Monitor - 27.01.2011, Blaðsíða 10

Monitor - 27.01.2011, Blaðsíða 10
10 bann í tvo til þrjá mánuði þar sem ég skrifa ekkert á Gillz.is og fer ekki í nein viðtöl. Það er fínt því þú verður að gefa fólki pásu á þér. Það verður reyndar erfitt í ár. Mannasiðir Gillz eru að byrja í þessari viku, símaskráin tekur við á eftir því, því næst kemur Evrópski draumur- inn sem er framhaldssería af Ameríska draumnum og síðan kemur næsta bók. Ég er ekki að sjá fram á að geta sett mig í fjölmiðlabann árið 2011 þannig að það er mjög líklegt að þetta verði árið sem fólk fær ógeð á Þykka. Þú ert búinn að vekja athygli fyrir líkamsrækt, bóka- skrif, sjónvarpsmennsku, útvarpsmennsku, tónlist og fleira. Hvað ertu? Ég er skítugur einkaþjálfari skástrik rithöfundur sem rífur í járn og borðar mikið af laxi. Ég geri alltaf það sem mér finnst skemmtilegt hverju sinni. Sjónvarpsþættirnir og allt það rugl er eitthvað sem mér finnst skemmtilegt, en þó ég sé illa gefinn er ég ekki það illa gefinn að halda að það verði til staðar endalaust. Ég myndi frekar kalla mig einkaþjálfara en sjónvarpsmann og er ekkert að fara að hætta í dagvinnunni minni. Ég er í Sporthúsinu frá átta á morgnana til tíu á kvöldin alla daga en fæ stundum pásu frá því þegar maður fer í tökur fyrir sjónvarpsþættina. Helgarnar fara svo í að vinna að næstu bók, en ég legg gríðarlegan metnað í bækurnar svo að aðdáendurnir verði ekki fyrir vonbrigðum. En ég er hættur að kalla mig tónlistarmann. Færðu aldrei nóg af því að mæta í ræktina? Finnst þér þetta svona skemmtilegt? Mér finnst þetta ógeðslega gaman. Að taka lyftingaræf- ingu er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Ég hlakka til að fara á æfingar og ég er alltaf að uppfæra mig, lesa bækur um styrktarþjálfun og næringarfræði og allt þetta. Þegar ég er ekki að lyfta eða vinna er ég yfirleitt að lesa um þetta. Þetta er ekki einhver þörf fyrir að vera hrikalega kjötaður, mér finnst bara svo gaman að æfa. Ég passa mig líka að tapa mér ekki. Það er gott að passa í föt og geta farið í skvass og fótbolta með strákunum. Af hverju ertu með svona lítinn tvíhöfða? Hann er í engu samræmi við axlirnar og þríhöfðann. Það eiga allir líkamsræktarmenn sína veikleika. Það er einfaldlega þannig að ég hef átt í erfiðleikum með tvíhöfðann. Þetta hefur valdið mér andvökunóttum því mér líður illa yfir þessu. Ég er með of lítinn tvíhöfða miðað við þríhöfða og ég hef spáð í því að hengja mig út af þessu. Ég er búinn að prófa allt. En ég er nógu mikill maður til að viðurkenna veikleika mína og aldrei gleyma því að ég mun halda áfram að vinna í honum og ég mun leysa þetta verkefni. Tvíhöfðinn verður hrikalegur. Hvenær tókstu upp nafnið Gillzenegger? Það var þegar kallarnir.is opnuðu árið 2003 minnir mig. Þá byrjaði þetta sem einkahúmor þar sem allir voru kallaðir einhverjum asnalegum nöfnum. Mitt festist einhvern veginn betur en á hinum. Þá fannst mér þetta Gillzenegger-nafn mjög fyndið, en mér finnst það ekkert svo fyndið í dag. Ég er líka ekkert svo oft kallaður Gillzenegger í dag. Það er búið að stytta þetta niður í Gillz sem mér finnst skárra. Ég er kallaður Þykkur og Störe líka. Ég hef haft það sem reglu að þegar P. Diddy skiptir um nafn þá breyti ég um nafn. Ég veit ekki hvert mitt næsta nafn verður, en ég kalla mig ekki Gillzenegg- er í dag. Ég er orðinn þreyttur á því. Er það rétt að þú hafir áður verið kallaður Egill moli? Já, ég var kallaður Egill moli af því ég var alltaf kaffi- brúnn. Þá var ég að hugsa miklu betur um brúnkuna en ég geri í dag. Þá tók ég böffalóskóna, rauðu silkiskyrtuna og gullkeðjuna og var alveg kaffibrúnn. Ég tók alltaf tvöfaldan tíma í ljósum. Ég nennti ekki að vera í 20 mínútur þannig að ég tók 40 mínútur. Án gríns? Í alvöru. En maðurinn sem á metið í að vera lengi í ljósum er Ágúst Bjarnason, betur þekktur sem Gústi Hollywood. Hann fór í áttfaldan ljósatíma. Hann tók fjóra tíma samfleytt, sem sagt 80 mínútur, fór út í sígó og fór svo í aðrar 80 mínútur. Þetta hlýtur að vera heims- met. Ég hef líka aldrei séð eins brúnan mann á ævi minni. En hann var ekkert rauður. Draugur