Monitor - 27.01.2011, Blaðsíða 3

Monitor - 27.01.2011, Blaðsíða 3
Í Smekkleysu við Laugaveg er ótrúlegt úrval af geisladiskum og vínylplötum sem þú hafðir ekki hug- mynd um að væru til. Íslensk tónlist, popp, rokk, klassík, tónleikadiskar og allt hitt. Hægt er að fá að hlusta á diskinn áður en hann er keyptur svo maður sé nú ekki að fjárfesta í einhverju rugli. Heimagert sushi slær öllu við í ferskleika og fjöri. Það er ótrúlega skemmtilegt að vefja þessar litlu rúllur og skera þær í bita. Framleiðslan er ekki eins erfið og hún sýnist og hægt er að kaupa allt til sushi-gerðarinnar í næstu matvöru- búð. Það getur verið mjög smart að sýna smá hold en núna er ekki tíminn til að hugsa um slíkt. Klæddu þig vel í kuldanum og gerðu það með stæl. Það er hægt að fá mjög flottar húfur, eyrnabönd, vettlinga og síðast en ekki síst hlýjar sokkabuxur út um allt svo ekki er þörf á að vera með blá læri við stutta pilsið. Monitor mælir með FYRIR GRÚSKARA 3 fyrst&fremst Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson (bjornbragi@monitor.is) Umbrot og hönnun: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Gunnþórunn Jónsdóttir (gunnthorunn@monitor.is) Haukur Johnson (haukurjohnson@monitor.is) Sigyn Jónsdóttir (sigyn@monitor.es) Auglýsingar: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Forsíða: Kristinn Ingvarsson Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Grafík: Elín Esther Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569-1136 Netfang: monitor@monitor.is FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 Monitor Feitast í blaðinu Ford-stelpurnar 2011. Við höldum áfram að kynnast stúlkunum í keppninni. 4 Egill Gillz Einars- son í viðtali. Hann veðjaði á túbusjón- varp frekar en flatskjá. Gettu betur er að hefjast. Monitor spjallaði við gamla og góða keppendur. 8 Haraldur Ari er í Lokaprófinu og Henrik Biering í Síðast en ekki síst. 14 Leiksýningar fram- haldsskóla. Hvað ætla MH-ingar og MS-ingar að gera? 13 6 Ef Monopoly og Matador eignast barn mun það líklega fá nafnið Monidor. FYRIR ÁHUGAKOKKA Hljómsveitin Mammút er að leggja lokahönd á nýtt lag sem er væntanlegt í spilun nú um mánaðamótin. Lagið heitir Bakkus og segir Vilborg Ása Dýradóttir, bassaleikari sveitarinnar, nafnið vera vísun í áfengisguðinn alræmda. „Þetta er saga af einhverju ruglkvöldi sem við höfum öll upplifað. Það má segja að þetta sé svolítið klisjukennt rokkdjammlag, sem hljómar kannski hræðilega,“ segir Ása og hlær en bætir við: „Við erum mjög ánægð með það. Þetta er svona „eighties“ slagari.“ Samið í sumarbústað Síðasta plata Mammút, Karkari, kom út árið 2008 og hlaut frábærar viðtökur. Bakkus er fyrsta lagið sem hljómsveitin sendir frá sér um nokkurt skeið og verður það að finna á nýrri plötu sveitarinnar sem er væntanleg í vor. „Vinnan við plötuna fór svolítið hægt af stað en við erum komin á fullt núna með lagasmíðar. Það sem er komið lofar mjög góðu,“ segir Ása og játar því að stefnan sé að gera enn betri plötu en Karkara. „Hún verður að minnsta kosti öðruvísi.“ Ása segir að sveitin stefni á að fara saman í sumarbústað sem fyrst til að hefja „samninga- ferlið“ fyrir alvöru. „Við þurfum að loka okkur af úti á landi til að koma einhverju af viti frá okkur. Við tókum eina slíka ferð fyrir jól. Þá reyndar gekk lítið framan af. Við stelpurnar fórum að semja freestyle-dansa á meðan strákarnir voru meira að pæla í heita pottinum. Maður þarf sinn frítíma líka,“ segir Ása létt. BA-ritgerð um gotneskar listir Mammút hefur ekkert spilað opinberlega að undanförnu en á laugardaginn kemur sveitin fram á tónleikum á Sódóma sem verða hennar fyrstu í nokkurn tíma. Þessi vika er viðburðarík hjá Ásu fyrir aðrar sakir því hún er að skila BA- ritgerð sinni í myndlist við Listaháskólann. „Ég er að skrifa um samband góðs og ills í gotneskum listum. Það hefur bara gengið vel. Ég er einmitt að fara að prenta hana út núna og svo eru skil á föstudaginn,“ segir bassafanturinn síkáti. Mammút sendir frá sér lagið Bakkus en það verður að finna á nýrri plötu sveitarinnar sem er væntanleg í vor. Vikan á... Davíð Berndsen Var að prufa að naglalakka mig í fyrsta skipti, með bleikum lit... 24. janúar kl. 23:40 Lára Rúnars- dottir Frábærir leikskólakenn- arar eyða deginum með dóttur minni, fleiri tíma en ég fæ að leika við hana.... Hún kemur heim með guðdóm- legar setningar er kurteis og full af samkennd. Hvenær á að fara að borga þessu fólki almennileg laun 24. janúar kl. 11:22 Logi Berg- mann er léttur 24. janúar kl. 8:49 Vala Grand Omg, ég er að fara á date : D spennandi! stay tuned, er stressuð as fuck. 23. janúar kl. 15:59 Efst í huga Monitor Þykkur úðar á Þykka HjörvarHafliðason Verður gaman að sjá hver tekur við lands- liðinu þegar Gummi Gumm hættir eftir þessa keppni..... 25. janúar kl. 15:57 XXX X X XX Mynd/Golli FYRIR ALLA MAMMÚT GERÐI GÓÐA HLUTI Á AIRWAVES Freestyle-dansar og heitur pottur VILBORG ÁSA DÝRADÓTTIR OG KYNSYSTUR HENNAR Í MAMMÚT ALLAN ER VÖÐVAMESTI LIÐSMAÐUR MONITOR- SKÚTUNNAR. HANN FÉKK ÞAÐ VERKEFNI AÐ ÚÐA KÖLDUM VÖKVA Á VÖÐVAMESTA VIÐMÆLANDA MONITOR FYRIR FORSÍÐUMYNDATÖKUNA. Mynd/Kristinn

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.