Monitor - 27.01.2011, Blaðsíða 4

Monitor - 27.01.2011, Blaðsíða 4
4 Monitor FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 Ég veit ekki hver fann upp hælaskó, en allir karlar standa í mikilli þakkarskuld við þann aðila! – Marilyn Monroe stíllinn Ford-keppnin fer fram 4. febrúar næstkomandi. Monitor heldur áfram að kynna stelpurnar í keppninni og nú tök- um við púlsinn á Heiðu, Birgittu, Rós, Stefaníu og Ölmu. Heitasti karlmaðurinn er pabbi Hver er reynsla þín af fyrir- sætustörfum? Ég byrjaði í RFF og er búin að vera að síðan. Hvaða líkamshluta ertu ánægðust með? Augun mín. Hver er fyrirmyndin þín í líf- inu? Engin sérstök fyrirmynd, bara frekar ef einhver gerir eitthvað frábært, þá er það til fyrirmyndar. Heitasti karlmaður í heimi? Ætli það sé ekki bara pabbi minn. Hver er uppáhaldsborgin þín? Þrándheimur í Noregi. Hver er skrítnasti matur sem þú hefur smakkað? Ég verð að segja hrútspungur. Ragnheiður Skúladóttir (Heiða) 15 ára úr Hafnarfirði Skóli: Setbergsskóli Hjúskaparstaða: Á lausu Ives Saint Laurent í uppáhaldi Hver er reynsla þín af fyrirsætustörfum? Ég byrjaði á RFF í fyrra, og hef verið hjá Eskimo síðan. Hvaða líkamshluta ertu ánægðust með? Hálsinn. Hver er fyrirmyndin þín í lífinu? Guðlaug Vala, stóra frænka mín. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Hamborgari. Hver er þinn versti ávani? Að naga á mér neglurnar. Ef ég er stressuð eins og yfir handboltanum þá eru þær bara farnar! Hver er uppáhaldshönn- uðurinn þinn? Ég var mjög hrifin af Ives Saint Laurent sýningunni. Rós Kristjánsdóttir 18 ára úr Reykjavík Skóli: MH Hjúskaparstaða: Á föstu Kalkúnn með fyllingu besti maturinn Hver er reynsla þín af fyrirsætustörfum? Ég byrjaði í þáttunum hjá Kalla Berndsen, síðan var ég í RFF og nú er það Ford-keppnin. Hvaða líkamshluta ertu ánægðust með? Munninn. Hver er fyrirmyndin þín í lífinu? Systir mín. Hver er fallegasta kona í heimi? Örugglega Angelina Jolie. Hvað er uppáhaldshljóm- sveitin þín? The Script, svona rokk/popp hljómsveit. Hvað er uppáhaldsmat- urinn þinn? Kalkúnn með fyllingu og sósu. Birgitta Björt Garðarsdóttir 17 ára úr Kópavogi Skóli: MK Hjúskaparstaða: Á lausu Hver er reynsla þín af fyrir- sætustörfum? Ekki mikil. Hvaða líkamshluta ertu ánægðust með? Ef ég þarf að segja eitthvað myndi ég segja augun. Hver er fyrirmyndin þín í lífinu? Mamma mín. Hvað finnst þér skemmti- legast að gera á sunnu- dagskvöldum? Hafa það kósí heima og horfa á góða bíómynd og borða snakk. Hver er uppáhaldsþátt- urinn þinn? Skins eins og er, en annars er það alltaf Desperate Housewifes. Hver er besta fatabúð á Ís- landi? Ég kaupi eiginlega öll fötin mín í útlöndum. Það er ódýrara og hagstæðara. Hver er uppáhaldsmat- urinn þinn? Lasagna a la mamma. Hagstæðast að versla fötin sín í útlöndum Hver er reynsla þín af fyrirsætustörfum? Ég byrjaði að sýna í sumar á Pop-up tískusýningunni. Hvaða líkamshluta ertu ánægðust með? Tennurn- ar mínar. Hver er fyrirmyndin þín í lífinu? Allir sem eru sjálfum sér samkvæmir. Hver er besta bók sem þú hefur lesið? Hús úr húsi eftir Kristínu Maríu Baldursdóttur. Hver er besti staður á Íslandi? Neskaupstaður, ég er ættuð þaðan og flest öll föðurfjölskyldan mín býr þar. Alltaf gott að koma þangað til ömmu og afa. Hver er uppáhaldsbíó- myndin þín? Pretty In Pink. Stefanía Eysteinsdóttir 18 ára úr Kópavogi Vinna: Lyf og heilsa Hjúskaparstaða: Á föstu Neskaup- staður er besti staður á Íslandi Myndir: Kristinn Stúlkurnar í Alma Gytha Huntington-Williams 18 ára úr Hafnarfirði Skóli: MH Hjúskaparstaða: Á föstu

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.