fortíðar sagði mér að þú hafir verið með stærsta frekjuskarð Íslandssögunnar. Já, ég held ég hafi verið með stærsta frekjuskarð í heimi. Ég gat verið með smá skemmtiatriði þegar ég var í grunnskóla, ég gat sett blýant í frekjuskarðið og skrifað. Það er engin lygi, mönnum fannst þetta æðislegt. Fékkstu þá teina? Já, ég teinaði mig vel upp. Ég gómaði mig líka og svaf með einhvern góm heillengi. Mér fannst samt allt í lagi að vera með teina því þá gat ég teinað menn. Ef þú mættir kannski í glænýrri ullarpeysu í skólann þá setti ég teinana í peysuna og eyðilagði peysuna. Þetta var ég mikið að gera við menn þannig að menn voru ekkert að gefa mér skít fyrir að vera með teinana. Árið 2004 voru flatskjáir að hefja innreið sína, en sagan segir að þá hafir þú tekið upp á því að kaupa stærðarinnar túbusjónvarp og greitt fyrir það eitthvert hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir túbusjónvarp á Vesturlöndum. Er þetta rétt? Málið er að ég hafði ekki trú á þessari bólu, flötu skjá- unum, og ég hélt að þetta myndi deyja strax út. Þetta var bara mjótt og asnalegt. Þannig að ég fór bara niður í Sjónvarpsmiðstöðina þar sem Leður-Hans vann og bað hann um besta túbusjónvarpið sem hann átti og keypti það. Ég er búinn að gefa litla bróður mínum túbusjón- varpið og á 50 tommu flatan í dag. Það er búið að gera mikið grín að mér fyrir þetta og ég verð að viðurkenna að ég hafði rangt fyrir mér með þróunina á sjónvörpum. Ég hélt að túburnar myndu haldast inni. Þú virðist eiga í ástar-/haturssambandi við æskuvin þinn Hjörvar Hafliðason. Er það rétt metið? Eftir að Hjöbbi varð frægur fyrir að lýsa fótboltaleikjum hefur hann farið í nokkur viðtöl og í hverju einasta við- tali segir hann eitthvað leiðinlegt um mig. Eftir að hann byrjaði á því ákvað ég að gera slíkt hið sama, þannig að ég hef ekkert jákvætt að segja um hann. Málið með Hjörbert er að áður en hann varð íþróttafréttamaður var hann 10-11% fita. Þetta var rétt áður en HM í fótbolta datt inn. En alveg frá því að það var flautað til leiks á HM og hann gerðist íþróttafréttamaður hef ég heyrt hann fitna. Ég heyri hann fitna annars staðar í borginni þó ég sitji hér hjá þér. Það er búið að tala mikið um þessa bölv- un sem hvílir á íþróttafréttamönnum. Meira að segja Gummi Ben er ekki helskafinn í dag. Þetta er ekkert grín, ef þú ert íþróttafréttamaður þá verður þú „chubby“. Ég er að gera mitt besta til að rífa hann upp og er með hann í ræktinni alla daga. Það er bara erfitt því á 365 er bara boðið upp á pítsur, snúða og nammi þegar þeir eru að lýsa leikjum. Ég hef aldrei séð íþróttafréttamenn hlaupa jafnhratt og þegar það er flautað til hálfleiks. Þá spretta þeir fram og byrja að háma í sig. Ef þú þyrftir að sofa hjá einum vini þínum, hver yrði fyrir valinu? Ekki Audda því hann er með loðinn rass og ég gæti ekki rifið í hárið á honum ef ég væri að hamra hann aftan frá. Líklega ekki Hjöbba því hann er með freknur á rassinum. Ef við erum að tala um karlkyns vin myndi ég líklega hamra Sveppa. Af hverju Sveppa? Ég myndi bara setja hann á fjóra fætur og rífa í krull- urnar á honum. Hann er líka opinn fyrir hlutum þannig að hann myndi örugglega ekki taka illa í þetta. Sveppi er eini maðurinn sem ég gæti hugsað mér að henda mér aftan á ef ég þyrfti þess. Áttu ekki eftir að enda í stjórnmálum eins og guðfaðir þinn, Arnold Schwarzenegger? Mér finnst það ólíklegt. Ég hef lítinn sem engan áhuga á stjórnmálum og það þarf eitthvað mikið að breytast á næstu árum til að ég ákveði að hjóla í það. Ég sé nú frekar Hjöbba fyrir mér í því. Arnold er kominn aftur í kvikmyndirnar eftir að hafa tekið sér nokkur ár í að vera ríkisstjóri. Nú ætlar hann aftur í bíómyndirnar. Ég ætla bara að sleppa pólitíkinni og einbeita mér að lyftingum, bíómyndum, sjónvarpsþáttum og þjálfun. Monitor FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 Sjónvarpsþættirnir og allt það rugl er eitthvað sem mér finnst skemmtilegt, en þó ég sé illa gefinn er ég ekki það illa gefinn að halda að það verði til staðar endalaust.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.