Monitor - 27.01.2011, Blaðsíða 6

Monitor - 27.01.2011, Blaðsíða 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 Ekki farinn að þjálfa dótturina Haukur Ingi Guðnason knattspyrnumaður tók tvisvar þátt í Gettu betur á meðan hann var í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann telur litla hættu á því að maður læri yfir sig í undirbúningnum. Er mikilvægt að vera keppnismaður til að taka þátt í Gettu betur? „Já, ætli það ekki. Ég keppti fyrir Fjölbrautaskóla Suðurnesja og það hafði ekki verið mikið lagt í keppnina fram að því. Við ætluðum okkur að sigra og það skipti máli. Þá lagði maður meira á sig, las meira og jók líkurnar á því að maður gæti unnið.“ Lærir maður fleira en bara staðreyndir á því að taka þátt í Gettu betur? „Maður les auðvit- að mjög mikið, bæði skáldsögur og svo lærir maður utan af ýmsa hluti eins og höfuðborgir og svo framvegis. En maður lærir líka aga og lærir að stjórna stressi og spennu. Það er ekki nóg að vita svörin, þú þarft að geta komið því frá þér í útvarpi og sjónvarpi. Mörg lið hafa einmitt farið illa út úr því að vera of spennt, sérstaklega þegar komið er í sjónvarpið.“ Getur maður ekki lært yfir sig? „Það held ég nú ekki. Eina hættan er kannski að maður láti heimalærdóminn sitja á hakanum.“ Nú eignaðist þú dóttur á síðasta ári, er hún farin að sýna fram á einhverja hæfileika á þessu sviði? „Nei, hún er ekki búin að svara neinni hraðaspurningu rétt ennþá. En hún er nú bara tæplega sjö mánaða.“ Sigurvegarar frá upphafi 1986 Fjölbrautaskóli Suðurlands 1987 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 1988 Menntaskólinn í Reykjavík 1989 Menntaskólinn í Kópavogi 1990 Menntaskólinn við Sund 1991 Menntaskólinn á Akureyri 1992 Menntaskólinn á Akureyri 1993 Menntaskólinn í Reykjavík 1994 Menntaskólinn í Reykjavík 1995 Menntaskólinn í Reykjavík 1996 Menntaskólinn í Reykjavík 1997 Menntaskólinn í Reykjavík 1998 Menntaskólinn í Reykjavík 1999 Menntaskólinn í Reykjavík 2000 Menntaskólinn í Reykjavík 2001 Menntaskólinn í Reykjavík 2002 Menntaskólinn í Reykjavík 2003 Menntaskólinn í Reykjavík 2004 Verzlunarskóli Íslands 2005 Borgarholtsskóli 2006 Menntaskólinn á Akureyri 2007 Menntaskólinn í Reykjavík 2008 Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í Reykjavík Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, hefst í næstu viku og sitja keppendur eflaust sveittir yfir bókunum þessa dagana. Ýmsir kunnir aðilar hafa alið manninn í Gettu betur. Monitor hafði upp á nokkrum þeirra. ÞAU GÁTU BETUR Anna Pála Sverrisdóttir keppti fyrir hönd MH í Gettu betur á sínum tíma. Í dag er hún lögfræðingur og starfar hjá Lána- sjóði íslenskra námsmanna en hún hefur einnig látið að sér kveða í stjórnmálum og setið á Alþingi sem varaþingmaður. Hún segist ekki muna allt sem hún les en þó þykir einstaka fjölskyldumeðlimum stafa ógn af henni þegar kemur að spurningaspilum. Hún vill sjá fleiri stelpur í Gettu betur. Hefur þessi reynsla hjálpað þér í því sem þú hefur tekið þér fyrir hendur? „Já, á margan hátt. Þessi reynsla eflir meðal ann- ars sjálfstraustið. Það þarf nokkuð mikið til og maður leggur mikið á sig í þessum undirbúningi og er undir mikilli pressu.