Monitor - 27.01.2011, Side 12

Monitor - 27.01.2011, Side 12
kvikmyndir Frumsýningar helgarinnar Christian Bale hefur fengið frábæra dóma fyrir leik sinn í The Fighter og er af flestum talinn líklegastur til að hreppa óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki. CHRISTIAN BALE FÉKK EKKERT AÐ BORÐA Á MEÐAN Á TÖKUM STÓÐ Leikstjóri: Tom Hooper. Aðalhlutverk: Colin Firth, Helena Bonham Carter, Geoffrey Rush og Guy Pearce. Lengd: 111 mínútur. Dómar: Imdb.com: 8,5 / Metacritic: 8,8 / Rotten Tomatoes: 95% Aldurstakmark: Leyfð öllum. Kvikmyndahús: Sambíóin Álfabakka, Sambíóin Kringlunni og Sambíóin Akureyri. Saga Georgs VI Bretakonungs. Hann var ekki talinn hafa burði til þess að verða konungur því hann þjáðist af miklum talgalla. Georg réð sér talþjálfara en skyndilega braust út stríð. Myndin er tilnefnd til 12 óskarsverðlauna. Það eru um það bil tvö ár síðan leikurinn Dead Space kom fram á sjónarsviðið og færði gerð hryllingsleikja upp á hærra plan. Nú í vikunni kom út Dead Space 2 og má því búast við að sala á fullorðinsbleyjum muni rjúka upp, eða hvað? Dead Space 2 gerist árið 2511 eða þremur árum eftir atburði fyrri leiksins og er sögusviðið stórborgin Sprawl sem staðsett er á einu af tunglum Satúrnusar. Aðalsöguhetja leiksins er sem fyrr verkfræðingurinn Isaac Clarke og þarf hann að reyna að kveða niður hina ógeðfelldu Necromorphs, en það eru manneskjur sem hafa afmyndast bæði andlega og lík- amlega. Ástæða afmyndunarinnar er nokkurs konar trúartákn sem skotið hefur upp kollinum aftur og er það markmið leiksins að ganga frá því í eitt skipti fyrir öll. Barist með námaverkfærum Dead Space 2 er þriðju persónu hasar- og skotleikur þar sem leikmenn þvælast um þrönga ganga og lokuð svæði þar sem ógeðslegustu kvikindi sem sést hafa lengi í tölvuleikjum vafra um. Vopn leiksins eru flest námaverkfæri sem ætluð eru fyrst og fremst til vinnu í námum, en henta einstaklega vel til að hluta í sundur kvikindi leiksins. Skotfæri eru af mjög skornum skammti og því mikilvægt að hitta á rétta staði á óvinunum og best þykir að skjóta af þeim útlimina. Þegar líður á leikinn geta leikmenn uppfært vopn og búning Isaac og er það lykilatriði í spiluninni svo menn geti haldið lífi. Ótrúleg grafík og hljóð Grafík leiksins er ótrúlega góð og hefur tekið mikið stökk frá fyrri leiknum, en sem fyrr er það hljóð leiksins er fær hárin til að rísa. Stemningin sem skapast í þessum hryllingsleik er aðeins fyrir þá hörðustu og alveg klárt að margir eiga hreinlega ekki eftir að treysta sér til að klára leikinn, þvílíkur er hryllingurinn. Ofan á þetta allt bætist svo netspilun þar sem átta leikmenn geta barist í tveimur liðum, menn á móti Necromorphs. Sem betur fer er Dead Space 2 frábær leikur og vel heppnaður í alla staði, enda er hann einn af fáum hryllingsleikjum sem eftir eru á markaðnum. Leikurinn er stranglega bannaður innan 18 ára og það er rík ástæða fyrir því. Þannig að þeir sem eru yfir 18 ára og eru til í áskorun í dýrari kantinum, þá er Dead Space 2 fyrir ykkur. Ólafur Þór Jóelsson Verkfræðingur og vanskapningar The Fighter Leikstjóri: David O. Russell. Aðalhlutverk: Mark Wahlberg, Christi- an Bale og Amy Adams. Lengd: 115 mínútur. Dómar: Imdb.com: 8,3 / Metacritic: 7,9 / Rotten Tomatoes: 89% Aldurstakmark: Bönnuð innan 14 ára. Kvikmyndahús: Smárabíó, Háskólabíó og Laugarásbíó. Sannsöguleg kvikmynd sem segir frá boxaranum Micky Ward. Micky var alltaf kallaður „Sá írski“ og varð heims- meistari í veltivigt. Myndin segir frá ævintýralegri leið hans að titlinum og samskiptum hans við hálfbróður sinn Dicky sem lenti ungur á glæpabrautinni og í dópn- eyslu. The Fighter er tilnefnd til sjö óskarsverðlauna. 12 Monitor FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 TÖ LV U L E I K U R Tegund: Hryllingsleikur PEGI merking: 18+ Útgefandi: EA Dómar: Gamespot 8,5 / IGN.com 9 / Eurogamer.net 9 Dead Space 2 G æ ð i  H r e i n l e i k i  V i r k n i G Ú S T A V S S O N B J Ö R G V I N P Á L L „NOW eru klárlega fæðubótarefni í landsl iðsklassa fyrir al la íþróttamenn. Mæli sterklega með þessum vörum fyrir þá sem leita eftir styrk, úthaldi og snerpu -þær virka vel fyrir mig.“ NOW virkar vel fyrir mig! NOW - Fullkomin lína af íþróttafæðubótarefnum – fáanleg í verslunum um allt land King’s Speech The Dilemma Leikstjóri: Ron Howard. Aðalhlutverk: Vince Vaughn, Kevin James, Winona Ryder, Jennifer Connelly og Channing Tatum. Lengd: 118 mínútur. Dómar: Imdb.com: 4,9 / Metacritic: 4,6 / Rotten Tomatoes: 22% Aldurstakmark: Leyfð öllum. Kvikmyndahús: Smárabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó. Piparsveinninn Ronny og hamingjusamlega gifti vinur hans Nick eiga saman fyrirtæki og eru í þann mund að landa draumaverkefninu.. Allt fer hins vegar á hvolf þegar Ronny sér eiginkonu Nicks með öðrum manni.

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.