Monitor - 27.01.2011, Blaðsíða 9

Monitor - 27.01.2011, Blaðsíða 9
9FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 Monitor Veggspjaldið fyrir Mannasiða-þættina hefur vakið nokkra athygli. Hvort ertu þrítugur eða fertugur? Ég er búinn að fá mörg komment á þennan póster. Málið er að Ari Magg, sem tók þessa mynd, sagði við mig að ég ætti að leika Alec Baldwin. „Svona Alec Bald- win týpa sem er betri en liðið fyrir aftan og á að kenna þessum aumingjum hvernig á að haga sér.“ Ég náði á einhvern ótrúlegan hátt að breyta á mér andlitinu og gera mig tíu árum eldri. Ari vildi meina að ég væri eina módelið sem hefur tekist þetta. Í þáttunum segir þú meðal annars: „Það er ekki nóg að lúkka eins og milljón dollarar ef þú lyktar eins og handarkrikinn á Högna í Hjaltalín.“ Er þessi lína til komin vegna þess að hann skráði sig á listann yfir þá sem voru á móti því að þú hannaðir símaskrána? Það voru margir rasshausar sem skráðu sig á þennan lista. Allt þetta fólk mun næstu tíu til fimmtán árin fá saur í andlitið frá þeim Þykka. Nú er ég rétt að byrja. Ég er búinn að gefa það út að Eyvindur Karlsson og Bjarni töframaður, sem ég er búinn að leggja í einelti í mörg ár, þeir eru „off the hook“. Ég mun aldrei segja neitt ljótt um þá aftur, en ég er kominn með helling af nýju fólki. Meðal annars Högna í Hjaltalín sem er náttúru- lega pappakassi. Hvað fannst þér um neikvæðu viðbrögðin við því að þú myndir hanna símaskrána? Allt þetta listafólk sem þolir mig ekki var svo brjálað yfir því að ég væri að taka vinnu frá fagfólki. Að ég fái að hanna símaskrána þegar einhver annar er mennt- aðri í þessu og ætti að fá þetta frekar. Ég skildi þetta ekki. En fólk virðist vera búið að róa sig niður. Ég held líka að þegar fólk sér símaskrána átti það sig á því að þetta er ekki eins alvarlegt og það bjóst við. Þú hefur verið ófeiminn við að hrauna yfir þekkta Íslendinga í gegnum árin. Hvernig er að hitta þetta fólk á förnum vegi? Hefur þú lent í einhverjum skemmtilegum uppákomum? Ég hef oft hitt Bjarna töframann og þetta lið. Ég er ekki þannig að ég labbi framhjá þeim eða horfi niður í götuna. Ég tek bara hressa gæjann á þetta. Flestir hafa góðan húmor fyrir þessu. Ég og Friðrik Ómar höfum til dæmis drullað yfir hvorn annan í fjölmiðlum, en þegar ég sé Friðrik Ómar þá tek ég bara í spaðann á honum og knúsa hann. Það er aldrei þannig að ég sé leiðinleg- ur við fólk þegar ég hitti það þó ég sé að skjóta á það í fjölmiðlum. Er eitthvað sem þú sérð eftir að hafa sagt eða gert opinberlega? Það eru örugglega einhver viðtöl hér og þar sem mað- ur hefur farið í sem komu ekki nógu vel út. Einhverjar Séð og heyrt greinar sem gáfu mér kaldan svita. Það er ýmislegt sem ég gerði fyrir nokkrum árum, þegar ég var aðeins harðari í skrifunum og var að sjokkera liðið. Þá skrifaði ég pistla og var að drulla yfir einhverja femínista sem var of gróft og ég sé í dag að var fullhart. En annars reyni ég nú að pæla aðeins í hlutunum áður en ég framkvæmi þá. Mannasiðir eru að fara í loftið og þú fékkst til þín einvalalið gestaleikara. Áttu einhverja góða sögu frá upptökum á þáttunum? Já, það gerðist náttúrulega allur andskotinn í tökum þarna. Það