“ Manstu allt sem þú lest? „Nei, alls ekki. Þetta er spurning um að vera í þjálfun, í rauninni svipað og með líkamann. En ég er líklegri til að muna það sem ég les ef ég hef einhverja sögu á bakvið staðreyndina, til dæmis persónulega sögu einhvers frægs nafns sem ég þarf að muna. Það er því sniðugt að ræða aðeins um það sem maður er að reyna að læra utan af.“ Hefur þessi bakgrunnur einhvern tímann flækst fyrir þér? „Já, ég lenti í því í jólaboði að vera eiginlega bannað að vera með í spurningaspili og var látin vera dómari í staðinn svo ég myndi ekki vinna. Það gerðist reyndar líka einu sinni, þegar ég var varaþingmaður, að ég og Þráinn Bertelsson rústuðum öðr- um þingmönnum þrisvar í röð í spurningaleiknum Kollgátu.“ Ertu með einhver góð ráð til keppenda? „Já, ekki síst til stelpna sem að eru í liðum eða langar til að komast í þau í framtíðinni: Aldrei biðjast afsökunar á ykkur. Þjálfið ykkur og gangið út frá að þið munið verða jafn góðar og þið getið verið. Það eru fullt af stelpum sem hafa staðið sig frábærlega í Gettu betur, þær þurfa bara að vera fleiri!“ Rústaði spurninga- keppni á Alþingi ANNA PÁLA HEFUR LENT Í ÞVÍ AÐ VERA BANNAÐ AÐ TAKA ÞÁTT Í SPURNINGASPILUM Kemur sér vel þegar maður vill virka klár Hafsteinn Gunnar Hauksson fréttamaður á Stöð 2 tók þátt í Gettu betur þegar hann var í Verslun- arskóla Íslands. Hann segist vera viðræðuhæfur um ótrúlegustu hluti eftir þá reynslu og að það komi sér oft vel í fjölmiðlastarfinu. Ertu ennþá í æfingu? Heldurðu að þú myndir standa þig vel ef þú þyrftir að keppa aftur á morgun? „Nei, ég er það ekki. Ég var aldrei neitt sérstaklega sterkur keppandi og ég held ég hafi ekki orðið neitt sterkari með árunum. Það er ýmis konar þekking sem maður býr að en ég held ég myndi ekki gera neinar rósir ef ég þyrfti að keppa á móti þessum krökkum í dag.“ Er engin hætta á því að maður hreinlega klári plássið í heilanum þegar maður er að æfa fyrir svona keppni? „Nei, ég hef nú meiri trú á heilanum en svo að hann sé einhver tölva með ákveðinn fjölda gígabæta. Svo ég held maður geti hlaðið ansi miklu í hann áður en maður fer að gleyma einhverju sem skiptir máli.“ Hefurðu bjargað þér úr klípu með einhverju sem þú lærðir fyrir Gettu betur? „Það er aðallega þegar maður vill virka klár. Þetta hefur oft bjargað mér þegar maður er að ræða við einhvern um bækur eða kvikmyndir sem maður hefur kannski ekki séð en hefur hugsanlega lesið um. Þá getur maður virkað mjög fróður þótt það sé engin innistæða fyrir því.“ Ertu með einhver góð ráð fyrir þá sem eru að taka þátt? „Bara að skemmta sér vel. Þetta er náttúrlega keppni og það er mikil vinna sem liggur á bakvið þetta þannig það er hætt við að maður gleymi því hvað þetta er skemmtilegt. Þannig ekki hafa of miklar áhyggjur og skemmtið ykkur bara!“ HAUKUR SEGIR MÖRG LIÐ HAFA FARIÐ ILLA ÚT ÚR ÞVÍ AÐ VERA OF SPENNT HAFSTEINN VIRKAR FRÓÐUR, EN ER INNISTÆÐA FYRIR ÞVÍ? Mynd/Árni Sæberg

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.