Monitor - 20.01.2011, Page 14

Monitor - 20.01.2011, Page 14
Kvikmynd Get horft endalaust á Old Boy. Tvímælalaust með betri myndum síðasta áratugs. Inniheldur eitt ótrúlegasta bardagaatriði sem ég hef séð. Oh Dae-Su gefst ekki upp. Ótrúleg saga. Þáttur It‘s Always Sunny In Philadelphia koma mér alltaf í gott skap. Að fylgjast með þeim skemma fyrir sjálfum sér fær mig alltaf til að hlæja. Dayman FTW. Bók Þegar mér finnst ég vera fastur les ég On The Road. Þessi bók var valdur þess að ég ákvað að ferðast um Evrópu fyrir nokkrum árum. Plata Moderat með hljómsveitinni Moderat sem mér var bent á nýlega. Platan hefur eiginlega ekki farið úr spilaranum síðan. Vefsíða Þegar mig vantar innblástur er Ffffound.com málið. Annars hef ég líka verið að lulla yfir Slembing- ur.org undanfarið. Svo stendur Gogoyoko.com alltaf fyrir sínu. Staður Gamla Vínhúsið eða Hansen eins og innfæddir Hafnfirðingar kalla hann. Cheers Hafnarfjarðar. Maður hefur nú eytt ófáum fimmtu- dögunum þar sem enda oft í skrautlegum gönguferðum heim. 14 Monitor FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2011 Síðast en ekki síst » Magnús Gröndal, söngvari We Made God, fílar: LOKAPRÓFIÐ fílófaxið OPNUN Listasafn Reykjavíkur 17:00 Þrjár sýningar verða opnaðarí safninu en sú stærsta er sýningin Án áfangastaðar þar sem fjöldi listamanna sýnir verk sem varpa ljósi á ferðaþrána og upplifun ferðalangsins. Einnig verða opnaðar sýningarnar Hops Hopsi og Erró sýning. KVIKMYNDA- TÓNLISTARVEISLA Háskólabíó 19:30 Sinfóníuhljómsveit Íslandsleikur tónlist úr kvikmynd- um á borð við James Bond, Godfather, Psycho og Planet Of The Apes. Auk þess verður flutt verkið Popcorn Superhet Receiver eftir Johnny Grenwood úr Radiohead sem var notað í kvikmyndinni There Will Be Blood. Miðaverð er 3.900 krónur. RANDOM LUNACY Bíó Paradís 20:00 Heimildarmyndin RandomLunacy verður sýnd en um er að ræða ótrúlega áhugaverða mynd um Neutrino-fjölskylduna. Í tuttugu ár tóku þau upp óvenjulegt líf sitt þar sem þau ferðuðust um heiminn í hjólhýsi sínu og reyndu að lifa utan samfélagsins. ÚTGÁFUTÓNLEIKAR FERLEGHEITA Tjarnarbíó 21:00 Hljómsveitin Ferlegheitgaf nýlega út sína fyrstu breiðskífu, You Can Be As Bad As You Can Be Good, og fagnar útkomunni með tónleikum þar sem platan verður leikin í heild sinni. Miðaverð er 1.500 krónur. TÓNLEIKAR Ground Zero, Ingólfstorgi 21:00 Hljómsveitin 1860 spilarfrumsamda folk-popp tónlist í kosningamiðstöð Röskvu. Frítt inn. fimmtud20jan | 20. janúar 2011 | skólinn BLÚSTÓNLEIKAR Café Rósenberg 21:00 Elvar Örn Friðriksson ásamthljómsveit heldur blústón- leika. Aðallega verða spiluð þekkt blúslög eftir þekkta blúsara heimsins en einnig verða á boðstólnum nokkur frumsamin. Aðgangseyrir er 1500 krónur. ÚTGÁFUTÓNLEIKAR ÓSKABARNS ÞJÓÐARINNAR Risið 23:00 Rapparinn Ramses gafnýverið út plötuna Óskabarn þjóðarinnar. Núna er komið að því að fagna þeim merka áfanga. Ramses lofar stórskemmtilegum tónleikum en honum til aðstoðar verður föngulegur hópur tónlistar- manna. Aðgangseyrir er 500 krónur en mæti sex stelpur saman í hóp fá þær frítt inn. föstudag21jan VALKYRJAN Hitt húsið 12:00 Hátíðin Valkyrjan verðurhaldin í þriðja sinn í Hinu húsinu og er opin öllum stelpum á aldrinum 16-25 ára. Markmið Valkyrjunnar er að varpa ljósi á og fagna fjölbreytileika kvenna og vinna gegn staðalímyndum. Skráning fer fram á vefsíðu Hins hússins og er frítt inn. FATAMARKAÐUR Tryggvagata 4-6 14:00 Súpersnitzel glimmer-freyði-frábæri fatamarkaður Vökustelpna og vinkvenna þeirra verður haldinn í kosningamiðstöð Vöku í húsinu þar sem hárgreiðslustofan Rauðhetta&Úlfurinn var einu sinni. Boðið verður upp á kaffi og kökur ásamt ljúfum gítartónum. laugarda22jan „Trúnó hefur tekið upp á því að sýna leiki íslenska liðsins beint í bleikum diskóljósum staðarins og bjóða upp á bláan bjór á meðan á sýningum stendur,“ segir Birna Hrönn Björnsdóttir, einn rekandi diskóbarsins Trúnó, en mikil stemning hefur verið þar upp á síðkastið á meðan á leikjum í HM stendur. „Aðdáendum býðst einnig að kaupa rauðan bjór á meðan liðið spilar í varabúningum,“ segir Birna og bjórinn mun því alltaf vera í takti við tilefnið. Birna fæst hins vegar ekki til að gefa upp nákvæmlega hvernig þessum kynngimagnaða lit er náð fram. „Það eru galdrar,“ segir hún. Litaði bjórinn er til sölu alltaf á meðan á leikjum stendur en á milli klukkan 16 og 20 eru svo svokallaðir hamingjusamir klukkutímar og ýmis góð tilboð í boði. Blár og rauður HM-bjór

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.