er minnisstætt þegar Steindi fór í sleik við stelpu í einu atriðinu og nánast drap hana. Sleikurinn var það harkalegur að hún hrasaði daman og lenti harkalega á hnakkanum. Það atriði er sýnt í þáttunum þannig að fólk getur séð þann „goodshit“ sleik. Það var líka gaman þegar Hannes (Þór Halldórsson) leikstjóri var að reyna að útskýra fyrir blökkumönnunum hvað þeir áttu að gera í þættinum. Hann stamaði, var rauður í framan og klóraði sér í hausnum þegar hann var að útskýra konseptið fyrir þeim, en þeir voru til í þetta og stóðu sig frábærlega eins og fólk sér í þáttunum. Það var verið að bjóða þér hlutverk í kvikmyndinni Svartur á leik. Ætlarðu að slá til? Ég er ennþá að velta því fyrir mér. Í myndinni á ég að vera grjótharður dópisti og glæpamaður sem er að kóka sig upp alla myndina, berja gæja í drasl og hamra kerlingar aftan frá. Þetta er svona „hardcore“ krimma- mynd. Ekki alveg í takt við ímyndina um einkaþjálfar- ann og fyrirmyndina. En ég hef alltaf gaman af nýjum áskorunum og get vel hugsað mér að leika í kvikmynd. Þú ert búinn að vera í sambandi í svolítinn tíma með henni Gurrý Jónsdóttur. Hvernig og hvenær fóruð þið að vera saman? Við kynntumst í gegnum sameiginleg- an vin og það þróaðist eitthvað út úr því. Það er svona eitt og hálft ár síðan. Það er bara nýlega sem þú skráðir þig í samband á Facebook. Já, ég hef svona reynt að halda einkalífinu eins og ég get frá slúðrinu. Það er grjóthart þegar íslenski draum- urinn Fjölnir Þorgeirs birtist á forsíðum með nýrri og nýrri kerlingu, en ég hef reynt að forðast þetta sjálfur. Nú eru paraferðir ykkar Audda orðnar þekktar, en kærustur ykkar eru rétt um tvítugt. Hvað er eiginlega gert í þessum ferðum? Blö elskar góðar paraferðir og er alltaf að reyna að setja saman nýjar paraferðir. Hann stakk upp á nýrri paraferð bara núna í síðustu viku á æfingu. Það er ekkert að því. Ef þú ferð með kærustunni þinni einn út ertu bara fastur með henni og ef þú færð leið á henni getur þú ekki farið neitt. En þegar þú ferð í paraferð geturðu sent þær að versla og þið félagarnir farið á bar og drukkið ykkur í drasl. Þannig að paraferðir þurfa ekkert að vera leiðinlegar. Auðunn Blöndal ræður yfirleitt áfangastöðunum okkar og oftast er spilavíti skammt frá hótelinu sem við gistum á. Ég veit ekki hvort það er tilviljun eða ekki. Honum líður líka best með áfengan drykk við hönd. Þú sérð bara svipinn á andlitinu á honum þegar hann tekur fyrsta sopann af áfengum drykk, hann bara verður nýr maður. Þú ert ekkert að yngjast. Eruð þið kærastan byrjuð að ræða barneignir? Nei, það er ekki byrjað að ræða barneignir. Matthew McConaughey eignaðist sitt fyrsta barn 39 ára og hann er toppmaður. Þannig að ég er ekkert að stressa mig á því að krakka mig upp. Ég á lítil frændsystkini og er uppáhaldsfrændi þeirra. Þegar ég finn á mér að ég þarf að krakka mig vel upp pikka ég þau bara upp og fer með þau í bíó eða í Húsdýragarðinn eða eitthvað slíkt. Myndi það skaða ímyndina að ganga í það heilaga og fara að hlaða niður börnum? Nei. Ég veit ekki hvort það hljómar asnalega en mér er eiginlega drullusama um þessa Gillz-ímynd. Ég veit að sjónvarpsþættirnir og allt þetta „Gillz-shit“ deyr út og þá fer ég bara að þjálfa, sem mér finnst gaman. Það er auðvitað hellingur af liði búinn að fá ógeð á mér og restin gæti fengið ógeð á mér í næsta mánuði. Þá er þetta bara búið og ég er farinn að þjálfa. Mér er drullu- sama hvenær Gillzarinn deyr út og einkaþjálfarinn Egill Einarsson tekur við. Hvað með þig sjálfan, færð þú einhvern tímann ógeð á sjálfum þér? Já, ég fæ reglulega ógeð á mér. Ég opna oft blöðin og er bara: „Enn ein helvítis fréttin.