Monitor - 27.01.2011, Blaðsíða 13

Monitor - 27.01.2011, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 Monitor Monitor heldur áfram að kynna sér sýning- arnar sem framhaldsskólar landsins setja upp þetta árið en úrvalið hefur sjaldan verið meira. Hársprey og dansæði í Austurbæ ANDRI STEINN HILMARSSON Corny Collins í Hairspray Aldur: 17 ára, er á öðru ári. Braut: Náttúrufræðibraut. „Ég leik Corny Collins, þátt- arstjórnandann í Corny Collins Show sem er þáttur sem Tracy, aðalpersónan í sýningunni, hefur mikinn áhuga á að komast í. Corny er svona hressi gæinn og hann hefur mjög gaman af lífinu.“ Ertu mikið fyrir söngleiki? „Já, já. Ég var í leikritinu í fyrra líka og hef mjög gaman af öllu svona leikhússtússi.“ Áttu þér einhvern annan uppáhaldssöngleik? „Ekki beint en Grease er alltaf mjög góður.“ Ætlarðu að halda áfram í leiklist? „Ég veit það nú ekki. Það er mjög gaman að taka þátt í þessu núna þegar maður er ungur en ég hugsa að ég fari í lögfræði eftir menntaskólann.“ Arnar Guðmundsson, for- maður Thalíu, leiklistarfélags Menntaskólans við Sund. Um hvað er sýningin? „Verkið er unnið út frá Broadway-útgáfunni af Hair- spray. Verkið er ekki beinþýtt en við styðjumst að miklu leyti við það. Hvers vegna ætti fólk að velja þessa sýningu? „Mér finnst að fólk ætti að koma að sjá þessa sýningu vegna þess að hún er mjög metnaðarfull og mikil vinna hefur verið lögð í allt. Þetta er ein stærsta leiksýning og söngleikur sem menntaskóli hefur sett upp á síðustu árum.“ MIKILL METNAÐUR ER LAGÐUR Í SÝNINGUNA ÁSTA HEIÐUR TÓMASDÓTTIR leikkona í spunaleikriti MH Aldur: 18 ára. Braut: Félagsfræðibraut með leiklist í kjörsviði. „Ég leik Fríðu Líf sem er 27 ára, kasólétt, form- kökugerðarkona, trúlofuð Baldri Rindli, grasafræðingi. Hún er vægast sagt jákvæð hamingjubomba sem lítur út fyrir að sofa með herðatré í munninum. Hún er ofboðslega næs og meinar ekkert nema vel í fullkomnun sinni en tekst einhvern veginn að fara flennilega mikið í taugarnar á öllum.“ Er skemmtilegra að spinna en að vinna eftir handriti? „Hingað til hef ég unnið meira með spuna, sem mér finnst hafa það fram yfir handrit að niðurstaðan kemur meira úr manns eigin hugarheimi. Það er frábært að eiga þátt í að skapa eitthvað frá grunni. Báðar aðferðir eiga þó sína kosti og galla.“ Hvað þarf til að vera góður í spuna? „Að losa sig við allar hömlur og láta vaða. Gráða í hugmyndaflugi skemmir heldur ekki fyrir.“ Ætlarðu að halda áfram í leiklist? „Já. Ég er eins og fiskur sem er búinn að kokgleypa spúninn. Það er engin leið til baka!“ Halla Guðrún Jónsdóttir, gjaldkeri leik- félags Menntaskólans við Hamrahlíð. Um hvað er sýningin? „Hugtakið sem unnið er út frá er sak- leysi. Hvað er sakleysi og hvernig er því glatað? Tekist er á við þemað frá öllum hugsanlegum pólum og margt áhugavert kemur í ljós. Sakleysi hefur eitthvað með alla að gera svo við vonumst eftir að höfða til sem flestra með sýningunni.“ Hvers vegna ætti fólk að velja þessa sýningu? „Samkvæmt okkar bestu vitund erum við eini skólinn sem skapar verkið sitt frá grunni. Við erum að vona að sýningin muni vekja upp hugsun hjá fólki og skilja eitthvað eftir. Við notum marga mismunandi miðla í sýningunni þar sem tekist verður á við viðfangsefnið á mjög ögrandi hátt.“ MH SKAPAR VERKIÐ FRÁ GRUNNI ÁSTA LEIKUR KASÓLÉTTA KÖKUGERÐARKONU Leikrit: Án titils, enn sem komið er. Leikstjóri: Bjartmar Þórðarson. Höfundur: Leikhópurinn og leikstjóri. Frumsýnt: Kringum mánaðamótin febrúar/mars að Eyjarslóð 3 í Reykjavík. Leikrit: Hairspray. Leikstjóri: Pétur Einarsson. Danshöfundur: Örn Guðmundsson. Frumsýning: 15. febrúar í Austurbæ. Glíma við sakleysið ANDRI STEFNIR Á NÁM Í LÖGFRÆÐI EFTIR ÚTSKRIFT 13 LEIÐRÉTTING Í síðasta tölublaði var Ari Freyr Ísfeld Óskarsson ranglega nefndur. Monitor biðst velvirðingar á þessum mistökum. Ari Freyr fer með hlutverk Melchior í leiksýningu Kvennó, Vorið vaknar. Söngleikurinn Hairspray hefur verið sýndur árum saman á Broadway en nú mun leikfélag Menntaskól- ans við Sund, Thalía, færa Íslendingum verkið. Tugir leikara og dansara munu taka þátt í uppfærslunni og segja aðstandendur að búast megi við miklu stuði. Leikfélag Menntaskólans við Hamra- hlíð setur upp spunaverk sem er heimatilbúið frá grunni. Það eru leikararnir sjálfir sem semja verkið ásamt leikstjóra sínum en vinna við það er í fullum gangi þessa dagana.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.