmanni. Ég var ekkert búinn að forrita það í hausinn á mér að ég yrði tónlistarmaður. Ég vissi alveg að ég gæti raulað og haldið lagi en ég var ekkert mikið búinn að ímynda mér að ég gæti gerst tónlistarmaður að atvinnu. En svo fórum við að fylgja þessari plötu eftir og ég fór að semja meira. Ég samdi bara eitt lag á fyrstu plötunni en svo jókst minn skerfur í því. Hvaða lag áttir þú á fyrstu plötunni? Það hét Skjaldbakan. Ég er nú kannski ekkert sérstak- lega hrifinn af því svona eftir á að hyggja, en það var ágætis frumraun að brjóta ísinn með því að láta skjald- bökuna skríða af stað. Hún er komin á harðahlaup í dag. En þegar ég fór að semja meira og gera mér grein fyrir því að ég hefði eitthvað að segja og syngja um og hafði ákveðna skoðun á því hvernig tónlistin átti að hljóma fór ég að skipta mér miklu meira af sköpuninni og ferlinu. Það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri enn þann dag í dag. Undanfarna tvo áratugi hafa Íslendingar ekki farið í útilegu án þess að syngja slagara með Nýdanskri. Er það ekki svolítið kómískt fyrir þér? Mér þykir voða vænt um að hafa búið eitthvað til sem hefur skilið eitthvað eftir sig. Eitthvað sem fólk man eftir og er, eins og þú segir, að njóta enn þann dag í dag. Nýdönsk hefur frá upphafi verið þekkt fyrir talsvert frjórri og hreinlega betri textagerð en almennt gengur og gerist í íslensku poppi. Eruð þið svona mikil skáld? Okkur finnst skipta máli að gera góða texta, hvort sem þeir fjalla um eitthvað merkilegt eða ekki. Ef það er ekki persónulegt þá er það einhver saga eða myndlíking sem speglast í einhverju sem maður hefur upplifað. Maður fær virkilega mikið út úr því að gera það. Maður fer í eitthvað ástand við það og það ástand er betra en flest annað. Þetta er svona íhugunarástand. Maður sogast inn í eitthvað augnablik sem verður gjör- samlega órætt. Huglægt ferðalag sem maður hlakkar til að fara í aftur og aftur. Það kostar ekki peninga, það kostar bara tíma. Þetta ferli hugans þekkja allir sem vinna sköpunarvinnu. Þegar staður og stund hverfa. Lærðir þú einhvern tímann að syngja eða er þessi gullbarki guðsgjöf? Fjölskyldan mín og fólkið í kringum mig söng mikið og mér fannst gaman að syngja sjálfum. Ég var ekki nema þriggja ára þegar ég var að koma fram með teppabankarann að syngja heilu vísurnar úr Vísna- bókinni og barnagælur sem voru sungnar fyrir mig. Ég hef alltaf haft gaman af því að syngja og þegar maður er búinn að syngja alveg frá blautu barnsbeini þá er það manni tamt að nota þetta sem einhvers konar hljóðfæri, hvort sem maður gerir það að atvinnu sinni eða ekki. Raddböndin, barkinn, röddin, þetta þjálfast bara með árunum. Ég held að ég sé 24 árum betri söngvari heldur en ég var þegar ég byrjaði. Mér líður þannig. Mér finnst ég ennþá vera að þróa og reyna nýja hluti með þessu hljóðfæri. Ég hef líka skapað þannig kringumstæður að ég get notað það með alls konar móti. Maður syngur á mismunandi hátt og þá verður til þessi reynsla. Þú ætlaðir upphaflega að verða leikari, ekki satt? Ég hefði ekki þurft að sækja það langt vegna þess að faðir minn, Harald G. Haraldsson, er leikari. Ég hafði drauma um ýmislegt. Ég ætlaði að verða leikari og ég ætlaði að verða sálfræðingur. Ég hafði áhuga á ýmsu. En jú, ég var að fikta við leiklist og var í Herranótt í MR og hafði mjög gaman af því. Hvernig týpa varstu í menntaskóla, áður en þú meikaðir það með Nýdanskri? Ætli ég hafi ekki verið trefill í menntaskóla. Ég var frekar á jaðrinum. Ég hafði gaman af félagslífinu, mér fannst gaman í leiklistinni og hafði gaman af flestöllu öðru en að vera í skóla. Þú bjóst með Hilmi Snæ, leikara, um tíma á menntaskólaárunum. Það hlýtur að hafa verið frekar svaðaleg sambúð? Það var hressandi. Það var mjög gaman og við áttum margar ódauðlegar stundir saman. Þetta var þannig að ég var heimalningur í Miðstrætinu hjá fjölskyldunni hans og bjó eiginlega hjá honum í heilan vetur áður en við fluttum tveir saman í kjallaraíbúð á Túngötunni. Áttu góða sögu af einhverju rugli frá ykkur? Ég man eftir því að við vorum í þakherberginu heima hjá honum í Miðstrætinu að semja einhver atriði fyrir