“ En ég reyni að stjórna þessu svolítið og vera ekki út um allt. Ég set mig reglulega í fjölmiðla- Egill Einarsson er eins og lúpínan; hann er úti um allt og þjóðin annað hvort elskar hann eða hatar. Nýjasta verkefni hans er sjónvarpsþættirnir Mannasiðir Gillz sem byggðir eru á samnefndri bók sem sló í gegn. Egill talar við Monitor um nýju þætt- ina, frægð á Íslandi, kærustuna, barneignir, paraferðir með Auðuni Blöndal, fitupró- sentu Hjörvars Hafliðasonar, túbusjónvörp og margt enn furðulegra. Texti: Björn Bragi Arnarsson bjornbragi@monitor.is Myndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Gillz deyr HRAÐASPURNINGAR Hver er uppáhaldslyftingaræfingin þín? Réttstöðulyfta og „one arm dumbbell preacher curl“. Hvaða líkamshluta ertu ánægðastur með? Það er þríhöfðinn, hann er „fully developed“. Ég er með stærri þríhöfða en Jay Cutler. Hver er uppáhaldsleikarinn þinn? Sly Stallone. Hann sýndi leikhæfileikana í Tango&Cash og einnig fyrstu Rocky- myndinni þar sem hann var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir leik í aðalhlutverki. Síðan var Expendables besta hasarmynd sem búin hefur verið til eins og menn vita. Hvaða disk ertu með í spilaranum? Ultra Mega Technobandið Stefán. Eina sem ég spila í bílnum, þeir eru snillingar. Hver er besti íþróttafréttamaður allra tíma? Höddi skinka (Hörður Magnússon), Gaupi (Guðjón Guðmundsson) eða Valtarinn (Valtýr Björn Valtýsson). Hrikalega erfitt að velja á milli þarna. Það lifir sig enginn betur inn í leikinn en Höddi. Gaupi er hafsjór af fróðleik og Valtarinn er með þessa hráu kynorku sem vantar oft í íþróttafréttamenn. Ég get ekki gert upp á milli þeirra. Hver er uppáhaldskarakterinn þinn í gömlu Beverly Hills-þáttunum? David, því hann er að hamra Megan Fox í dag, það er vel gert. Hvað er best við Kópavog? Vinalegur bær og rólegur. Ég vakna við fugla- söng og síðan veifa ég nágrönnunum á leiðinni út í bíl á morgnana. Ekki sama viðbjóðslega kalda stemningin og er í 101. Hvað borðar þú aldrei? Djúpsteiktar franskar. Þú verður ekki eins og Þykki ef þú borðar djúpsteiktar franskar. Arnar Grant eða Ívar Guðmunds? Get ekki gert upp á milli þeirra. Þeir eru báðir kjötaðir snillingar. Það er draumur að fá að taka æfingu með þeim félögum einhvern tímann, vonandi verður það að veruleika. Hugh Grant eða Ivan Drago? Auðveldasta spurning sem ég hef fengið, Ivan Drago! Ég er ekki Friðrik Ómar og er eiginlega bara móðgaður að hafa verið spurður að þessu. og Egill tekur við Það er ekki byrjað að ræða barneignir. Matt- hew McConaughey eignaðist sitt fyrsta barn 39 ára og hann er toppmaður. Þannig að ég er ekkert að stressa mig á því að krakka mig upp.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.