menntaskólaárshátíðina með lagið Green Onions í gangi að semja einhver spor og semja ljóð og kynn- ingar. Þetta var tímabil þar sem maður bara naut þess að kjafta og fara á kaffihús og vera til. Við vorum mjög nánir vinir og það er alltaf gott að eiga nána vini. Þú nærð svona langt í tónlistinni og hann í leiklist- inni. Þetta hefði kannski alveg getað verið á hinn veginn? Já, já. Hilmir getur alveg sungið allavega. Eruð þið eins góðir vinir í dag? Já, við erum ekki alveg jafn nánir. Hann fór svolítið sína leið og ég mína leið. Til þess að ná langt með eitthvað verður maður að mynda sterk bönd í því samhengi sem maður er að vinna ef það skiptir mann máli. Það skipti mig máli og það sem Hilmir var að gera skipti hann máli. Hefur þú getað unnið fyrir þér sem tónlistarmaður síðan þú varst tvítugur? Það má eiginlega segja það já. Varstu í einhverjum skondnum störfum þegar þú varst yngri? Ég var sendill í reiðhjólaverslun fjölskyldufyrirtækis- ins. Ég var náttúrulega í sveit þegar ég var yngri og svo var ég barnfóstra eitt sumarið. En svo fór hljómsveit- ardæmið að rúlla og þá fór maður bara að ferðast með hljómsveitinni og spila á böllum og halda tónleika. Þú gerðist svo frægur að taka þátt í Eurovision árið 1989. Hvernig horfir það dæmi við þér núna rúmum tveimur áratugum síðar? Ágætlega. Það var rosalega gaman að taka þátt í þessu. Ég hafði ekki mikinn áhuga á Eurovision og hef ekki enn. En reynslan sem ég varð mér úti um við þetta uppátæki var ótrúleg. Reynslubankinn troðfylltist. Hvernig þá? Bæði reynsla innan frá, að vera í samstarfi við utanaðkomandi tónlistarmann, láta gera á sig föt, æfa með bakraddasöngkonum og æfa einhver spor. Síðan lokaviðburðurinn, Eurovision-kvöldið þar sem maður var að flytja þetta fyrir einhver hundruð milljóna áhorfenda og á stórum tónleikastað. Stærsta tónleika- stað sem ég hafði spilað á þá. Stærðargráðan sprengdi alla mína skala í upplifun. Það var mjög gott að upplifa eitthvað svona snemma á ferlinum. Það fullvissaði mig líka alveg um það að ég vildi ekki fara á þennan stað aftur. Daníel Ágúst er að setja upp tónlistarleiksýningu með Nýdanskri, í febrúar gefur hann út sína aðra sólóplötu og plata með GusGus er væntanleg í apríl. Daníel ræðir við Monitor um ferilinn, tónlistina, klæðnaðinn og ómælda aðdáun á Rod Stewart. Texti: Björn Bragi Arnarsson bjornbragi@monitor.is Myndir: Golli golli@mbl.is Þegar staður HRAÐASPURNINGAR Hvaða lag hatar þú mest um þessar mundir? Ég heyrði lag með Black Eyed Peas um daginn sem var alveg hryllingur einn.* Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Þar sem mér líður vel. Það er bara augnablikið, það er skemmtilegasti staðurinn. Hvað er það besta við Ísland? Það allra besta við Ísland er hvað maður getur verið fljótur að framkvæma. Hvert er uppáhaldslagið þitt með Nýdanskri? Svefninn laðar. Það er einhver góð tilfinning í því. Ég er rosalega ánægður þegar ég heyri það enn þann dag í dag. Ég datt inn á eitthvað augnablik sem var mjög satt. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Blóðug steik í truffluolíu. Hvað er besta súkkulaði sem þú veist um? Súkkulaði er það besta sem ég fæ. Ég hef borðað svo mikið af góðu súkkulaði. Þeim mun hærra kakóhlutfall þeim mun unaðslegra er það. Hver var átrúnaðargoð þitt í æsku? Elvis. Ég safnaði glansmyndum af Elvis. Ég hafði kannski ekki heyrt alla músíkina sem hann hafði gert, enda var ég sex ára, en ég safnaði myndum af honum og var oft að teikna hann. Mér fannst hann langflottastur. Eftirminnilegustu tónleikar sem þú hefur farið á? Það eru tónleikar sem ég fór á með Björk Guðmundsdóttur í London þegar hún var að fylgja eftir Post-plötunni. Það var stund sem ég fékk ólýsanlegan unaðs- og sæluhroll og fegurðin var svo yfirþyrmandi að ég réð ekki við mig og tárin féllu. Hver er skrýtnasti eiginleiki þinn? Ég veit það ekki. Mér finnst ekkert skrýtið við mig. Ef þú værir ekki tónlistarmaður eða í listum, hvað værir þú þá? Bóndi eða félagsfræðingur. *Eftir stutta rannsóknarvinnu kom í ljós að lagið sem um ræðir er The Time (Dirty Bit). og stund hverfa

x

Monitor

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.